6.10.2008 | 22:34
Strætóferð
Ég fór í strætó í dag, sem er kannski ekki neitt frásögufærandi miðað við kreppu og vesen, en ég stóð sem sagt eins og bavíani fyrir framan nætursöluna og reyndi að rína í þetta hrafnarspark sem strætókerfið er og náði einhvern veginn að lesa út úr því að það væru 4 min í næsta strætó sem ég gæti nýtt mér. Svo ég gekk út og labbaði þá á eitt stykki gamla konu sem var eitthvað að hangslast í stiganum.
Konunni varð voða um og ó, og spurði mig svo hvort að næsti strætó sem kæmi væri að fara upp í þorp og ég sagði að ef ég hefði skilið blaðið rétt, þá já. Konan fór þá að upplýsa mig um það að hún þyrfti sko að fara út hjá farfuglaheimilinu við Hörgárbraut. Ég uppfull af áhuga að vita meira kinkaði kolli og sagðist svo því miður bara ekki hafa hugmynd um hvernig þetta strætókerfi virkaði. En reyndi svo að hressa þá gömlu við með því að segja að það ætti bráðlega að koma Strætó nr.3 og hann færi upp í Þorp og þá gæti hún spurt bílstjórann hvort hann myndi ekki alveg örugglega stoppa við gistiheimilið við Hörgárbraut.
Sú gamla horfði þá illilega á mig og sagði; Þessir strætóbílstjórar vita stundum ekki einu sinni hvert þeir eru að fara og tala oft ekki einu sinni íslensku! Ég verð nú að viðurkenna að ég varð pínu smeyk þarna. En svo kom strætó-inn á fullu að Nætursölunni, skrensaði þar eins og tjokkó á Hondu Civic.
Ég gekk inn á eftir þeirri gömlu sem spurði strætóbílstjórann hvort hann stoppaði hjá Hörgárbraut. Hann sagði : ég fara mína leið og þú hringja bjöllu og ég stoppa! Það sko rauk úr þeirri gömlu og ég var viss um að hún myndi dangla pokanum sínum í hann. Hún lét sér það nægja að hnussa og frussa yfir manngreyinu og slá pokanum í sæti hans.
Af einhverjum ástæðum hélt sú gamla áfram að spjalla við mig en mér tókst að koma mér undan og settist svo eins aftarlega og langt frá henni og ég gat! Ætlaði ekki að verða fyrir barðinu á pokanum hennar ef henni myndi eitthvað ekki líka það sem ég segði.
Annars er bara vitlaust að gera í skólanum og maður nær varla andanum fyrir verkefnum. Ég held þó áfram að vera casual löt á öllu saman ..
Helgin var fín og ég held að ég ætti að taka upp á því að klæða mig oftar sem kúreki. Ætti ég gæti komið svona kúreka-þriðjudögum í tísku? Svona eins og Joey og naked Thursdays.
Anna Lóa kúreki
Athugasemdir
AHAHHAHAHAHHAHHAHAHA þetta er það sem ég elska við að fara í strætó hehehe maður lendir ALLTAF í einhverju skemmtilegu;) en kúrekaþemað var alveg að gera sig sko:)
Hafdís (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 22:58
Æji greyið gamla konan... það þyrfti að kenna útlendingunum nöfnin á götunum. Alveg hefði ég verið í ruglinu í Austurríki ef rútubílstjórarnir vissu ekkert hvert þeir væru að fara..
Sunna (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 12:04
Áts - mér finnst ekkert leiðinlegra en að lenda í óviljandi samræðum við gamalt fólk sem nöldrar og nöldrar.
Annars líkar mér við kúreka-þriðjudagar hugmyndina þína :-)
kv. JSJ
Jón Sindri (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 17:01
skora á þig að reyna, ég á ógeðslega ljóta úlpu með kögri sem er brún og ljósbrún- fullkomin kúrekaúlpa.
dísa (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.