Ferðasagan

Jæja, ætti maður að byrja á þessu? Ákvað að setja bloggið inn í dag svona bara vegna þess að í dag er föstudagur og ég blogga "alltaf" á föstudögum Cool ..en það fer nú að breytast þar sem ég er komin með nýja vinnu í sumar og þá verð ég ekki alltaf í föstudagsfríum. En ég er sem sagt komin með vinnu íATVR Ríkinu. Það verður vonandi rosa fjör að vinna þarna. Ég hlakka allavegna rosalega mikið til í að fara að gera eitthvað nýtt.  Ótrúlegt hvað ég fæ fljótt leið á því sem ég er að gera. Fæ vonandi vinnu í framtíðinni þar sem mér finnst gaman og endist í vinnu. En það hlýtur að gerast, ég trúi allavegna ekki öðru, víí. LoL

P4181004

 

En let's get the partý started. Eins og ég var búin að segja þá fengum við hjúin Deluxe herbergi á hótelinu áður en við fórum út. Það  var voða fínt herbergi en vá hvað ég hata þegar maður gistir á hóteli og það er ekki eitt stórt rúm heldur tvo rúm sett saman. Því svaf ég ofan í holu mest alla nóttina, rosa fjör! Pinch ..glatað alveg.. en gott rúm fyrir því. 

 

 

 

P4191011

P4191013

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo var rosa fjór í Noreg með Binnu minni. Skelltum okkur að versla á laugardeginum og sátu svo á bar við sjóinn og létum sætan þjón þjóna okkur. Það var reyndar soldið hvasst (eins og sést á myndinni af mér) en ekkert sem Íslendingar láta á sig fá Tounge  ..

P4191020

Við fórum svo út að borða á steikhús og OMG hvað ég fékk góða berniese steik. Ég fæ alveg vatn í munninn þegar ég sé myndina .. mmmmmmmm ... 

Það var svo partý hos Binna um kvöldið. Þar sem ég stóð mig gríðalega Shocking að tala þýsku við verðandi meðleigjanda Binnu og vin hans. Vinur hans hét reyndar Michael, sem var reyndar pínu fyndið, hehe. Gott djamm. Ég kom með Brennivín frá Íslandi og við reyndum okkar besta að troða því í Norsarana, en það gekk nú ekkert rosalega vel. Enda er þetta ógeð! Ojj bara. Ég var að smakka brennivín í fyrsta skipti og verð að segja að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum. Fojj! Sick

Svo var ekkert nema hressleikinn í gangi á sunnudeginum - NOT - ..hahahaha..skelltum okkur út í sólinu og vorum í bænum að spjalla og njóta þess að gera ekki baun, hehe. Algjör snilld að gera ekki neitt stundum. Svo á mánudeginum var tími komin til að leggja í hann til Þýskalands. Ég get nú ekki sagt að það ferðalag hafi gengið eitthvað betur en ferðin til Noregs. Því vegna seinkunnar á rútu, of margra farðþega og mikillar umferð þá mætti ég of seint upp á flugvöll. Ég ætlaði að tjékka mig inn ;

Ég : Hi, I got a flight to Oslo

Gæran : Yes, 17.45 ?

Ég : Nononono, 15.45

Gæran : ó, that's to late

Fokkjú

Vá hvað ég varð skíthrædd. Helvítis rúta! En svo endaði þetta þannig að ég fékk að tala við aðra konu og ég sagði henni hvað hafði gerst og hún hringdi eitthvað og sagðist þurfa að tjekka inn eina tösku í viðbót og hvort það væri möguleiki? Og jújú, það reddaðist. Og svo horfði hún á mig : Ok, you can go, but you have to run! Svo ég hljóp að skannhliðinu, og þegar ég kom út úr því þá ætlaði ég að hlaupa að hliðinu mínu. En þar sem Kristiansand flugvöllurinn er nú ekkert mikið stærri en bara Akureyrarflugvöllur, þá gat ég ekkert hlaupið. Ef ég hefði hlaupið þá hefði ég hlaupið á vegg! En svo sá ég hvert ég ætti að fara og það var ekki einu sinni byrjað að hleypa inn í flugvélina, fífl! Ég beið svo á flugvellinum í Osló í einhverja tíma og var lent í Berlín kl.21. Vá hvað það var gott að sjá Michael aftur Kissing ..Það var samt svo fyndið, ég tók strax eftir því að ég væri komin til Þýskalands því það var farið að aukast gríðalega að konur/stelpur væru með bleikt/fjólublátt/grænt/blátt/skærrautt hár. Hahaha. Það var svo rosalega ljúft að leggjast upp í rúm og sofna. Soldið erfiður dagur.

Vorum svo vöknuð snemma á þriðjudeginum, borðuðum morgunmat og svo bara drifið sig af stað til Sölden. Vá hvað það tekur á að keyra svona lengi, en það var svo þess virði þegar við renndum upp bílastæðið hjá Isidori og hann kom brosandi og tók á móti okkur Smile ..vá hvað ég hafði saknað þessa manns, hehe. Við gistum allar þrjár næturnar heima hjá honum og hann stjanaði svo við okkur, eldaði m.a. kaiserschmaren, mmmmm.. 

P4231034

 Giggijoch var lokað á mánudeginum, en svo á mánudagskvöldinu byrjaði að snjóa svo mikið að það var ákveðið að opna aftur á þriðjudeginum og okkur til mikillar ánægju var líka opið á miðvikudeginum svo við komumst upp með kláfnum og gátum farið og hitt allt fólkið. Allir voru reyndar nett pirraðir yfir því að það hefði verið opnað aftur, því voru byrjuð að þrífa allt og pakka öllu inn í plast. Skil þau reyndar ósköp vel. Þetta seinkaði því að þau kæmust heim um tvo daga Errm ..en það var algjör snilld að hitta flest alla aftur.. og vá hvað sumir hlutir breytast aldrei. Carolina labbaði um eins og hún væri með prik fast í rassgatinu og það kom ekki bros á varirnar. Björn gekk um og þóttist vera stór gaur og Thomas hló allan tímann.

P4231032 P4231037 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 P4231050

 Við vorum svo bara að spjalla við alla og njóta þess að vera komin aftur. Við fórum svo niður með kláfnum rétt fyrir lokun og skelltum okkur aðeins á KPS Friends ..það var einn flaming á barnum, enginn Sabina þar sem hún var í fríi og svo var einn gamall karl að drekka sig blekaðann. 

 

 

P4231084

 

 

 

 

 

 

 

 

Þeir Michael fóru ofcourse í naglaspilið á meðan sat ég bara á barnum og horfði á og hló. Michael var svo dottinn úr æfingu, hahaha. En meðan ég sat þarna þá fór ég að leita af spýtunni sem ég og Ágúst negldum upp í fyrra eftir eitt besta djammið og ég fann hana. Algjör snilld að sjá nafnið sitt enn standa þarna og svo fékk ég mér Zipfer og Flügel bara upp á oldtimes. Reyndar þegar Michael fór á klósettið þá fór gaurinn á trúnó við mig og endaði hágrenjandi. Og vá hvað það erfitt að horfa á eldri karlmenn grenja! 

P4231086 P4231088

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P4231089

 

 

Um kvöldið vorum við svo bara inn á herberginu hjá Thomasi og Katrinu og horfðum á fótbolta, Man Utd - Barcelona, fyrri leikurinn. 

 

 

 

 

Daginn eftir skelltum við okkur til Innsbruck og versluðum aðeins og svona. Vorum svo fyrir utan Giggijoch kl.17 þegar allir komu úr vinnunni og kvöddum fólkið. Það var síðasti vinnudagurinn þeirra allra og allir að fara heim Joyful

P4251122

 

En daginn eftir, föstudag, þá keyrðum við svo aftur til Þýskalands. Og þá byrjaði ballið. Það er sko ekkert frí að fara til Þýskalands fyrir okkur. Við erum keyrandi á milli bæja til að hitta fólk og fara í heimsóknir. Enginn tími til að chilla og mest var ég fúl því það var svo gott veður og þá er svo erfitt að vera í bíl og inni í heimsókn. 

 

 

 

Einn daginn fór reyndar í ekkert nema chill og þá nýtti ég tækifærið og lagðist út og steiktist einsog beikon. En pabbi Michael var alltaf að koma og spurja hvort ég vildi ekki fara inn því honum fannst ég vera orðin svo rauð. Hann var eitthvað hræddur um að ég myndi brenna, hehe. Og reyndar fannst þeim öllum alltof kalt til að vera í sólbaði meðan ég gat varla andað mér var svo heitt.

P4261126P4261131

 

 

<-- Geðveikt fallegt tré í garðinum hjá tengdó

  -->  Skjaldbakan sem kíkti í heimsókn meðan ég var að reyna að steikjast einsog beikon hehe

P4261132P4261139

 

 

 

 

 

 

 

 

Við horfðum svo á fótboltaleik á milli 2ja bæja þarna. Og vá hvað þetta var einsog að horfa á Leiftur - KS í gamla daga. Ógeðslega fyndið!

Við vorum svo bara að dúlla okkur eitthvað í heimsóknum mest allan tímann. Áttum þó góðan dag á mánudeginum þegar við sóttum Sophie (frænku Michaels) í skólann og vorum með henni allan daginn. Keyptum ís og fórum í garð sem er fullur af hljóðfærum samasem fullur af drasli sem hægt er að gera hljóð með, hahahahaha. 

 

P4281152P4281149

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 P4281165

 

 

Svo kom aðaldagurinn. Hahaha. Miðvikudagurinn 30. apríl. Það er sem sagt hefð hjá þessum litlu bæjum aðP4301182 búa til tré og efst á það á að hanga krans. Þetta tré á að vera sett upp 30. apríl og á svo að standa allan maí. Frá því að það er sett upp og til hádegis 1. maí mega nágrannabæirnir reyna að ná kransinum niður og ef það tekst þá skuldar bærinn ræningjunum eitt stórt partý. Það var því haldið voða fancy partý meðan það var verið að setja upp tré-ið, grillað og svona voða fjör.

 Reyndar var þetta glatað hjá Thalberg, sem er næsti bærinn við Theisa, heimabæ Michael. Því þeir settu upp tré-ið og svo þegar bjórinn var búin þá tóku þeir tré-ið niður. Því enginn nennti að passa tré-ið yfir nóttina! Alveg glatað, en þetta var samt voða fjör, hehe. Hittum helling af fólki.

 

P4301186P4301187

 

 

 

 

 

 

 

 

P4301198P4301217

 

 

 

 

 

 

 

 

Reyndar ákvað ég eftir þetta kvöld að ég myndi ALDREI aftur labba ein heim. Mér er sama þótt Theisa sé alveg heilar tvær götur og 3 vegslóðar þá er ekki sjéns í helvíti að rata þarna á næturnar. Það er nefnilega þannig að ríkið né sveitarfélagið borgar fyrir að hafa kveikt á götulömpunum, heldur þarf húsið fyrir aftan lampann að borga rafmagnsreikningin og því er ekkert kveikt á lömpunum, nema í neyð. Svo að þegar ég var búin að fá nóg og vildi fara heim þá hélt ég að ég myndi ná að redda mér. En nei, þegar það eru svona há tré, ekkert tungl og ekkert ljós þá sér maður ekkert! Þannig að ég villtist og endaði einhversstaðar út í skóg. Og omg hvað ég var hrædd, bjóst svo við því að þurfa að sofa bara úti þangað til sólin kæmi upp og ég myndi rata heim til Michael, eða þá að ég myndi bara láta lífið þegar belja myndi labba mig niður. 

Ég hef sjaldan verið svona hrædd, ég var svo við það að sturlast. Eftir heilan klukkutíma þá heyrði ég eitthvað þrusk og þá var það Michael að koma heim og vá hvað ég var fegin. Þá kom í ljós að ég var einu húsi frá húsinu hans, hahaha. Auli. Tókst sem sagt næstum því að koma mér heim, hahahaha. Morgunin eftir voru svo skórnir mínir brúnir af drullu og ég var öll í undarlegum rauðum dílum Shocking

1. maí var svo Männertag sem er þannig að allir karlmenn vakna snemma, ná í hjólið sitt og byrja að hjóla á milli bara og drekka sig blekaða. Mjög spennandi og skrýtin hefð. Þetta er bara alþekkt í Þýskalandi og allir karlmann fá frí í vinnunni eftir þennan dag, þar sem þeir eru oftast út úr heiminum. Mjööööög spes! M&P Michael grilluðu um kvöldið með nágrönnunum. Og karlinn var svo skelfilega fullur og talaði við mig allt kvöldið. Mest talaði hann um Þýskaþjóðsöngva og forvitnaðist hvort við hlustuðum ekki á svona Folkmusik á Íslandi líka. Svo þegar hann tók eftir því að ég vissi ekkert um þessa hljómsveitir sem hann var að spila fyrir mig, þá fór hann að tala um brjóstin á mér og þá ákvað ég nú að koma mér barasta inn. Skrýtna fólk.

P5021224

 

 

Þjóðverjar eru með bílnúmer eftir sveitarfélögum, t.d. þá er fólk sem á heima í Berlín með bílnúmerin B, M fyrir München og H fyrir Hamburg og svo framvegis. Michael býr þar sem allir eru með EE sem er fyrir Elbe Elster. Elster er áin sem rennur þarna í gegn og þetta EE nær nú ekki yfir mikið svæði og því brá okkur ekkert smá þegar við sáum þennan bil hérna til hægri, hehe. Fyndin tilviljun. 

 

 

P5021226 En svo var komin tími til að fara aftur til Íslands. Paul & Giga skutluðu okkur til Berlín þar sem við flugum til elsku Íslands, föstudaginn 2. maí. Ísland tók blautt og kalt á móti okkur, mjög skemmtilegt. Og núna er byrjað að snjóa. Hahahaa. Hvenær ætli þetta blessaða sumar byrji? Vonandi er satt að því verra sem vorið er því betra verður sumarið Cool 

Við erum svo strax farin að plana næstu ferð til Þýskalands sem verður vonandi um jólin. Kannski ég reyni að gera aftur einsog núna og fara til Binnu um áramótin eða eitthvað Grin ..ég er reyndar smá smeyk við að vera í Þýskalandi um jólin því það er normal að fara á fyllerí með vinunum eftir að pakkarnir eru opnaðir 24. des. Það er eitthvað sem ég held að ég myndi ekki fýla. Þá myndi ég örugglega fá skelfilega heimþrá, hahaha. 

 

En núna er ég orðin þreytt. Þetta er líka orðið alltof langt, hahaha. Vonandi las þetta þó einhver og komment takk Sideways ..ég ætla svo að setja inn myndir á MySpace-ið sem áttu ekki alveg heima á svona opnu bloggi, hahahaha Tounge

Anna Lóa sem byrjar í Vínbúðinni eftir viku

 27.12.06 001

Sölden mynd bloggsins er frá 27. desember 2006 þegar við skelltum okkur í fyrsta skiptið á Nightski algjör snilld. Ég endaði svo á djamminu með Rögnu og Hönnu Rós þar sem við létum gaura í Austurrískum þjóðfötum bjóða okkur á barinn, hahahaha.. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég las allt bloggið! ;)

Þetta hefur greinilega verið góð ferð hjá ykkur hjúunum :D

Vona að flugferðirnar þínar gangi betur næst þegar þú ferð út.

og já til hamingju með nýju vinnuna þína!!!

Sjáumst svo vonandi 24. maí! 

Ruth (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 13:58

2 identicon

víí gaman að lesa þetta! sumarið á íslandi byrjaði þegar þið fóruð út og var allan tíman á meðan að þið voruð úti en svo þegar þið komuð heim byrjaði að snóa.. ég ætla ða kenna ykkur um það! hehe 

Sóley (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 14:01

3 identicon

Haha.. Góð lýsing á Carolinu, Björn og Thomasi..

Ég fékk hálfgerða heimþrá þegar ég sá myndbandið sem þú sendir mér, en vá hvað bærinn var tómur, þegar ég var þarna var ekki þverfótað fyrir fólki..

En skemmtu þér í nýju vinnunni, við sjáumst svo örugglega þegar ég kem norður.. 

Ása (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 14:58

4 Smámynd: Anna Lóa Svansdóttir

Ruth : ég held að ég verði bara að hætta að fljúga ein

Sóley : Hey, það var sól & blíða þegar við fórum og sól á laugardeginum þegar við komum, en mitt á milli var víst ömurlegt veður, hehe

Ása : Það var enginn þarna þegar við vorum, nokkrir í fjallinu en bærinn tómur, mjög sorglegt. En við vorum audda bara að leita eftir að sjá starfsfólkið og komast á KPS ..

Ef einhver vill sjá þetta video sem Ása er að tala um þá er þetta linkurinn http://youtube.com/watch?v=dELjGthH91U 

Anna Lóa Svansdóttir, 9.5.2008 kl. 15:16

5 identicon

yooo! velkomin heim, lovjú! sakna sölden! sakna ykkar!

Atli besti (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 17:03

6 Smámynd: Sunna Axelsdóttir

Ég las allt! Þetta hefur verið svo gaman hjá þér .. vesenið þitt En við verðum endilega að fara að heyrast, kannski kíki ég á þig í nýju vinnunni heheheheh...

Sunna Axelsdóttir, 9.5.2008 kl. 17:31

7 identicon

Víj, indælt.
Note to self: ekki treysta á Önnu Lóu þegar kemur að flugvöllum og flugvélum.
Gott þú skemmtir þér vel. vonandi að maður fái einhver dirty details næst þegar maður sér þig ;) muahah

Kata (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 18:30

8 Smámynd: Sunna Axelsdóttir

Bíddu.. er það þá þér að kenna hvernig gekk þegar við fórum út??? Næst skipulegg ég þetta sjálf og þú færð engu að ráða hahaha...

Anna + flugvellir = slys!!

Sunna Axelsdóttir, 10.5.2008 kl. 08:41

9 Smámynd: Anna Lóa Svansdóttir

Heeyyyy... það gekk nú ekkert svooooo illa hjá okkur.. eða... hvað? ...hmmm.. okey, ég held að ég sé bara hætt að fljúga, hahaha..

Anna Lóa Svansdóttir, 10.5.2008 kl. 11:02

10 identicon

Gott að þú skemmtir þér úti...fékk smá söknuð þegar ég las Sölden partinn en maður bætir það upp í janúar þegar maður skellir sér út þá.

varstu samt ekki fegin að það væri til frönsku krydd;) ég fékk ekki nema 7 bauka senda að heiman:)

Þórdís (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 20:57

11 identicon

ekki hætta að fljúga takk fyrir heimsóknina, var algjör snilld ég er svo stolt að vera vöknuð kl 11 eftir djamm... hlýtur að vera hitinn... 20° og sól erum að fara í sólbað! Smell you later

Binna (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband