Mánudagur 1. september

Jæja núna byrjar nýr mánuður og ég hef ákveðið að hér með byrjar nýjir tímar. Ætla að hætta öllu (eða næstum) þessu bulli og einbeita mér að því að vera hamingjusöm og njóta lífsins. Inn á milli ætla ég svo að reyna að vera dugleg í skólanum Cool ..hljómar allt eins og ég eigi eftir að brjóta þessar lífsreglur mínar fyrir hádegi á morgun!

En yfir í stórskemmtilegan atburð sem átti sér stað í dag. En það var þannig að ég lá í mínum mestu makindum upp í rúmi og las blað þegar síminn minn hringir. Ég í mesta sakleysi svara;

Ég : Halló

Stelpan hinu megin : Já er þetta Anna Lóa

Ég : Já *hugsandi hvur fjárinn*

Stelpan : Sæl, ***** heiti ég og er að hringja hérna frá ($(%"$Y/&"   *einhverju sem ég ómögulega heyrði*

Ég : ööö...okeeiii..

Stelpan : ég var að velta fyrir mér hvort ég mætti ekki lesa eitthvað fallegt fyrir þig úr biblíunni

Ég : haaaaaaa? *hækkaði róminn ísskyggilega mikið*

Stelpan : já mig langar að lesa úr bíblíunni fyrir þig

Ég : veistu, NEI

Stelpan : jæja, allt í lagi, takk bless

 

Alveg hreint bráðskemmtileg lífsreynsla. 

Ég er að spá í að hætta að svara símanúmerum sem ég þekki ekki. Lendi alltaf í einhverju svona rugli, síðast var það gaur sem hringdi á sunnudagsmorgni um kl.6 og vildi endilega tjá mig um það að hann væri að farast úr greddu í mig og hvort hann mætti ekki kíkja í Hlíðargötuna til mín. Ég hélt nú ekki. 

*Hrollur*

P8011465

Tekinn hinu megin í Eyjafirði á föstudeginum í versló

 

Annars var helgin bara ágæt, uppfull af drama og veseni. En asskoti skemmti ég mér nú á laugardaginn. Ég var komin niður í bæ fyrir allar aldir (a.k.a. kl.20) og horfði á Hjaltalín spila í göngugötunni - þau voru nú mun betri en ég hélt. Svo var horft á Bubba góla í gilinu og Kaffi Karólína bauð bjór á 350kr, ekki amalegt það. Eftir að Bubbi hafði gólað í of stuttan tíma lá leið mín með Hönnu og Rögnu á Kaffi Akureyri, þar sem Einar Ágúst söng & glymraði á gítar. Ég dýrka svona gítarstemningu á djamminu.  Asskoti gott kvöld bara í flesta staði Smile

P7261425 

Tekinn á Mærudögunum áí Húsavík

 

Annars er skólinn bara byrjaður á fullu. Vika 2 hafin og ég á ekki enn allar bækurnar - sauðhaus! Redda þessu á morgun býst ég við, eða hinn, já okei allavegna fyrir helgi. Ég skrapp niður í Eymundsson og verslaði þar stærðfræðibókina sem kostaði 7500kall og ég var svo miður mín að ég lét hana nægja í bili. 

Ég er samt svo að dýrka þessa stærðfræði. Það er gaman að vera að gera eitthvað sem manni finnst létt og kann að gera eftir að hafa tekið 21 einingu í framhaldsskóla og 15 einingar af þeim voru hard work

En vá hvað skólinn byrjaði nú alveg hrein frábærlega. Fyrsti nýnemadagurinn var á miðvikudegi og þá enduðum við í Viðskiptafræðinni á Greifanum og svo bjór á Amor. Á fimmtudeginum var það strikið, sem ég reyndar mætti ekki á. Og svo á föstudeginum vorum við keyrð upp í Kjarnaskóg þar sem við sprelluðum - edrú - í einhverja tíma, áður en við fengum pylsur og bjór.

Á mánudeginum eftir var svo loxins skólinn byrjaður og þá vorum við bara tekinn í þurrt rassgatið strax kl.08:10 um morguninn. Ég fékk alveg svona : shit, hvað er ég búin að koma mér í

Allavegna byrjar Háskólinn með bjór! Ég veit nú ekki hvort það sé eitthvað sniðugt.

P8021496

Eftir vinnu í Vínbúðinni á laugardeginum í Versló 

 

Það sem er næst á dagskrá hjá Lóu litlu er að klára að koma mér fyrir í nýju íbúðinni (Drekagil 21), hitta Ruth þegar hún kemur til Ak um helgina og svo er það mjög líklega Reykjavík 18. september.

Hahaha, já ég verð að segja ykkur frá því að ég er loxins búin að horfa á Næturvaktina. Ekki nema svona ári of seint og því er ég komin með þessa blessuðu frasa já sæll og  fínt og hva, öll ljós kveikt en enginn heima?  og auðvitað bara sæææææææll alveg heilu ári á eftir öllum hinum. 

Daníel, ég heiti DANÍEL en ekki Samúel

Ég hef alltaf verið þekkt fyrir að vera alltaf svona new í öllu Woundering 

Er þetta ekki annars komið gott svona í bili? Ég er enn að bíða eftir að gamli bloggandinn komi yfir mig, hann er aðeins farin að láta á sér kræla Smile

Anna Lóa sem langar út að hitta fólk

p.s. ef þig langar alveg hreint rosalega að hlusta á unaðslega tóna þá mæli ég með 

  • Sigur Rós - Inn í mér syngur vitleysingur
  • Megas - Ástarsaga
P7261429
Ragna, ég og Atli á Mærudögum á Húsavík

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohh, hlakka svo til að koma norður ;) tökum gott spjalla þá!!!

og um að gera að njóta lífsins eins og hægt, ekki að vera að standa í einhverju rugli

talandi um skólabækur, þetta er ekki smá mikið peningarblokk.. ekki nóg með hvað hvert stykki er dýrt, heldur er líka passa að skipta um bækurnar nógu ört svo maður getur ekki selt nema helmingin og þarf alltaf að kaupa að minnsta kosti eina nýja bók, alveg glatað... þarf einmitt að fara að versla mér tvær nýjar á morgun :S 

Ruth (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 21:50

2 identicon

Ví loksins fínt blogg hjá þér.

Og HAHAHAHAAH gott hjá þér að horfa á Næturvaktina.. hefði reyndar getað brjálast þegar við vorum nýbúin að horfa á þetta og Elmar var með "já sææææll" á heilanum ALLAN daginn. Það er nú ekki gaman. 

Og já, líka Megas: Tvær stjörnur. Það er frábært. 

Sunna (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 15:38

3 identicon

Afhverju fæ ég aldrei svona skemmtileg símtöl?? hehe :)

og þessir næturvaktar frasar eru OLD anna! haha ;)

Sigrún Erla (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 22:24

4 identicon

oj hvad ég hata þetta: já sææællll dæmi... en góð mynd fra grillingunni hættulegu, úff man ennþá hvad þessi brekka var hrikaleg :)

Binna (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 11:04

5 identicon

Ég myndi vilja láta lesa biblíuna fyrir mig. Ég myndi síðan labba inná klósett og gera mín stykki! Svo sturta niður.. Ahhh.. ímyndaðu þér að vera að lesa eitthvað heilagt eins og biblíuna fyrir einhvern vitleysing í símann og heyra svo bara rembingin, blúbbsið og þegar hann sturtar niður.

 Væri AWESOME.

Jón S. (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 23:43

6 identicon

Annaaaa! missmissmissjú! vildi óska að það væri enþá sumar, og bara tjill í sólinni um helgar í útilegum.. við fórum í enga saman í sumar!

Atli steinn (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 18:10

7 identicon

og með þessar bækur, iss, no worries! ég á bara eina og held ég kaupi ekki fleiri, oftast nota ég þær varla, mér finnst ég sjaldan þurfa að nota þær og svo eru þær allar á ensku og ég skil ekki orð!

Atli steinn (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 18:12

8 identicon

Nýtt blogg, Commmmmoooon !

Jón S. (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband