16.10.2008 | 09:47
Fimmtudagur 1/6
Ég held að það verði skráð blað í sögu lífsins á morgun! Það er föstudagur og það er ekki planað djamm. Það hefur verið einhversskonar skrall á föstudögum síðan bara ég man ekki, allavegna gerðist það eitthvað áður en háskólinn byrjaði.
Held að það verði nú barasta ágætt að fá smá frí, hehe ..Michael fer þó út þar sem David Hasselhoff fan clubs kvöldin eru að byrja aftur. Þannig að ég verð ein heim annað kvöld sem gæti nú endað með því að ég leiti mér uppi skralli, hehe.
Annars er lífið mitt mjög einleit þessa dagana - vakna, borða, læri, borða, læri, borða, horfi á sjónvarp, fer að sofa. Það er sem sagt verkefnavika í skólanum, sem þýðir að það er ekki einn einasti tími alla vikuna og maður situr þess í stað sveittur yfir því að gera verkefni. Ég er nú ekki mikill fan af hópaverkefnum en þetta er búið að ganga lygilega vel verð ég að viðurkenna. Komin langt að með mörg verkefni og meira segja búin með eitt. Verst er að maður nær ekkert að nýta þessa viku í að læra í fögunum það sem maður þyrfti að læra þar sem það eru stanslaus hópaverkefni alla daga
Valli, ég, Gústi og Guðrún
Ég var nú heldur betur kát þegar ég kom heim í gær. Sophie var búin að finna súkkulaðirúsínu kassann hans Michaels svo það voru rúsínur út um allt. Já ég segi rúsínur þar sem katarkvikindið var búin að éta allt súkkulaðið af!
En svona annars er voða lítið að frétta. Það var x-vínbúðar teiti á föstudaginn heima hjá Valla þar sem Kiddi hennar Guðrúnar eldaði fisk handa okkur, ekkert smá gott. Þetta var bara frábært kvöld eins og alltaf þegar maður hittir þetta fólk - það kom samt þessi vanalegi dramakafli en maður lætur það ekki á sig fá
Ég hef annars ekkert að segja, veit eiginlega ekki afhverju ég er að blogga. Spá í að kenna Binnu bara um þetta þar sem hún var eitthvað að spurja eftir bloggi, barammbammtiss. Ég er meira segja búin að fara nokkrum sinnum í strætó og það bara gerðist ekkert fyndið, illa lélegt.
Það ríkir ást meðal X-Vínbúðar pakksins
Ég grét mig í svefn í gær vegna þess að ég er ekki í Reykjavík á Airways. Einnig grét ég af öfund af tilhugsuninni um að Kata hefði verið á Biffy Clyro þegar ég þarf að láta mig nægja að horfa á elskurnar á YouTube! Vona innilega að þetta hafi eitthvað mistekist hjá þeim og verið ömurlegir tónleikar! Sem ég auðvitað stórstórstórSTÓRefast um.
En ég er rokin, þarf virkilega að fara að gera eitthvað,
Anna Lóa skrallari
Athugasemdir
haha, já það stundum gott að vera í reykjavík... ég reyndar skil ekkert í þessu airwaves, ekki mjög mikið ég. held að ég komist frítt inn á einn stað á föstudagskvöldinu, en ég veit ekkert hvað er um vera þar... hehe
en lýst vel á að þú hafir komið með blogg... alltaf gaman að lesa þau ;)
Ruth (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 10:02
ohh þetta var unaður
punktur
Kata (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 12:28
mmm súkkulaðirúsínur :) missjú
Binna (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 15:20
Hvernig stendur á því að í 90 % tilvika ef þú ert að djamma og lætur myndir hér inn af þér þá er ég með á myndunum... hummm er ég semsagt jafn mikill djammari og þú?? hehehe
Verðum að fara að hittast fljótlega!!!
KV Guðrún x-vínbúð ;)
Guðrún S. Þorsteins (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.