Boney M

Þegar ég vaknaði í morgun þá sagði hinn elskulegi kærastinn minn mér að ég liti út einsog Boney M. .. þannig að ég ákvað í sakleysi mínu að google þetta nafn og þetta er myndin sem kom upp ;

 

boney

 


Ég hef ekki enn ákveðið mig hvað ég segi við Michael þegar hann kemur heim. Kannski þýðir þetta að það sé kominn tími að ég fari í klippingu. Ég lít reyndar út einsog ég sé með hreiður á hausnum þegar ég nenni ekki að greiða það almennilega, og þessa dagana skelli ég því oftast bara í teygju og hugsa um að greiða það verði seinni tíma vandamál Smile

Ég giska á að ég eigi ekki eftir að nenna að klippa það fyrr en það er farið að ná niður á rass og er farið að þvælast fyrir mér þegar ég fer á kamarinn. Þá er komin tími á að losna við taglið.  

 

Anna Lóa letihaus

p.s. Mér hefur tekist að missa 4 glerflöskur af Kalda í gólfið, en af einhverri rusalegri heppni þá brotnaði enginn og eina sem gerðist að það glymraði í allri búðinni. Og bara svona að nefna það, þá var þetta klukkan korter yfir sex á föstudegi.

En annars hef ég ekki enn brotið neitt. Sem betur fer, bíð þó eftir minni fyrstu flösku, sem verður örugglega rándýr rauðvínsflaska. 

p.s.s. Ég get ekki enn sett inn myndir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða sko.. hvað ert þú að skamma mig fyrir að fara í sumarfrí 

Ætlum við eitthvað að hittast í þessu sumarfríi btw???

Sunna (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 09:51

2 Smámynd: Heimsreisa Helgu & Atla

jóó! sakna þín!

var michael ekki að tala um hljómsveitina?, sem líta reyndar öll svipað út..

love!

Heimsreisa Helgu & Atla, 5.6.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband