11.7.2008 | 09:24
Föstudagur
Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?
Ég er svo þreytt að það er hrikalegt. Ég meiði mig í augunum, jájá ég veit - ég er auli. Ég er að fara í helgarfrí - btw í fyrsta skiptið síðan ég byrjaði í Vínbúðinni. Við hjúin ætlum að skella okkur í útilegu, og um leið og ég ákvað að fara í útilegu þá versnaði veðurspáin og það á að vera rigning. Lucky me. Ef ég næ að henda upp tjaldinu áður en það byrjar að rigna, þá reddast þetta. Það verður bara kósý stemning í tjaldinu með rauðvín og osta.
Ostar
Nýjasta thing-ið mitt er að éta ritzkex með osti, svona "myglu"osti. Það er svooo gott að ég á bágt.
Annars ætlaði ég bara að blogga svona til að blogga, það er audda ömurlegustu bloggin, haha. En stærsta ástæðan fyrir því að ég er að blogga er að systir mín á afmæli á morgun. Og þar sem hún er stödd einhversstaðar á Álandseyjum og ég verð örugglega ekki í símasambandi á morgun þá ætla ég að óska henni til hamingju með afmæli hérna. Ætla samt að reyna mitt besta að hringja á morgun. Hún er að verða 19 ára kjellingin, alltof gömul sko. Því þá er ég orðin svo gömul
Annars fékk ég frekar skrítna símhringingu í fyrradag. Ég svara í símann af mínu mikla sakleysi og manneskjan á hinum endanum segir : Anna Lóa, mannstu þegar þú, **** og ******* hlupu naktar í kringum húsið.... svo var bara öskrað úr hlátri hinu megin. Alveg hreint skemmtilegt.
Jæja best að fara að klára það sem ég þarf að gera áður en ég fer í vinnuna. Ætla að reyna geta keyrt af stað um leið og ég er búin, víí.
Anna Lóa í útilegu
Við systurnar á góðum tíma - hahahaha
Athugasemdir
Yeah, skemmtu þér í útlegunni. Lykilatriðið er bara að láta eins og það sé alltaf sól og sumar, sama þó það sé smá bleyta eða kuldi - sólin kemur alltaf á endanum !
Jón S. (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 16:14
Vona að þið hafið það kósý í útilegunni! Hvert á annars að fara?
Ruth (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 16:58
ég væri svo til í útileigu í góðu veðri :) en vonandi skemmtið ykkur vel eins og greifarnir :P
Til hamingju með ammælið sóley!
Binna (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 10:56
oooo takk fyrir þetta! :)
mér leið alveg rosalega illa á afmælisdaginn þegar að enginn hringdi í mig hahaha sem var auðvitað svo bara mér að kenna eeeenn hvað um það, gott að vita að einhver var að hugsa um mig og mundi eftir þessu :)
þú notar bara skangusinn í sumar ;)
Sóley Svansdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.