Finally nýtt blogg!

Ég hef nú ekkert að segja, bara nenni engann veginn að byrja að læra! Mér tókst að sofna ofan í Hofstede í gær, það er sem sagt bókin sem ég er að lesa. Haddý heldur því framm að þetta sé áhugaverðasta bók sem hún hefur lesið. Ég held að hún sé eitthvað veik, heh! Þessi bók er hrútgömul og lyktar eftir því, það er svona gömul lykt af henni og mér verður óglatt af þessari lykt. Í dag verður það svo bókhaldið sem mun eiga mitt líf. Ég gæti ekki verið meira spennt Shocking

Það er nú ekki búin að gerast mikið síðan ég bloggaði síðast. Ég hef bara horft á dagana fljúga í burtu og aldrei finnst mér ég ná að afreka neitt. Ég stressast á því að prófin eru að koma, nær og nær með hverjum deginum en þó gerist aldrei neitt. Ég næ ekki að fá mig til að læra! En ég er búin að afreka að skilja milljón og sextán verkefnum á þessari önn og var því síðasta skilað núna á mánudaginn sl og þá tók ég líka bókhaldspróf. Maður er nú búin að næla sér í eina tíu fyrir þessi verkefni og ég er að rifna úr stollti, hélt að það væri ekki hægt að fá tíu, það væri alltaf eitthvað sem kennarinn gæti fundið að verkefninu Cool

n713059250 1593834 6163

 

Það gerðust þó undur og stórmerki á mánudaginn. En eftir mikið tuð og röfl af minni hálfu þá fór Michael loxins að sýna Fabio smá athygli og reyna að fixa greyið. Við tókum rafgeyminn/batterýið inn og prufuðum að hlaða það yfir nótt og svo líka á þriðjudeginum. Þegar við (já eða hann) settum það í Fabio á þriðjudaginn þá bara gerðist ekkert! Þannig næsta mál á dagskrá var að redda nýjum geymi! Fengum hann svo í gær og tarammmm, Fabio rauk í gang! Djöfull var það ljúft að keyra fákinn um bæinn og ég er ekki frá því að hann hafi þráð þetta Tounge ..næst á dagskrá er þá að redda vetrardekkjum undir greyið og þá ætti hann að vera gúd tú gó! Fyrir utan smá "smáatriði" eins og að fara í skoðun og kannski að þrífa greyið. 

211108 029

211108 055

 

OHHHH, ég nenni ekki að fara að læra!!!!! Ég er svo algjörlega búin að týna þessu blessaða nenni mínu og hef leitað útum allt, en hvergi lætur það sjá sig. Ég hélt í gær að ég væri búin að finna það, en þá var það bara feik - en ég náði að blekkjast í tvo tíma og var þá dugleg að læra í tvo tíma. Svo sofnaði ég!

Setning vikunnar var þegar ég og Michael vorum að éta brauð og ég minnist á það að það sé eitthvað öðruvísi bragð af brauðinu. Hann hristir bara hausinn og segir að brauðið sé fínt. Þá segi ég 

já en það er bakarísbragð af því

Hann ætlaði aldrei að hætta að hlægja af mér Blush ..hehe..

Ég er að fara í mat til Sunnu elskunnar minnar á morgun, þar sem slátur verður á boðstólnum og bananastappa fyrir Haddý! Þetta verður skrautlegt matarborð..hehe

En anywho, því meira sem allt er að fara til fjandans hérna á Íslandi, því meira langar mér að stinga af. Vildi óska að ég gæti bara gefið skítt í þetta allt saman og stungið af eitthvað út. Helga og Christian eru út í Þýskalandi núna og eru aðf ara að vinna í Austurríki í vetur. Ég gæti gubbað ég er svo öfundsjúk Halo heh..því meira sem ég hugsa um það hvað ég hafði það gott í Sölden því meira gleymi ég öllu þessu leiðilega við það. En ég verð að viðurkenna að ég væri eiginlega frekar til í að vera þar heldur í þessu kjaftæði hérna. En planið er að fara í skóla út á næsta ári svo ef ég verð heppin þá verð ég flutt 19. júní 2009! Það eru ekki nema 7 mánuðir þangað til - tæpir meira að segja...ohh ég ætla að vona að þetta eigi allt eftir að ganga eins mínir draumar eru þessa dagana.

Anywayssssss, þá ætla ég að fara að koma mér í að læra Crying ..en ætla að hafa Sölden myndir bloggsins Joyful ..og smá old bloggpart með..

08.01.07 001

Gut - besser - Gösser

Ohh ég sakna Gössers! En þessi mynd er tekin 8. janúr 2007. Daginn eftir þetta djamm ákvað ég að hætta að drekka í mánuð og ég stóð við það Smile ..byrjaði í ræktinni og var ýkt dugleg.. og uppskar það að ég losnaði við meira en 10kg sem ég er reyndar búin að ná mér í aftur núna, hehe Cool ..9. janúar var svo þriðjudagur og :

Annars er allt bara fína að frétta. Ég, Sunna, Helga, Ágúst og Gummi fórum til Imst á þriðjudaginn því við vorum öll saman í fríi. Þetta voru svona 80min með rútu. Við skelltum okkur þar í Mall-ið og ég keypti mér hlaupaskó á 20€ og strigaskó á eitthvað svipað. Svo keyptum við Sunna skærbleika mottu og eitthvað drasl. Leiðin heim var svo eitthvað það fyndnasta sem ég hef á ævinni minni lent í. Gummi keypti bláa kæligrímu og var með skíðagrímu og bleiku húfuna sína og ber að ofan og labbaði um alla rútuna og spurði fólk hvort það væri nú ekki alveg örugglega allt í lagi hjá þeim og svona.

Við lágum sko öskrandi úr hlátri aftast í rútunni. Svo var hann alltaf að spurja fólk hvort það væri nokkuð hrætt, því þá mætti það nú alveg sitja á löbbinni hjá honum og hann myndi hugga það. Hahahahaha. 

09.01.07 002

Þessi mynd er tekin í leigubílnum sem við tókum í Imst. Sunna sat framm í og við hin tróðum okkur sátt aftur í. Við vorum svo hamingjusöm með sleikjóin okkar Grin ..Leigubílstjórinn var ekki eins kátur og við..og ég er næstum viss um að hann hafi farið með okkur einhvern huges auka hring til að láta okkur borga of mikið, hehe. 

09.01.07 003

Þetta er svo Gummi í outfittinu sem hann var með þegar hann fór og hrellti fólk í rútunni á leiðinni heim. Ég er enn þann dag í dag hissa að okkur hafi ekki verið hent út, heh !!

 

Anna Lóa sem reynir að læra og læra!!

 n713059250 1593844 8948


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha.... good times. Hlakka til að sjá ykkurá morgun!!

Sunna (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 10:50

2 identicon

alltaf gaman að læra! ég mætti fara að starta því á næstunni.. það er allveg að koma próf! en fokkit, þetta reddast;)

Atli Steinn (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 11:25

3 identicon

Flott mynd af ykkur :)

En núna er besti tíminn til að hanga bara í skóla þannig ég myndi ekki hafa of miklar áhyggjur af þessu.

Etta reddast..

Viðar (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 18:16

4 Smámynd: Eyrún Elva

alveg helmögnuð tía þar á ferð klárlega verðskulduð enda brilliant verkefni hehe... nú er bara að finna út hvernig maður lærir fyrir helv. prófið!

Eyrún Elva, 28.11.2008 kl. 23:18

5 identicon

Já ég verð að segja að það verður ágætt að fá smá frí frá öllu krepputali í smá tíma. En vonandi getið þið komið það snemma út að þið getið komið og kíkt á okkur áður en að við flytjum aftur heim ;)

En gangi þér vel að læra ;)

Ruth (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 23:22

6 identicon

Til hvers að bíða til 19.júní 2009. Hringdi í vor og fékk það uppgefið að seinasta prófið í vor sé 8. maí og upptökupróf búin 26.maí!! Pantaði flug út 12 maí en nú er búið að fella það niður :(

Held það sé bara best að fara af landi brott sem fyrst ;) annars lifum við bara á fimmtudagsdjömmum í flottum búningum þangað til ;p

Ingunn Hjaltaín (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 00:28

7 Smámynd: Anna Lóa Svansdóttir

Ingunn því ég á víst systur sem er að fara að útskrifast 17. júní 2009. Ég fer nú ekki að stinga af fyrir það

Anna Lóa Svansdóttir, 3.12.2008 kl. 17:48

8 identicon

ohh já.. hlaut að vera einhver skýring fyrir þessu ;)

hehe já.. ég á víst líka að útskrifast.. ætli maður mæti ekki á það ;P

Ingunn Hjaltaín (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 21:30

9 identicon

já þetta er greinilega almennilega planað, djamm 17.júní, þunn 18.júní og út 19.júní ;) hehe lýst vel á það...koddu til noregs:)

Binna (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband