Drasl

Ég ætlaði að blogga, svona í tilefni þess að það er orðið asskoti langt síðan ég gerði það síðast. En nei, þar sem ég gat ekki sett inn myndir, þá ákvað ég að fara í fýlu og neita að blogga.

Svo nýtt blogg bíður betri tíma.

En smá update, þá stend ég mig rosalega vel í vinnunni. Á föstudaginn var ég að rífa bjórdósir upp úr kassa og setja þær upp í hillu. Ég þurfti að skera plastið af kassanum og tókst það ekki betur en svo að ég skar gat á eina dósina og það sprautaðist bjór yfir allavegna tvo viðskiptavini og auðvitað mig. Ég hljóp þá bjórblaut inn á lager, með kassann í höndunum og beið eftir að vera rekin.

Vel gert.

Þangað til næst, skemmtið ykkur

Anna Lóa ekki baun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

AHAHHAHAHHHAHAHAHAHAHAHHAHAHAHAHHA snilld þú ert efni í nýjan sjónvarpsþátt;) hehehe gvvuuuððð ég missti samt einu sinni breezer í ríkinu og vá hvað ég skammaðist mín...enda var ég ekki lengi að láta mig hverfa...úfffff híhí

Hafdís (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 20:14

2 Smámynd: Sunna Axelsdóttir

Haha kjánaprik. Held samt að Hafdís mín myndi dúndra nokkrum flöskum í gólfið ef hún væri að vinna þarna... haha.. en hvernig fórstu að því að pota gat á dósina, þú hefur verið að nota kraftana

Sunna Axelsdóttir, 28.5.2008 kl. 17:49

3 Smámynd: Anna Lóa Svansdóttir

Hehe, Sunnan mín, prufaðu að nota svona dúkahníf og skera í kringum dós ..það er ekkert erfitt sko.. hehe 

Anna Lóa Svansdóttir, 28.5.2008 kl. 18:35

4 identicon

Hehe nýtt orð: bjórblaut

Hefuru nokkuð misst túbba í gleri?

Binna (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 18:54

5 identicon

Bara láta vita að ein hvítvínflaska var röng sett í hillurnar í morgun, Á næstu dögum mun ég fara yfir myndbandsupptökur og finna skúrkinn, ég er ekki að segja að þú hafir gert þetta en fingraförin þín voru á flöskunni, þannig að þú færð sekt, getur bara borgað mér í reiðuféi á morgun.

trausti (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband