20.4.2008 | 21:12
Norge
Nùna er maður barasta komin til Norge til Binnu minnar og ég get kannski ekki alveg sagt að þetta sé búið að vera draumur út í gegn, hehe. En ljúft er þetta búið að vera
Á fimmtudaginn keyrðum við hjúin suður og gekk það bara asskot vel. Sólin skein og allt voða notalegt. Ég var með sólgleraugun mín sem eru með styrk og fannst ég úber kúl. Michael hló að gleraugunm hálfa leiðina út í Varmahlíð. Alltaf þegar hann leit á mig, þá sprakk hann úr hlátri. Góð gleraugu greinilega. Það var samt rosa fyndið þegar ég bretti upp buxurnar því ég var að kafna úr hita og fór þá að hugsa að kálfarnir mínir væru kannski ekki jafn hvítir og ég hélt. Svo tók ég sólgleraugun niður. Hahahaha, auli.
En við kíktum í mat til Viðars og Ruthar þegar við komum til Rvk og það var rosa ljúft, takk fyrir okkur ..og svo renndum við í heimsókn til Rögnu.. alltaf gaman að hitta hana.. og svo var bara brunað í keflavíkina. Við skelltum okkur á hótelið og þá kom í ljós að öll venjulegu herbergin voru búin og því varð að hækka okkur í Deluxe herbergi. Ekki kvörtuðum við nú við því, hehe.
Svo skelltum við okkur upp á flugvöll. Ég átti flug kl.12 en Michael ekki fyrr en kl.15. Svo hann þurfti að bíða á flugvellinum í soldið langan tíma, hehe. En aníveis..þegar ég ætlaði að setjast í sætið mitt í flugvélinni þá spyr gaurinn sem ég átti að sitja við hliðiná hvort ég væri nú til í að skipta um sæti svo vinur hans gæti setið hjá honum. Þar sem ég var hvortið er að sitja ein, þá gat ég alveg eins setið ein tveimur röðum framar. Svo sit ég bara í rólegheitunum og er að hlusta á tónlist. Ég tek eftir því að allir fyrir framan mig og við hliðin á mér eru farnir að drekka rauðvín og hvítvín..og eitthvað meira fancy.. Ég alveg í bömmer, langaði svo í en týmdi ekki að kaupa. Svo kemur gaurinn sem var að servera okkur og gefur mér matabakka. Ég skildi nú ekki alveg afhverju ég fékk mat og spyr því gaurinn sem sat við hliðin á mér afhverju við fengum að éta en ekki allir hinir. Hann lítur á mig með svona æjji stelpan er svo vitlaus lúkki og segir; þú ert á economy extra, þá borgaðiru meira fyrir flugmiðann þinn og færð að borða og svona. Ég horfði á hann, ertu að segja mér að ég geti líka fengið frítt að drekka? Jebb, þú getur það svaraði hann. Ég var þá nú ekki lengi að kalla á servergaurinn og fá mér 1stk rauðvín. Algjör snilld. Ég fór svo að spjalla við þennan gaur sem sat við hliðin á mér og eftir nokkur rauðvínglös þá var hann farin að segja mér frá vandamálunum sem hann átti með kærustunni og jari jari. Svo af einhverjum ástæðum fórum við í Sudoku keppni, hann fékk 20min forskot og ég endaði svo með því að klára 2sek á eftir honum. Það var bömmer.
Svo lentum við í Oslo, með rauðvínsvarir og bláar tennur. Ég reyndi að finna gaurinn sem átti sætið sem ég endaði í, til að þakka honum fyrir. En fann hann hvergi, ohh well. Svo kemur sætisgaurinn og þakkar mér fyrir skemmtilegt flug og knúsar mig og kyssir mig á kinnina. Það var mjög spes. Ekki skemmtilegt þó, haha. Svo er ég í mínu mesta sakleysi og næ í töskuna mína og fer svo og ætla í hraðbanka til að ná í pening svo ég gæti hringt í fólk og látið vita að ég væri í heilu lagi og lent í Osló. En þegar ég fer ofan í veskið mitt þá finn ég peningaveskið hvergi. Ég gjörsamlega snappa úr stressi. Ríf allt upp úr töskunni minni og leita allstaðar. En ekkert veski.
Ég fer svo í Lost & founds og spjalla við stelpurnar sem voru þar. Ein hringdi í fólkið sem þrífur vélina og spyr hvort þau hafi rekist á peningaveski við sæti 6C ..júbb, það fannst strax í flugvélinni. Mér létti asskoti mikið við það. En svo kom það versta, stelpan horfir á mig og segir; They found our wallet, and they will bring it here, but that will takes some hours!! Ég hálföskra á hana, HOURS!! ertu ekki að grínast. Og neibb, hún var sko ekki að grínast, vegna öryggisástæðna þá tekur þetta svona langan tíma. Flugið mitt til Kristiansand átti að fara eftir 2tíma og stelpan sagði mér að prufa að koma aftur þá. Great. Þannig að ég fer og eyði þessum skemmtilegu tveimur tímum að bíða, með engann pening til að láta vita af mér og engann pening til að fá mér að borða, frábært.
Eftir þessa tvo tíma fer ég aftur og þá sagði stelpan, sorry, ekkert veski. Þannig að ég ákvað að tala við SAS og útskýra mál mitt og var svo við það að fara að grenja, þetta var skelfilegt. Gaurinn í tjekk inn-inu var ekkert nema almennilegheitin og ég fékk að breyta fluginu mínu til 23.30 ..og því beið mín fjórir og hálfur tími í meiri bið. Stelpan í Lost&Founds lofaði að veskið mitt yrði komið fyrir það flug. En þetta var anskoti tæpt. Veskið kom ekki fyrr en 10 min fyrir síðasta check-in. Great. En ég fékk það þá og grét þá næstum af gleði. Dreif mig og tjekkaði mig inn. Fór í hraðbanka, hringdi í Michael og fékk mér að éta. Pizza Hut hefur sjaldan bragðast svona vel.
Lenti svo heil á húfi í Kristiansand rétt yfir tólf og Binna sótti mig á flugvellinum. Síðan þá hefur ferðin verið algjört æði. Sól & blíða í Kristiansand og lífið ljúft. Ég og Binna vorum nú skrautlegar í gær og hefur því dagurinn í dag verið erfiður, hehe. Náði ekki að koma mér framm úr fyrr en um eitt, haha. En mjöööög gaman þó. Er svo búin að ná að versla "smá" hihi..svo er það Þýskaland á morgun og Austurríki á þriðjudaginn. Vúhjúúúú.
Anna Lóa í útlandinu
Athugasemdir
hahahah góð byrjun á ferðalagi
Sóley (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 21:32
Deluxe herbergi og svo voða fínt sæti í flugvélinni... getur ekki kvartað yfir því
en öfunda þig ekki af veseninu með að fá veskið þitt til baka En annars bara góða skemmtun í Þýskalandi
Rutb (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 22:29
hahah svona hlutir gerast bara fyrir ÖNNU LÓU múhahahah en góða skemmtun sæta;) knús frá sólinni á Akureyri;)
Hafdís (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 20:18
Haha.. karma.. svindler á sætum og svo týnirðu veskinu þínu.. múahhaha.. skil samt að það hafi verið ömurlegt.
Annars bara knús og skemmtu þér vel, knúsaðu ALLA frá mér sem ég þekki
Sunna (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 17:16
Haha ! Magnað ferðalag, nóóg að ske.
En voðalega er ég samt ósáttur með blog.is ! Ég hef maaaaarg oft reynt að kommenta á þetta blessaða blogg en aldrei koma þau inn.
Jón S. (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 03:24
Anna panna! Maður kannast nú við svona flugvalla ævintýri, geta verið algjör horror þangað til maður fer að líta á flugstöðina sem heimili sitt (þegar eru komnir 3 tímar+) og þá er þetta gaman þangað til maður hefur hangið þarna í um 8 tíma, þá verður þetta orðið dáldið leiðingjarnt, svo verður þetta aftur gaman eftir um 12 tíma.. lengra nær reynsla mín ekki svo ég muni! Gott að þú komst heilu á höldnu!
Heimsreisa Helgu & Atla, 6.5.2008 kl. 20:34
ohh, ég hélt að það væri komið inn ferðablogg!
Ruth (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.