13.7.2008 | 21:47
Sunnudagur
Allt fyrir ástina
Eina sem aldrei nóg er af
Mennirnir elska fórna kveljast
þjást og sakna
Allt fyrir ástina
Sama hvað lífið gæfi mér
ég segði Út með hatrið
inn með ástina
Eina sem aldrei nóg er af
Mennirnir elska fórna kveljast
þjást og sakna
Allt fyrir ástina
Sama hvað lífið gæfi mér
ég segði Út með hatrið
inn með ástina
Ég elska lífið. Það er allt gott. Ég er bara 22ja ára eldgömul og er svo ótrúlega hamingjusöm. Ég er nýkomin úr útilegu, ógeðslega blaut & köld. En þetta var svo þess virði. Túristaðist eins og mófó og var eins og lúði, drullublaut í ullarpeysu. Gerist ekki betra .. núna sit ég heima, bölvandi köttunum og hlustandi á Ágætis Byrjun með Sigur Rós og allt svo gott. Ég veit hvar ég mun búa í vetur og ég veit hvað ég er að fara að gera í vetur. Hvað meira getur maður beðið um? 1. ágúst er dagur til að hlakka til.
Annars bara að segja hæ. Myndir koma fljótlega, lofa (og þeir sem þekkja mig, vita að þegar ég lofa þá lofa ég) ...tók fullt af myndum um helgina og svo frá nektinni í bústaðnum og staffadjammi. Nóg að gera, hehe.
Anna Lóa fröken rigningarblaut
p.s. Binna hvar ertu???? Sakna þín ótrúúúúlega
p.s.s. Hver nennir að laga tölvuna mína?? Phoebe er sko rosalega lasin...............
Athugasemdir
það er nú gott að þú hafir það gott, en ekki bölva köttunum of mikið!! ;)
en já segðu mér, hvað gerist 1. ágúst, hvar muntu búa og hvað ætlaru að gera í vetur? :p ég held að ég viti svarið við öllu en ég vil samt vita!
ooo átti skangus kommentið að vera hérna.. jæja það er þá bara á hinu blogginu
ég ætla líka að henda inn bloggmyndum :D
sóley Svansdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 17:38
Gaman að heyra hvað þú er hamingjusöm
Ykkar var nú saknað fyrir vestan!
sé ykkur svo vonandi um versló
Ruth (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 19:00
ég er í fokkíng norge, en bara 13 daga frá íslandi hehe verður vonandi fljótt að líða, djamm á morgun og hinn og svo bara vinna og lifrarhvíld þangað til ég kem
tölvan mín er eitthvað að gefa upp öndina líka held ég... en já stattu við loforðið um myndir í síðasta lagi með næsta föstudagsbloggi :D
sakna þín, vonandi getum við farið á pallaball þegar ég kem!
Binna (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 21:31
Múahahhahah veistu hvar Palli verður um versló...Á SIGLUFIRÐI híhíhíhí
Hafdís (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 11:53
Ég sakna þín og víí Binna kemur bráðum..
og Hafdís, hvað ætlar aumingja maðurinn að gera á Siglufirði??? HAAHAHA
Sunna (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 12:45
hehe, Pallinn er alltaf á Siglufirði um versló, hver veit hvað það á eiginlega að þýða? Kannski á hann lover þar???
12 dagar - allt að gerast
Anna Lóa Svansdóttir, 17.7.2008 kl. 15:41
Palli verður á laugardagskvöldinu í Sjallanum vonandi verður það bara ekki 16. ára ball....
Ruth (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 20:20
ohh, var núna að skoða aðra síðu og þar stendur að palli verði í KA heimilinu en sálin í sjallanum
Ruth (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 20:25
annaaa!! komdí eyjar, palli verður þar!
miss you og love you
Heimsreisa Helgu & Atla, 17.7.2008 kl. 22:15
Stelpur...rennum við ekki bara til Siglufjarðar og tjöldum??? Ég væri sko til í það, það er ef hann verður á sunnudagskv. ..ég held að það yrði magnað...
Anna Lóa Svansdóttir, 18.7.2008 kl. 13:14
Er ekki auðveldara að spá í hvar Palli verður EKKI??
Sunna (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.