9.9.2008 | 07:46
Ekki minn dagur!!
Þetta blogg var skrifað í gær, en vegna netvandamála þá gat ég ekki sett það inn fyrr en núna!!
Stundum held ég að ég hafi verið rosalega óþekk í fyrra lífi þar sem ég get verið svo skelfilega óheppin í þessu lífi. Nema ég sé bara svona vond yfir höfuð og karman sé að láta mig borga
What goes around, comes around
En sem sagt, fyrir næstum tveim vikum þá var ég í mínu mesta sakleysi að læra heima í stærðfræði og er með opið út á svalir vegna hita. Sophie mín er bara eitthvað að leika sér og voða fjör. Svo allt í einu þá lít ég út á svalir og engin Sophie. Hvert hún hefur farið eða hvernig, er mér dulin ráðgáta. Allavegna þá er ég ekki búin að sjá hana síðan, fyrr en í gær þá hringir Guðrún mín í mig. Þá er hún á bílastæðinu og sér Sophie undir einum bílnum. Svo ég rýk út og næ í greyið, sem er grindhorað, skítugt og dauðhrætt. Ég kem með hana inní íbúðina og hún sturlast fyrir framan matardallinn sinn þar sem hann var tómur og ég átti engann mat handa henni. En við redduðum því og hún var í fanginu á mér allt kvöldið. Ég gat ekki lagt hana frá mér því þá vældi hún og vældi.
En þá kemur að því góða. Í morgun var ég í eyðu frá 10-12.35 og ákveð að fara með greyið til dýralæknis, svona til að ath hvort hún sé í lagi. Hvort maginn sé ónýtur eftir að hafa verið að éta steina í tvær vikur. Ég tek hana með mér út, sest upp í Fabio og starta bílnum.
En þá vill Fabio bara ekki í gang, great!
Eftir nokkrar tilraunir þá fer ég út úr bílnum, en skil lyklana eftir í raufinni og loka hurðinni og þá gerist það - bílinn læsist! ..Ég hélt að það ætti ekki að vera hægt, að bílinn læsist þegar lyklarnir eru í raufinni. En þá varð mín bara að hlaupa upp og ná í varalyklana og opna bílinn. Ég sest í bílstjórasætið og fer að spá hvað í fjáranum bændur skulu nú gera. Þá tek ég eftir því að þegar ég tek lykilinn úr raufinni þá eru græjurnar samt í gangi.
Hvernig í fjáranum það getur gerst, er avleg ofar mínum skilningi.
Svo núna held ég að Fabio sé barasta andsetinn og hafi verið með tónlistarparý í alla nótt og sé því rafmagnslaus.
Ég ætla allavegna að vona að hann sé rafmagnslaus því þá get ég allavegna reddað því í kvöld, en annars þarf ég að koma honum á verkstæði og ég hef hvorgi tíma né nenn í eitthvað svoleiðis kjaftæði.
Baaaaaaahhh!¨
Annars hef ég verið dugleg að láta bjóða mér í mat síðustu daga, ég meina girl gotta do what girl gotta do! Guðrún bauð mér í kjúklingabringur mmmm og svo mætti ég í grill á föstudaginn þar sem mér var sagt að yrði grillaðar alisvínakjúklingafætur með nepölskum truflusveppum og slátri.
Lostæti
Svo verður maður mannanna í Sjallanum á laugardaginn næsta og þar ætla ég að gera innrás sem menn munu seint gleyma. Ég hef staðið mig vel í því síðustu ár, allavegna man fólk ennþá eftir Cocoa Puffs atvikinu !
Anna Lóa lökkí bastard
p.s. hann sem getur giskað úr hvaða lagið þetta er (bannað að gúgla), hann fær verðlaun!
Minn besti vinur hverju sem dynur
Ég kyngi tári og anda hári
Illum látum, í faðmi grátum
Þegar að við hittumst
Þegar að við kyssumst
Varirnar brenndu, höldumst í hendur
Athugasemdir
Inni í mér syngur vitleysingur....Sigur Rós, klárlega.
víj ég vinn. haha.
´
Fabio er klárlega andsetinn. Trúi engu öðru.
Þú ert alltaf svo heppin.
Vona að Sophie sé að braggast greyið.
Kata (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 13:44
Dugleg Kata. Ég er stollt af þér. Var reyndar að vona að það myndi enginn vita þetta, en well
Svo kom Gunni að hjálpa mér með Fabio í gær, en þá rauk hann í gang og einsog ekkert væri. Þannig að ég hélt að hann væri búin að redda sér, en nope, hann fór ekki í gang í morgun
Anna Lóa Svansdóttir, 9.9.2008 kl. 15:15
Haha, en hvað það er fúlt að missa af næsta kókópuffsatriði =)
er ekki annars bara gott að frétta?
Jenný (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 15:46
kókó hvað?
en vá hvað ég er ánægð að heyra að Sophie greyið sé í lagi, ég var með þvílíkar áhyggjur af greyinu!
viltu þá ekki barasta bjóða mér í mat? ég á 0 pening eftir allar þessar útanlandsferðir og get því ekki einu sinni keypt mjólk út á seríjosið mitt!
Sóley (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 10:03
Seríós í hádeginu, súrmjólk á kvöldin....
peningaleysi segið þið ... hmm haha
Kata (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 12:53
Það er nú bara fyndið hvað þú lendir í hehe
Steffy (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 13:01
Hrakfallabálkur - fjúff
En ég sá þig áðan, krúsandi um á Fabio - veit samt ekki hvort þú vinkaðir eða klóraðir þér í kollinum þegar þú keyrðir framhjá mér haha
en yeee.. be cool stay in school.
Jón S. (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 13:35
Ég hata peninga jafn mikið og ég elska þá
Jón minn, ég held að þú þurfir ný gleraugu þar sem ég hef ekki keyrt Fabio alla vikuna. Hann er enn í fýlu og rafmagnslaus út á plani, svo ég hef ekki verið að klóra mér í hausnum né veifa þér
Anna Lóa Svansdóttir, 11.9.2008 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.