2.10.2008 | 13:01
Sælar
Eigum við að fá okkur gott í kroppinn?
Ég var í mínu mesta sakleysi að labba í skólann í morgun, flaug ekki nema þrisvar á hausinn í hálkunni og fékk snjóslappsskvettu yfir mig frá tveim bílum. Svo þegar ég hélt að ástandið gæti ekki versnað þá labbaði ég frammúr tveim strákum, sem voru nú ekki mikið eldri en tólf ára og annar kastar snjó í hnakkann á mér. Þá var mér nú ekki skemmt svo ég sneri mér við á punktinum og dúkkaði strákgerpinu á kaf í snjóinn, vini hans varð svo um að það varð gulur snjórinn fyrir neðan hann! Ég gekk svo í burtu svo spígspert af stollti að fólk gæti haldið að ég hafi fengið heilan ljósastaur upp í boruna.
Annars gengur lífið hjá gömlu sinn vanagang. Er síkafnandi úr leti, hori og þreytu. Ég held að við mannfólkið ættum að ná þeim eiginleika að leggjast í dvala. Til dæmis núna þegar vetrarþunglyndið er að leggjast yfir mann með öllum þessum kulda og blauta snjó, þá væri gott að geta bara lagst í dvala og sofið í mánuð eða svo. Svo vaknar maður endurnærður og getur tekið á amstri dagsins af fullum krafti, brillerað í skólanum og kannski nennt að gera eitthvað eftir skóla. Ég er mikið að spá í að nefna þetta undir nefnd, stóra spurningin er bara hverjir ætli séu í þessari nefnd? Ef það eru sömu fávitarnir og eru að sjá um fjármál Íslands þá neita ég að tala við þá, bý barasta til mína eigin nefnd!
Ætli það sé hægt að stofna svona trúarhóp? Fólk sem trúir því að mannfólkið geti lagst í dvala og lifað betra lífi fyrir því? Ég held að ég verði að leggjast mikið í það skoða þetta mál. Ég mun halda ykkur uppdeituðu yfir gangi mála!
Svo að þessari kreppu sem er að ganga yfir landið. Ég ásamt fólki á mínum aldri er kynslóðin sem á eftir að lenda í því að bjarga Íslandi frá þessum volæðum og ég spyr bara; hvernig í fjáranum eigum við að fara að því þegar við getum ekki einu sinni fjármagnað nám okkar??? Maður á varla fyrir borunni á sér, vegna ástandsins og svo eru þessir menn sem standa þarna efstir, sitjandi á fjármunum sínum sem þeir hafa stolið héðan og þaðan, eins og geitur á gulli!!! Fojjjjj...
Ég held að því fleira fólki ég kynnist því betur kynnist ég sjálfri mér. Það sem ég hélt að væri alveg normal er kannski frekar ónormal í augum almenningsins. Ég Ólafsfirðingurinn var totally ekki að gera mér grein fyrir því að ég væri svona absúrd.
- Þegar ég borða þá stappa ég öllu saman í einn mauk, svo maturinn lítur einna mest út eins og æla á disknum.
- Ég smyr smjör með teskeið
- Ég borða ekki ávexti eða grænmeti nema í undatekningaratriðum (svo sem appelsínu, jarðaber, kíví, aspas, baunir, sveppi og ekki má gleyma vodka-eplum)
- Ég er mjög fóbíu fyrir hári. Ég get alveg drepið geitunga og fangað köngulær, en ef ég sé hár einhversstaðar þar sem það á ekki að vera það fæ ég flog. Verst er í sundi þegar hár kemur syndandi til mín, þá er ég oftast fljótt að stökkva upp úr eða busla hárinu í burtu sem og vatninu úr hálfri sundlauginni
- Ég sef ekki með kodda. Skiptir engu þó að koddinn sé bara koddaver, ég fæ hálsríg.
- Ég er á móti því að taka leigubíl, en þegi þó ef einhver annar borgar hann
- Ég er á móti því að fara í bíó. Læt mig þó hafa það í Reykjavík þegar bíósalirnir eru skömminni skárri en þetta rusl hérna á Akureyri, en ekki að ræða það að borga meira en 800kall!
- Ég er hrædd við hunda og eiginlega flest öll dýr sem ég get ekki drepið með því að berja það með dagblaði eða stíga á það.
- Ég er stelpa en á ekki málningardót. Ég á einn maskara en ég veit ekki einu sinni hvar hann er. Sama er að segja um skarpgripi, ég geng aldrei með þá og er ekki með göt í eyrunum
- Ég hata Reykjavík og flest allt sem tengist henni
- Ég drekk ekki glyðrugos
Eins og Binna segir þá gæti ég ekki verið meira ekki í lagi þar sem ég er frá Ólafsfirði, ég er örvhent OG ég nota gleraugu. Ég bara átti aldrei neinn sjéns, er það?
Svo er víst sprellmót hjá Háskólanum á morgun þar sem búið er að skrá mig í Skotboðhlaup, sem verður nú eitthvað skrautlegt. Sprellið mun byrja á hádegi og enda þegar fólk hefur skrallað yfir sig.
Anna Lóa sem hatar kreppuna
Athugasemdir
Hæhæ skvís mer líst vel á þetta með það að leggjast í dval væri alveg til í það.
En já þú hefur nú alltaf verið pínu skrítin en ég held að það gerir þig bara að þessari frábæri mannekju sem þú ert
Steffy (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 13:24
Hahaha magnað hjá þér að kaffæra stráknum, átti það totally skilið!
En já helvítis kreppa.. hata hana líka, þar sem ég fæ námslán frá íslandi og gengið gæti varla verið verra...
Væri til í skotboðhlaup, allavega skemmtilegra en venjulegt boðhlaup
En þú ert nú ótrúlega ágæt þrátt fyrir að vera ólafsfirðingur, örvhent OG með gleraugu
Binna (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 13:24
Þetta var skemmtilegt blogg! smyrðu smjör með teskeið? hahah hvernig ?!?! Já ég hélt að þú værir ein eðlilegasta manneskja sem ég þekkti, en greinilega ekki! haha ;)
Atli Þór (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 14:38
Ég skal kenna þér það einn daginn Atli minn að smyrja með teskeið, það er alveg ótrúlega þægilegt.
Eftir að ég póstaði þessu bloggi þá fór ég að muna eftir fleiru og fleiru sem ég hef fengið að vita að sé eitthvað skrýtið við mig, eins og að ég borða ekki rjóma og þar af leiðandi ét ég aldrei kökur!
Svo hef ég aldrei smakkað Twix, Mars, Snickers, Bounty eða neitt af því rusli...!
Anna Lóa (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 14:43
Heyrðu sko.. þótt þú sért pínu skrýtin elskan:) Þá værirðu ekki Lúlú eða Kleina ef þú værir ekki svona. Þannig að það er barasta í fína lagi með þig ástin
Sunna (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 15:32
Aldrei smakkað mars eða twix?! Þú ert skrýtnari en ég hélt Anna mín... og aldrei farið í rússibana, væri gott að sameina það ... mmm mars og rússíbani =)
Binna (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 15:35
Ég hef bara farið í rússíbana í Tívólíinu í Danmörku en það er örugglega eins og að segja að ég haf farið á sólarströnd í Þýskalandi og skoðað sjóinn á Egilstöðum
Anna Lóa (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 15:47
af þessum atriðum.. hed ég að það séu bara 2 sem ég geri sem þú gerir ekki.. við erum víst bara svona skrítnir Ólafsfirðingar.. eða bara úr skrítinni fjölskyldu.. ég held að ég skjóti á það seinna!
og það að smyrja smjör með teskeið er best, það er ekki hægt að smyrja með hníf *fuss*
en hvað er annars glyðrugos?
Sóley lil sis (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 17:07
þú alveg eðlileg góða mín, bara utan að landi, og það er best að smyrja smjör með teskeið, allavega eitthvað gott sem þú lærðir á FSA.......
gangi þér vel í alles, verðum í bandi. og já hvað er glyðrugos?? við erum ekki með það á FSA. Kv.Anna Rósa
Anna Rósa (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 18:13
Hehe, ég er að reyna að koma þessu með teskeiðina á umheiminn, gengur brösulega en ég gefst ekki svo auðveldlega upp!
Glyðrugos er það sem fávitar kalla stelpuBjór og ég er totally á móti því, þetta kallast glyðrugos, breezer eða sykursull! Ekki bjór, alls ekki bjór! Þetta er móðguð við hinn góða bjór
Anna Lóa (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 18:20
Snilldin ein.
Viðar Svansson (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 19:05
humm.... ég þurfti sko að spyrja viðar hvað að dúkka væri! hef aldrei á ævinni heyrt það áður!
Ruth (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 20:03
Sammála síðasta ræðumanni...:)
p.s ég er SVOOOOOO komin með búininginn;) hahahhaha vona að það verði FÁAR myndavélar
Hafdís Huld (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 23:34
núú ég hélt að dúkka væri eitthvað allstaðar en ekki bara eitthvað ólafsfirkst... hmm
Sóley Svansdóttir (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 11:09
Ég er örvhentur, með gleraugu líka.
Ég smyrja brauðið mitt helst með ostaskera, sem er svona spaðalaga í laginu.. fátt þæginlegra! Ég borða eiginlega ekkert grænmeti, set ekki sósur á kjötið mitt. Mér finnst líka ógeðslegt að halda á leirtaui.. allt útbíað í annara manna mat and what not.
En Anna - með bíóin. Þú getur farið í Borgarbíó fyrir 500kr á virkum dögum. 2 -1 fyrir þá sem eru með námu debetkort! :-)
Jón Sindri (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.