3.11.2008 | 17:43
Ég er svooooo þreytt
Ég man ekki hvenær ég var svona þreytt síðast. En það er reyndar ekki furða miðað við síðustu daga - hahaha. Það var Háskóla djamm á föstudaginn þar sem Halloween - þema var í gangi og mætti fólk í misfallegum búningum, það var allt frá því að vera með bjánaleg gleraugu og upp í það að vera prumpublaðra! Ég og Erla vorum reyndar alveg öruggar á því að prumpublaðran væri kartöflupoki, en neibb!
Ég ákvað að skella mér í vinnubuxurnar hans Mikka og setti á mig pípuhatt og fannst ég vera barasta voða fín. Ákvað að kalla þetta outfit - Sótarinn Mikki. Til að sýna að ég væri sko alvöru sótari sem væri skítug og flott þá makaði ég mig alla í sósulit. Það var nú asskoti skemmtilegt. Þetta var svo klístrað og svo veeeeeel lyktandi að það var æðislegt.
Þetta var svo fyndið kvöld. Ég elska svona góð djömm. Elska vini mína.
Erla, Sjonni og moi
Laugardagurinn var svo enginn þunnudagur, sem betur fer. Ég var mætt upp í skóla kl.11 til að gera verkefni - það var nú heldur betur skemmtilegt. Svo var Man Utd leikur kl.15 og Atli beilaði nú heldur betur á mér. Gamli var víst eitthvað búinn að gleyma því að við ættum stefnumót á Amour! Obbobbobb sko...en hann kom svo á hjólsprettinum og náði seinni hálfleik! Góður leikur, þó að Man Utd hefðu aðeins mátt spýta í lófana í seinni hálfleik og maður var orðin smá smeykur að þetta myndi enda í vitleysu, en allt kom fyrir ekki.
Ég og Atli ræddum svo mikið um það að við ætluðum að taka laugardagskvöldið rólega. En ég sagðist eiginlega neyðast til að kíkja út því að Elva og Kata væru í bænum. En ætlaði þó bara að vera róleg og svona. En sææææææll! Jónsi MIB mætti svellkaldur á svæðið og var með dólg! Gaur fór á barinn og keypti 15stk af bjór og gaf fólki. Hann fór svo næstum að skæla þegar hann fór að sjá eftir þessu.
Það var svo lítið sofið þessa helgi! Ekki bara vegna djamms heldur einnig vegna þess að hún Sophie er að breima og hún gerir ekkert annað en að væla og væla og vææææææla. Ég er alveg að verða geðveik. Hún þegir varla nema ég sé haldandi á henni - það mætti halda að maður ætti smábarn!
En annars er svo nóg að gera núna í skólanum og aldrei gerir maður neitt. Erum reyndar að fara að skila verkefni 4 af 6. Svo þetta er allt að gerast. Reyndar verður þessi helgi algjört hell. Þrjú próf og verkefnaskil í bókhaldi og verkefnaskil í fjölmenningu! Þess á milli þarf ég eiginlega að reyna að læra eitthvað. Partýýýýýýýýý...!
Alveg hreint brilliant.
Ég lenti nú í skemmtilegu atviki um daginn. Ég var sem sagt niðrí bæ og sé einn gaur sem er að vinna með Mikka keyra framhjá mér. Ég brosi til hans, bara svona til að sýna smá kurteisi, heh. Ég hefði nú heldur betur sleppt því - helgina eftir þá er djamm hjá þeim félögunum og þá er hann orðin eitthvað skakkur greyið og fer að tala við Mikka um þetta bros mitt. Hann heldur að ég hafi eitthvað verið að nikka til hans og hann varð voða spenntur og fór að spurja hvort við værum til í SWING! Ég held nú ekki. Við tvö í swing teiti með fertugum hjónum. Hljómar heldur betur skemmtilega og spennandi. Ég þyrfti kannski að hugsa minn gang áður en ég brosi næst til fólks!
Svo var annað..þegar ég fór í skólann í seinna skiptið þá var búið að hengja miða fyrir ofan dyrabjölluna heima hjá mér :
Ekki Dingla næstu 4 vikkurnar því að við erum að ríða
Falleg stafsetningavilla í þessu og svo er eins og krakki hafi skrifað þetta miðað við skrift. Ég var að velta því fyrir mér að labba um alla blokkina og leita af sökudólgnum, en ég læt það bíða til betri tíma.
Annars er voða lítið að frétta af mér, ég reyni mitt besta í skólanum og það gengur mjög mismunandi eftir dögum. Suma dagana er ég svo dugleg að það er til skammar og aðra dagana mætti halda að ég væri ekki einu sinni í skóla. Hin gullnimeðalvegur týndist einhversstaða. Ef þið sjáið hann á vappi að láta mig vita, væri til í að fá hann heim.
Sölden mynd bloggsins verður svo frá því að ég fór á djammið 6. janúar með Helgu Jónu. Vorum bara tvær held ég alveg örugglega hehe. Hittum einhvern útlending sem átti eftir að verða alveg inlove af Helgu það sem eftir var season-ins.
Anna Lóa sem er svooooo þreytt
Athugasemdir
Haha þessi kartöflupoki. Tók ekki eftir þessu fyrr en ég fór að skoða myndirnar ;) En með gullna meðalveginn, þá er ég búin að vera að leita að honum líka, held að það gæti verið að ég hafi drukkið hann á föstudaginn :/
Erla (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 17:52
Hahaha, þú verður bara að labba um bæinn hér eftir með skeifu á vör og helst ekki heilsa neinum
Guðmundur (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 18:00
skil ekki hvað kennarar geta verið verkefna glaðir :s skil þetta ekki... ekki hjálpar svo þegar maður skellir sér til útlanda í heila viku :s hef samt aldrei á ævinna hlakkað svona lítið til að fara út, ekkert gaman þegar allt er miklu dýrara heldur en heima á íslandi :s
Ruth (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 18:04
Falleg mynd!
Helga Jóna (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 09:03
geldu þennan blessaða kött! annars kem ég með Tomma í heimsókn mwhah
ég dýrka myndina af mér og strákunum, það er svo gaman hjá okkur!
Sóley (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 14:47
O já. Þetta var yndisleg helgi. Afskaplega næs :D Takk fyrir mig.
Kata (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 22:54
úgh... hvað segiru um blogg Anna? þú hefur nú ekkert betra að gera vænan
Sóley (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 21:47
úff, væri til í eitt gott föstudagsblogg frá þér ;)
Ruth (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.