16.9.2008 | 15:29
Fólk er fífl
Ég fór í skólann eftir hádegi eins og vanalega og þegar ég gekk inn á hið bráðskemmtilega bílastæði hérna við Háskólann á Akureyri þá tók ég eftir því að það voru bílar lagðir svona 3 í lest, þannig að það var búið að festa miðju bílinn inni. Þetta hefði kannski verið skiljanlegt ef þetta hefðu verið einhverjir að gera at í vini sínum, en málið er að öll lengjan sem er allavegna 10 bílar hlið við hlið voru lagt svona.
Veit ekki hversu vel myndin sýnir þetta en þetta er svo vitlaust. Hehe, mér finnst líka fyndið að þetta er fólk í háskóla sem er að gera þetta. Ég hefði örugglega fengið vægt kast ef bílinn minn hefði staðið inn í miðjunni og ég ekki komist neitt.
Og svo er þetta með þennan gaur sem hringir og kallar út allt slökkviliðið! Ég meina halló, gat enga skýringu gefið á athæfi sínu og ég veit ekki hvað. Sauðhaus, með meiru (sjá link neðst).
En annars var helgin mjööög góð, vil ekki fara neitt nánar út í hana ..fengi örugglega mínus í kladdan frá æðri völdunum, hehe. En myndir eru á Facebook sem og MySpace, tjékk it át gæs.
Anna Lóa letihaugur
Handtekinn vegna gabbs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er svo týpískt íslenskt. Íslendingar eru agalausir upp til hópa þegar kemur að umferðarmálum... kannski eru þetta einhverjir útlendingar líka ég veit það ekki en svona er mjög ...MJÖG ÍSENSKT!
sjá: http://www.islandssidan.se/foto/íslendingur (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 16:10
Vá hvað ég hefði verið pirruð ef ég hefði verið lokuð svona inni :)
Labbaru í skólann?
Jenný (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 16:48
þetta er algjör snilldar síða, þessi sænska og þá sérstaklega þessi partur : http://www.islandssidan.se/foto/bil.htm
En Jenný, ég labba alltaf í skólann, bæði af því að maður hefur gott að því, svo er það fljótlegra en að keyra og svo er Fabio ennþá í fýlu og fer ekki í gang hehe
Anna Lóa Svansdóttir, 16.9.2008 kl. 16:50
Shiiiitt - ég yrði kreisí ef bílinn minn væri læstur svona inni. Myndi sko taka nett barnalegt frekjukast og skemma hina bílana, bara af því ! Samt svona áááán djóks. Djíís.
Já það er nú ekki mjög langt að rölta ;-) hva, 8mín?
Jón Sindri (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.