Mánudagur - fojj

Mánudagar eru uppáhald - NOT! Ég er bara örsjaldan yfir önnina í skólanum til 4 og það þarf þá að vera á mánudögum. Dísús. 8-16 *gubb* ..maður er ekkert vanur þessu Pinch ..enda kannski ekki furða að í tímanum sem er frá hálf 3 til 4 er tíminn sem ég er búin að sofna í. Veeeel gert! Það var reyndar alveg skelfilega vandræðalegt, sit eiginlega fremst svo ég gat ekki verið meira fyrir augunum á kennaranum og ég steinsofna. Hrekk svo upp við það að ég fæ högg á öxlina og heyri kennarann segja : jæja eigum við ekki að taka frímó svo þessi geti fengið sér kaffibolla og horfir svona frekar illilega á mig.

Alveg hreint bráðskemmtilega vandræðalegt. 

Á föstudaginn fór ég til Ólafsfjarðar með Sóley & Martin og var komin þangað svo eitursnemma að það var agalegt. Nýtti tímann meðan Sóley keyrði út í skurð að taka stærðfræði próf á netinu sem ég btw brilleraði á Cool  ..svo var étið þangað til það bara komst ómögulega meir fyrir í bumbus, bara svona eins og vanalega þegar maður fer í mat til þeirra hjóna. 

 

130908 044

 

Þótt ótrúlegt sé þá endaði maður á skrallinu á föstudagskvöldinu, alveg hreint ótrúlegt Halo ..reyndi eftir minni bestu getu að vera samt frekar róleg og það gekk svona ágætlega, þó ég segi sjálf frá. Michael kom svo með flugi á laugardeginum og mér tókst að gleyma sækja hann Shocking ..hann var svo kominn hálfa leiðina inn í bæinn þegar ég finally komst brunandi út á flugvöll. Enn og aftur, vel gert Anna Lóa!! Fæ alveg stóran plús í kladdann Whistling, ekki að það hafi verið eini plúsinn í kladdann sem ég fékk þessa helgina þar sem mér tókst að brjóta rauðvínsflösku í bílinn hennar Sóley Undecided ..þetta er greinilega búin að vera hreint frábær vika til að vera ég!!! 

n511060021 4193327 7906

 

 En annars er bara voða fínt að frétta. Er búin að sjálfkjósa mig í skemmtistjórn bekkjarins, hehe og er búin að plana partý næsta föstudag þar sem planið er að troða þessum blessaða bekk aðeins saman. Ég er komin með laaaangan lista af skemmtiatriðum sem ég ætla að standa fyrir - RIGHT! Það er einmitt svoooooo ég, hahahaha. En jú, þetta verður vonandi voða gaman, kominn tími til að maður kynnist eitthvað af þessu fólki sem maður er með í bekk. Vantar alveg svona busun eins og var í Sjúkraþjálfuninni Happy

Ég er svo búin að horfa á 3 Star Wars myndir. Já ég sagði þrjú stykki af Star Wars og ég er viss um að nördastuðullinn minn hafi hækkað um þónokkur stig við það. Og versta er að mér finnst gaman að horfa á þetta Blush ..hehe..

En best að hypja sig aftur í skólann Angry

Anna Lóa nörd með meiru

130908 035

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrstur omg !!!

Þórólfur (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 12:20

2 identicon

Þú ert nú meira nördið Anna Lóa...... að þér finnist star wars í alvörunni skemmtilegt.. hehe en það er samt alltaf jafn skemmtilegt að lesa bloggin þín

KV Guðrún ;)

Guðrún Þorsteins (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 17:15

3 identicon

star wars er bara snilld, þú verður svo að horfa á síðustu þrjár myndirnar, (sem eru reyndar fyrstu þrjár) og þá býð ég þig velkomin í nörda klúbbinn

Vitleysingurinn (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband