12.6.2008 | 08:30
Fimmtudagurinn tólfti
Ég er oft mjög hjátrúarfull og því er ég að spá í að hringja mig inn veika í vinnu á morgun. Föstudagurinn þrettándi hefur aldrei og mun aldrei leggjast vel í mig. Ég þakka fyrir að hafa ekki fæðst þrettánda febrúar og ég vona að ég eignist ekki barn þrettánda einhvers mánaðar. Þetta er vandamál, mjög stórt vandamál reyndar. Ég er fáviti, ég veit - en ég held að ég muni gera einhvern skandal af mér í vinnunni á morgun. Ég er eiginlega viss um það. Flöskur munu hrynja í gólfið og fólk verður bjórblautt.
Ég á við annað vandamál að stríða (really). Ég verð blindari með hverjum deginum, það er ég allavegna alveg viss um. Gleraugun eru farin að gera of lítið gagn fyrir mig. Ég tók specially eftir því um daginn þegar ég labbaði í sturtuna með þau á eyrunum. Sá það vel að ég tók ekki eftir því að ég hefði ekki tekið þau af mér. Svo styttist í að ég geti ekki lesið, það verður slæmt. Ætli ég ætti að fá mér svona tvískipt gleraugu? Fyrir fjarsýni og nærsýni? Talandi um að vera alveg skelfilega kúl.
Jæja, best að koma þessum myndum frá mér, fyrst ég finally gat sett þær inn. Það var samt erfitt og tók sinn tíma. Það virkaði sko ekki alltaf og ég var alveg við það að verða bandsjóðandivitlaus við að reyna þetta. En ég náði að setja inn einhverjar myndir, svo vollah.
Fimmtudagurinn 29. maí, þá átti Haddý-in afmæli, til hamingju ...Og skelltum við nokkrar stelpurnar (og 2 karlmenn) á Greifann. Það var étið einsog svín og Haddý tók upp á því að anda inn í servíettu til að smitast ekki af óléttu, haha
Afmælisabarnið fékk svo ís. Reyndar er myndin á hlið en ég nenni bara gjörsamlega engann veginn að snúa henni. Stórefast líka um að myndin vilji þá hlaðast inn á síðuna aftur. En jamm einsog ég segi þá átum við einsog okkur er einum lagið, hehe
Á laugardeginum ætlaði ég svo að fara til Ólafsfjarðar til að fara í siglinguna en nei, þá rigndi svo mikið á Akureyri að ég hætti vð. En reyndar þegar siglingin var að fara þá var komin sól&blíða. Bömmer. En um kvöldið þá var Staffadjamm hjá yndislegu nýju vinnunni minni. Þetta fólk eru svo miklir snillingar, laaaang besta vinna sem ég hef á ævi minni endaði í. Það eru allir svo líbó og allt gengur eins og það á að gera. Kynblandaðir vinnustaðir eru bestir.
Hahaha, Gummi, Gústi og Valli að sýna hversu vænt þeim þykir um hvern annan
Stebbi, Trausti og Jóna fyrir framan Vélsmiðjuna á leiðinni að stinga af á Kaffi Akureyri
Snillingar. Guðrún og Stebbi
Þetta var snilldar kvöld. Hlakka til að djamma með þeim aftur, en það verður stórt staffadjamm 21. júní. En þá koma allar Vínbúðirnar á Norðurlandi og það verður grillað og sprellað
Á sunnudeginum keyrðum við í Fjörðinn fagra og fylgdumst með sumum af sjómannadagsdótinu. Nutum dagsins með fjölskyldunni og löbbuðum aðeins um bæinn og höfðum það gott. Æðislegur dagur ..kannski meira fyrir mig heldur en Michael þar sem ég var ekkert þunn, haha.
Annars var vikan voða fín. Laugardagurinn síðasti fór svo auðvitað í djamm, haha. Dagga hélt upp á afmælið sitt, en hún varð 22ja ára svo í gær, til hamingju ..það var nóg af fólki í partýinu þar sem þeman var Glimmer, það var glimmer allstaðar. Inn í eyrunum á fólki, hárinu, bringunni og bara allstaðar.
Ojj, á þessari mynd sést vel hvað ég varað drekka. En ég var með rauðvínsbros langt upp á kinnar, hahaha, ojj.
Glimmer
Við enduðum svo á Kaffi Ak, hvar annarsstaðar? Þar hitti ég ótrúlega margar og það var svooo gaman. Langt síðan ég var að dansa alveg til kl.4.. en þá fór ég út til að fá mér frískt loft og var þá ekki Eva á rúntinum, svo ég fékk far heim. Ekkert smááá fegin, hehe
hahahahaha, æðislegar .. Kata og Haddý
Haddý fannst sko úber gaman, hahaha
Ógeðsleg mynd, en samt svo fyndin, hehe. Ég og Haukur
Gott kvöld og ég vona að það verði svona gaman um helgina líka
Athugasemdir
hahahha takk fyrir gott djamm sætabaun ;) hehhe vá hvað mér finnst samt eins og ég eigi við VANDAMÁL að stríða á öllum myndunum hehheheheheheheheh en já fólk ætti að eiga afmæli oftar ég gæti t.d átt afmæli 4 sinnum á ári...hef sko EKKERT á móti því
Haddý-in ?? haha (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 11:21
Hahahaha pældu í snillingnum sem fann upp föstudaginn 13. Honum er búið að takast að pirra alla heimsbyggðina (næstum því) með því að fólk heldur að allt klúðrist á þessum degi. FYI þá er þetta meira að segja vitlaus dagur, því að þetta er eitthvað í sambandi við Musterisriddarana sem ég man ekki hvað var, en allavega hefur tímatalinu verið breytt síðan þá sem gerir það að verkum að þetta er 22. einhvers mánaðar (minnir mig) en ekki 13. Þar hefurðu það
Svo held ég að ég ætti að FYLGJA þér í gleraugnabúðina og fá tvískipt gleraugu! Eða þá að þú getur haft alltaf ein í bandi um hálsinn Ég ætla allavega ekki lengur með þér í bíl þar sem þú ert bílstjóri elskan...
Ég ætla að koma í heimsókn og pota í þig á morgun svo þú missir allar flöskurnar
Sunna (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 14:14
Sko ef þú ert blind, hvað er ég þá!!! ég þarf sko að fara að fá mér tvenn sett af gleraugum, ein til að vera með dags daglega og önnur til að lesa...
En við verðum svo að gera eitthvað skemmtilegt um helgina!
Ruth (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 18:57
Haddý : einu sinni las ég sögu um stelpu sem óskaði þess að hún ætti afmæli á hverjum degi og svo eftir einn mánuð þegar hún hafði elst um 30 ár þá skipti hún um skoðun hehe..en ég á alveg skemmtilegri myndir af þér dúllan mín hehe
Sunna : ég elska þig líka, hehe. Ég hef heyrt þessa sögu um að föstudagurinn þrettándi sé bara bull en ég held að hann sé samt sem áður minn óhappa dagur, hehe. Ég neyði þig þá barasta í bíl með mér, noproblemmó
Ruth : Þú ert sko Blind með stóru B-i ..og já við gerum þokkalega eitthvað skemmtilegt um helgina, víí
Anna Lóa Svansdóttir, 12.6.2008 kl. 19:42
Hvernig var svo gærdagurinn? Klúðraðist eitthvað? Ég lofa að hlæja ekk.
Jón S. (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.