25.6.2008 | 21:16
Jæja blogga?
Jæja, best að blogga eitthvað. Þýskaland komið áfram í úrslitin og kallinn sáttur. Mikið búið að vera öskrað og kallað, vona bara að við fáum ekki kvörtunarbréf í gegnum lúguna, hehe
Föstudagurinn 13 gekk bara ágætlega fyrir sig. Ég gerði allavegna engann stórann skandal af mér og slapp í gegnum daginn án þess að meiða mig og aðra. Síðan ég bloggaði síðan hefur annars margt og ekkert gerst. Það er eiginlega bara búið að vera þannig að maður fer í vinnuna, kemur heim og horfir á fótbolta og fer svo að sofa.
Á mánudaginn var kveðjumatur hjá múttu fyrir Sóley og við skelltum okkur þangað og átum einsog ég veit ekki hvað, kemur á óvart .. hehe..svo á fimmtudaginn fór ég með Sóley&Gunnaá Sumarsprell FSA og þar var grillað og brúðuleikhús. Einsog þið getið rétt ýmindað ykkur þá sat ég fremst, tróð í mig pylsum og drakk appelsín með bestu lyst
Og það má audda ekki gleyma að á þriðjudaginn var 17. júní (suprise) og þá fór ég í útskriftarveisluna hjá Kötu Nýstúdínu ..congrats elskan..
Föstudagsmorgun skellti Sóley sér svo útaf Íslandi og skildi mig eftir með köttinn. Hann vælir enn af söknuði. Sophie skiptist á að slá hann í fésið og segja honum að þegja og sleikja hann svo. Strákgreyið veit ekkert við hverjum á að búast við af gellunni og heldur sig oftast einhversstaðar þar sem hann heldur að það sé öruggt. En þetta er allt að koma, núna vælir hann bara næstum alltaf, haha. Hann er búinn sleppa út 3x síðan hann kom hingað og það á örugglega eftir að gerast oftar ..ég er ýkt góð að passa.
Á laugardaginn var svo grill hjá Vínbúð Akureyrar. Við buðum öllum Vínbúðunum á Norðurlandi með og mætingin frá þeim var skelfileg. Ég er að spá í að taka það á mig ..hehe..
Það var algjör snilld. Dýrka þetta fólk sem ég vinn með. Ég söng einsog fábjáni með gellu með vínrauða hárkollu og hún heimtaði að ég dansaði líka, og eins og þið getið giskað á, þá endaði það með ósköpum
En það var voða fjör á okkur. Grillið tókst vel og mitt kjöt bragðaðist allavegna mjööööög vel. Svo var horft á Holland - Rússland þar sem Rússland vann, sem ég held að fæstir hafi búist við. Við skelltum okkur svo í húllahúlla leik, og mitt lið vann jeij. Svo var skellt sér í golf, þar sem ég var glötuð. Hef örugglega alltaf reynt að hitta hina kúluna, hahahaha (if u know what I mean)
Guðrún og Íris sætastar
Gústi og Valli ýkt ánægðir með gjafirnar
Besta fólkið
Á sunnudagskvöldið var Michael minn svo orðinn veikur, kominn með hita og vesen og um nóttina var ég orðin líka veik og fór ekki í vinnuna í tvo daga. Mætti reyndar á þriðjudaginn en var send heim. Það getur verið svo leiðilegt að hanga svona inni og mega ekkert fara út eða neitt. Var sko asskoti fegin að komast út í dag þó mér liði nú ekkert rosalega vel.
Annars er svo bústaður með gellunum frá Ólafsfirði næstu helgi og það verður voða fjör. En ég hef ekkert annað að segja.. Ætla bara að enda þetta á tveim myndum
Einhver búin að setja sápu í gosbrunninn niðrí bæ
Fjörðurinn fagri á sjómannadaginn
Farið svo vel með ykkur elskurnar
Anna Lóa vínbúðar gella
p.s. Ég er komin inn í HA svo ég verð þar í vetur að stunda nám við Viðskiptafræði, víhjúúú
Athugasemdir
Vúhú, komið nýtt blogg :D
Til hamingju með að vera komin í HA!
Ohh, mig langar í grill... alveg glatað að búa í blokk og vera ekki með alvöru svalir til að geta grillað! :S
Ruth (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 21:24
Jei loksins blogg kona... það liðu sko.. margir föstudagar.. held ég.. áður en þú bloggaðir! Allavega einn sko.
Annars til hammó með HA og hlakka til að sjá þig í skúlen.. vonandi sé ég þig samt fyrr hahahahaha
Sunna (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 22:06
víí það verður magnað að sjá þig í skólanum en hey hvernig er það er bara allir úr Gallup að vinna í ÁTVR heheh Bæði Guðrún og Íris....maður verður að koma oftar þarna í vínbúðina...þarf að koma á morgun þannig I sseee jú
P.s er Sálin ekki málið?
Hafdís Huld (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 16:04
vá hvað ég las bloggið vel hehehehe góða skemmtun í bústað á meðan ég verð blindfull í sjallanum
Hafdís (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 16:16
Haddý þú verður að taka þetta sem sign að þú eigir barasta að fá þér líka vinnu þarna, hehe ..en jamm ég er að fara í bústað svo ég er ekki að fara í Sjallann, hefði annars örugglega ekki týmt því, hehe.. þú verður blekuð þar og dansar fyrir mig líka
Anna Lóa Svansdóttir, 26.6.2008 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.