Flöskudagur

Vá hvað ég nenni ekki neinu..það var sko rugl mikið að gera í vinnunni í dag. Ég held að fólk hafi bara fengið kast þegar sólin fór að skína og allir ákváðu að kaupa sér áfengi og fara í útilegu Cool ..get nú reyndar sagt að ég var að sálast úr öfundsýki, hehe. En núna er ég heima, nýbúin að éta mig svo yfirfulla af Fajitas og er að horfa á einhverjar ömurlega mynd í sjónvarpinu. Þið getið ekki ýmindað ykkur hvað þetta er glötuð mynd og samt er ég að horfa á hana. Týpiskt ég, horfandi á einhverjar ömurlegar myndir og get ekki slitið mig frá þeim, hehe.

En thank god þá er þessi mynd búin. Fjúff.

 Á morgun er staffadjamm, víhjúú. Við ákváðum að við yrðum að hafa djamm í júlí líka, þar sem við hittumst í maí, júní og munum hittast í ágúst - alveg bannað að sleppa júlí. 

En ég og Michael minn, skelltum okkur í útilegu síðust helgi og það var algjört æði. Reyndar hefði mátt rigna svona tveim dögum minna Shocking ..það rigndi svo mikið á laugardeginum að ég vaknaði einsog úfin grís (ekki að grísir séu eitthvað hármiklir Joyful) ..en vá hvað hárið á mér var flókið og úfið. Michael vaknaði og fékk vægt áfall, haha. Strákgreyið.

En jamm. Þetta ferðalag okkar byrjaði svona 4tímum seinna en við ætluðum okkur þar sem eitthvað pakk þurfti endilega að fá sér bílskúrshurð sem lendi á vatnsrörunum inn í íbúðina þeirra. Svo það þurfti að redda því eitt tveir og þrjátíu eða þau yrðu vatnslaus yfir helgina. Scheisse-egal sko.

En við komumst þó loxins af stað og keyrðum eins og við værum með djöfulinn á hælunum. Stoppuðum aðeins í Húsavíkinni, svona til að segja hæ og brunuðum svo í Ásbyrgi. Þar var skellt upp tjaldinu, kveikt í grillinu og þokkalega notið lífsins.

P7111385

P7111389

Löbbuðum svo auðvitað aðeins um Ásbyrgið. Hryllilega flottur staður.

Daginn eftir, vorum við vöknuð eldsnemma, ég rauk út og rak hausinn í "fortjaldið" með þeim afleiðingum að rigning næturinnar helltist yfir mig. Ískalt. Ég gólaði aðeins, en snarþagði þegar ég heyrði að fólkið í næsta tjaldið rumskaði. En við skelltum tjaldinu niður, rétt áður en það byrjaði að hellirigna svona. Borðuðum nestið okkar í rigningu, sem var nú aldeilis skemmtilegt. Júlía og Gísli gerðu grín af okkur að vera bara í tjaldi en ekki pro eins og þau með tjaldvagn, eða fellihýsi eða hvað sem þetta heitir allt saman. Iss

Ég náði svo að draga Michael minn upp að Hljóðaklettum þar sem ég reyndi að útskýra allt sem fyrir augum bar. Og gvuuuð minn góður hvað ég vissi ekkert. Gott að ég kann að segja að ég viti ekki eitthvað á þrem tungumálum, haha, þannig að samtölin okkar urðu ekki eins einhæf. Mwahahaha. Besta var samt þegar við vorum að leggja í Hljóðaklettahringinn sem var alveg heilir 2,5 km og það átti að taka svona um 1 klst að labba þennan hring. Mér fannst það nú fáranlega langur tími, en þegar ég gerði mér grein fyrir því að það væru meir líkur á því að ég yrði úti að labba þennan blessaða hring en að ná honum innan klukkustundar, þá ákvað ég að hér með myndi ég hætta að gera grín af túristaskyltum. Það loforð hélt ég í korter.

P7121435

P7121447

Eftir að vera orðin kófsveitt og skítug eftir að labba þennan blessaða hring, þá skelltum við okkur í sund. Sundlaugin sem er þarna er nú meiri brandarinn. 700kr fyrir tvo. Ég held að laugin sé innan við 10 metra löng og heita potturinn tekur tops 4 manneskjur. Og þá er maður með fæturnar upp í klofinu á þeim sem situr á móti manni að handleggina inn í eyrunum á þeim sem situr við hliðin á manni. Lovely. En við náðum að skemmta okkur ágætlega í þessari laug, þrátt fyrir að hálfur skógurinn væri fokin ofan í hana. Best var samt þegar litlir strákar hlustuðu á mig og Michael tala saman og horfðu svo á hvor á annan og sögðu : díses, þetta eru útlendingar Smile

Eftir að hafa þvegið runna og laufblaðshrúguna úr hárinu á mér þá var komin tími til að keyra að Dettifossi. Þangað keyrðum við í skemmtilega mikilli rigningu. En Dettifoss var jafn rosalegur og áður. Maður fær alveg hroll þegar maður sér þennan foss. Maður er eitthvað svo lítill og aumingjalegur við hliðin á honum.  Skil samt ekki hvernig sumir þora að fara alveg út á ystu brún bara til að taka myndir. Ég beið bara eftir að horfa á eftir sumum ofan í fossinn.

P7121465

P7121460

Hjá Dettifossi ákváðum við að éta nestið okkar inn í bíl þar sem það rigndi of mikið til að reyna að éta úti. Það hefur örugglega verið fyndið að horfa á okkur smyrja okkur samloku inn í stóra Fabio, haha. En allavegna þarna ákváðum við að skella okkur barasta til Egilsstaðar og vona innilega að þar skini sólin og allt væri gott. Því nær Egilsstöðum við komum því meira rigndi. Michael svaf reyndar mest alla leiðina - ekki að hann hafi misst af miklu. Lava, lava, lava, über all nür lava.  En agalega er fallegt þarna fyrir austan.

Við skelltum upp tjaldinu okkar í Hallormstaðaskógi, í rigningu - auðvitað, hvað annað?  En við fundum smá blett undir einu tré þar sem við kveiktum í grillinu okkar og þar átum við með bestu lyst. Vorum svo reyndar sofnuð eeeeldsnemma. Ekki mikið fyrir mann að gera þegar það rignir svona viðurstyggilega mikið. 

P7131472

Eftir 12 eða 13 tíma svefn vöknuðum við svo á sunnudeginum og fengum áfall: það var sól. Ekki mikil reyndar, en hún gægðist þó á milli skýjanna og lét sjá sig. Það lifnaði alveg yfir manni og maður varð allur einhvern veginn léttari Tounge

Keyrðum reyndar svo bara fljótlega heim. Leikum okkur fyrst aðeins eins og fífl í klettunum og í sjónum. Svo var farið í sund á Egilstöðum þar sem ég kastaði bolta í hausinn á fimm ára krakka og synti á gamlann kall. Þegar við vorum að keyra heim þá stoppuðum við nokkrum sinnum til að taka myndir og vera aðeins túristaleg.

P7131487

P7131482

Við stoppuðum svo líka á Húsavík og fórum út að borða með Atla, Helgu og Christian. Voða gott Grin

Núna held ég samt að það sé komið nóg af þessu, ég vaknaði og borðaði cocoa puffs - bloggi. Ég og Michael erum að fara að flytja enn einu sinni. Great man. Næsta location er Drekagil, þar sem við munum búa í 3ja herbergja íbúð næsta ár. Árið eftir það vona ég svo að við munum ekki vera á landinu, en hver veit hvað gerist. En first of all er að vona að mér muni líka Viðskiptafræðin í HA. Ég held að ég eigi eftir að standa mig, en ég vona svo að mér eigi eftir að finnast þetta skemmtilegt. Bitte, bitte, biiiitteeeeee.

Næst  á dagskrá er svo að ákveða hvar ég á að vera um jólin. Er búin að fá rosalega gott tilboð til að fara til Þýskalands með Michael. En svo er spurningin hvort það sé skynsamlegra að vera eftir heima og vinna eins og fáviti og eignast smá peninga. 

Njóta lífsins og vera ungur - eða vinna og vera skynsamur

Vá hvað ég vil velja fyrri kostin. Þeir sem þekkja mig vita að ég er nú ekki sú skynsamasta í bransanum, hehe. Vel fjör yfir margt annað. En þegar ég þarf að vera skynsöm þá er ég það. En þetta er mjög erfitt val fyrir mig.

Hard, hard - hard

En well. Ég er þó búin að koma einhverju magni af myndum og röfli frá mér í bili og það er enn föstudagur. Jeij.

11 dagar

Anna Lóa sem getur ekki valið

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér  finnst nú agalega gaman þegar það er blogg þar sem er bara þulið upp hvað þið voruð að gera, þar sem ég er alltof léleg að hringja bara til að spjalla

en mér finnst að þú eigir bara að skella þér út um jólin.. þar sem ég held að þú tímir því alveg að missa af jólunum heima og ef þú ferð ekki áttu bara eftir að sakna Michaels öll jólin! Svo drífðu þig að kaupa miða áður en það verður of seint

Hlakka svo til að sjá þig versló... vona allavega að ég komi.. held að ég sé að fara að koma ein og veit ekki alveg hvort að ég vilji keyra ein til Akureyrar en það verður bara að koma í ljós

Ruth (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 00:41

2 identicon

hahahahahha fyndið blogg;) en vá hvað ég skil þennan valkvíða;) er viss um að þú heyrir söguna frá Sunnu;) híhí

Hafdís Huld (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 11:56

3 identicon

Haha valkvíði .. hræðilegt fyrirbæri! En þúst.. uppblásin dýna vs. jólin í Þýskalandi.. hmm.. hvað ætli Anna Lóa verði lengi að ákveða sig??

 En Lúlú mín, hvar fannstu sjó á Egilsstöðum???  Bara að spá...

Sunna (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 16:15

4 Smámynd: Anna Lóa Svansdóttir

Hmm..sjór á Egilstöðum? góð spurning, hehe... En hvað er kemur uppblásin dýna jólununum og valkvíðanum mínum við???

Ruth - þið verðið að koma til Ak um versló og þá bæði... punktur!

Hvað ætli Haddý hafi nú gert af sér

Anna Lóa Svansdóttir, 19.7.2008 kl. 16:37

5 identicon

Gott blogg, góðir túristar

5 dagar - bara 2 vinnudagar, sweeet =)

en aaaaaauðvitað njóta lífsins og vera ungur :) mar gæti dáið hvenær sem er, you never know ;) 

Binna (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 20:32

6 identicon

hvernig i helvitinu a eg ad vita hvad er i gangi a islandi ef thu bloggar ekki kona!

og sendu mer myndir a gmailid mitt.. eg er ad deeeyja ur spenningi!

Soley (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband