Flöskudagur

Vá hvað ég kann ekki að sofa út, fór að sofa um 1 og hugsaði auðvitað hvað ég ætlaði þokkalega að sofa til hádegis, en neibb. Vaknaði fyrst 6.57! Alveg skelfilegt, er að spá í að kenna kettinum um þetta.

Ég fór til Tannsa í dag og það var svona bráðskemmtilegt, kostaði annan handleggin og hægri fótinn fyrir neðan hné. Algjört morð, en ég get svo sem ekkert kvartað þar sem ég borgaði ekki Woundering ..takk elsku mamma Kissing ..Ég hef sko ekki farið til tannlæknis síðan á Eiðum '73

Hann tók myndband úr kjaftinum á mér of frísaði svo á einni myndinni til að sýna mér eitthvað, alveg hreinn unaður, úff. Hann sagði að ég yrði að koma á svona 1 og 1/2 árs fresti því það væri nú ekki gefið að vera með svona fínar og góðar tennur Smile

Svo kom Gunni Mó eins og lifesafer á SAAB-num og gaf Fabio smá rafmagn og hann rauk í gang, svo ég skellti mér á rúntinn og gaf bílnum smá líf. Ég er ekki frá því að Fabio hafi brosað yfir þessu öllu saman.

Mamma vildi samt taka mig með sér í sveitina um helgina og ég afþakkaði það, því ég veit að Páll nokkur Óskar er að bíða eftir mér, komin með frímiða og alles. Stelpan kann þetta. Og svo er ég að spá í að fara með stelpunum á smá gítarglamr á Kaffi Akureyri á eftir. Svo er leikur leikanna í fyrramálið Shocking

Þannig að það er nóóóg að gera á þessu heimili, en ég er rokin að horfa á fréttirnar. Vínbúðin enn einu sinni mætt í fréttirnar,  gjörsamlega allt að gerast Whistling ..tjékk it át krakkar..

Anna Lóa sem lærði yfir sig í gær

08.02.07 107

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki amalegt að vera með frímiða eins og ég ;)

Viðar Svansson (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 21:41

2 identicon

Hahahah góð mynd

Sunna (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 20:03

3 identicon

Hey ! Það voru einhverjir að tala um Vínbúðina í skólanum í dag ! .. fólk er að taka ykkar stöðu, það er á hreinu og beinu. :-)

 Anyhoo - flott mynd, víj.

Jón Sindri (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 15:15

4 identicon

Takk fyrir góða helgi!!! :D Hlakka svo til að fá þig í heimsókn til Reykjavíkur

Ruth (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband