28.9.2009 | 09:30
Mánudagur, jeij!
Í tilefni þess að það er mánudagur og ég átti að vera í skólanum frá 8.10-9.50 þá svaf ég algjörlega -óvart- yfir mig, þannig að ég missti af strætó! Hver veit nema maður hefði barasta mætt í skólann ef maður ætti bíl? But that is something the world is never going to know about!
Aníhú.. þá er ég og þessar strætóferðir mínar, alls ekki að gera sig! Einn daginn, þá missti ég tvisvar af honum, sama fökkíng daginn! Það ætti klárlega að gefa manni nóbelsverðlaun fyrir að geta gert svoleiðis hluti af sér. En í fyrra skiptið þá var ég að koma hjá horninu hjá Sparisjóðinum þegar ég horfði á hlandgularassinn á strætó-num keyra í burtu! Þá var bara tvennt í stöðunni, fara heim og halda áfram að sofa eða labba upp í skóla. Hvers vegna ég valdi síðari kostinn er mér algjörlega ómögulegt að vita! Og þar sem ég labbaði upp í skóla þá uppskar ég það að þurfa svona mest allan fyrritímann til að jafna mig, þar sem ég hélt að ég myndi grillast á leiðinni. Svo ég hafði engann tíma til að hlusta á það sem kennarinn hafði að segja um skattskyldu, barnabætur og örorkubætur þar sem ég var upptekinn að hengja mig útum gluggan til að ná sem mestu súrefni á sem stystum tíma!
Seinna skiptið sem ég missti af strætónum þann daginn, þá stóð ég eins og prúð sunnudagsstelpa við stoppistöðina hjá göngugötunni og beið eftir guluhlussunni. En nei, þar sem hálfur heimurinn af túristum voru fyrir framan kirkjuna til að taka myndir, þá sá bílstjórinn mig ekki (já eða bara vildi ekki sjá mig) og keyrði í burtu. Skildi mig eftir í reykmökkinum, sem hann spýtti yfir mig þegar hann rauk af stað upp gilið á öðru hundraðinu! Þá var ég alveg without a doubt hamingjusamlegasta manneskjan á jörðinni. Ég rauk heim í fýlu og fór upp í rúm og lagði mig. Ætlaði að leggja mig í svona klst, sem endaði, líkt og oft áður í þremur!
Frá hvaða landi koma eiginlega þessir Túristar? They are fucking everywhere!
Svo var það um daginn þegar ég var að fara að taka strætó, þá labbaði ég í mínu mesta sakleysi og gerði mig líklega til að stíga inn í vagninn.
Vagnstjórinn horfði á mig og sagði : þessi vagn er sko að fara upp í þorp!!
Ég : öööö, já er þetta ekki númer 5?
Vagnstjórinn *greinilega eitthvað pirraður á mér* : jú og hann er að fara upp í þorp
Ég *orðin ringluð á þessu* : ööö, já ..ég er að fara upp í Háskóla
Vagnstjórinn : nú, já.... þá passar þetta alveg!
...... really? ......
--------
Annars hef ég það ágætt, thanx for asking! Binnan mín kom til landsins um daginn og var hérna í einhverja tíu daga, mér til mikillar ánægju. Fyrri helgina þá héldum við eitthvað rosalegast stelpupartý norðan alpafjallanna eftir að hafa étið á Greifanum. Ég hef sjaldan séð jafn mikið rúst á einni íbúð eins og grey-i íbúðin mín varð eftir þetta partý. Það var bara eins og Tjernóbyl hafi kíkt í heimsókn og farið hamförum! En gott kvöld samt sem áður, þó að partý-ið hafi endað með grenjum og fólki ælandi í garðinn minn.
Haddý mætti með hjálm á Greifann, haha
:*
Við tókum okkur svo til og héldum þriðjudagspartý. Skelltum okkur fyrst á Amour og horfðum á frekar leiðinlega tilburðalítinn fótboltaleik. Vegna þess hve lítið gerðist í leiknum þá endaði það með því að við drukkum þeim mun meira af bjór! Svo var farið heim þar sem við vorum einhver 12stúkke zusammen að spila partý&co og trivial. Þeir sem þekkja mig vita að mér finnst hundleiðinlegt að spila og ég er tapsárari með öllu. Sem gengur auðvitað ekki, því ég er ömurleg í að spila svona spil. Ég er með fóbíu gagnvart því að spila með fólki sem ég þekki ekki nógu vel og er oft við það að falla í yfirlið af hræðslu við að spila. En svo um leið og ég fer að spila þá finnst mér það óendanlega skemmtilegt, en þá aðeins þegar ég er að vinna. Því eins og ég segi, þá er ég tapsárasta manneskja norðurlandanna.
Mér tókst þó að halda andliti, svona mest allt kvöldið allavegna, heh! "Anna Lóa, hættu að vera svona pirruð...Ég er ekkert pirruð!!!! (sagt með mjög pirruðum tón) ...Anna Lóa, hættu að vera svona pirruð...ÞEGIÐU!! .."
Við sváfum svo fimm hérna heima hjá mér eftir þetta góða kvöld. Ég, ein í 150cm rúminu mínum en þau voru svo þrjú í 120cm gestarúminu mínu og einn í sófanum. Klárlega gott þriðjudagskvöld!
Helgina eftir hélt Dagga svo partý, þar sem ég og Binna tókum það að okkur að vera fulli kallinn og stóðum okkur eins og hetjur í því starfi. Tróðum okkur á 25 ára ball í Sjallanum og fengum flashback frá því að vera sextán ára og vera að stelast inn í Sjallann.
Svo var ræs fyrir hádegi á sunnudag til að fara að horfa á Man Utd - Man City. Þvílikur rooooosalegur leikur sem það var. Ég held að fólk (mest megnis bölvanlegir púllarar) eiga eftir að væla yfir þessu að eilífu. Ég meina, þetta fólk er enn að tuða yfir því að það hafi unnið okkur 4-1 í fyrra.
You may have won the battle but we won the fucking WAR!
Annars tók ég bara chillið á helgina núna. Ég meira segja lærði heima á laugardegi sem hefur ekki gerst síðan á Eiðum '69! En mér fannst bara kominn tími á að taka 1stk edrú rólyndishelgi á þetta og vera bara heima hjá mér og sleppa öllu djammi. Svona sérstaklega þar sem Október er frekar stappaður af djammi og vitleysu;
2. október = sprellmót Háskólans, 14-18. október = Airways, 25. október = Man Utd - Liverpool, 30. október = Halloween djamm Háskólans & Hjálma tónleikar og svo 31. október er árshátíð hjá FSA!
Sakna ykkar í drasl :**
Annars er ég totally, madly, over my head in love af nýja disknum með Hjálmum! Ég bara kemst engann veginn yfir því hversu góð þessi plata er! Þetta er bara meistaraverk. Það er ekki eitt lélegt lag af þeim tíu sem eru á henni og hún rennur svo ljúft í gegn að það er óskiljanlegt með öllu!
Ég er búin að ræða það við vinkonurnar að ég vil að þær gefi mér það að Hjálmar spili í brúðkaupinu mínu þegar ég gifti mig. Svo þá er bara að finna gaur til að giftast sem er til í að leyfa Hjálmum að spila og ef hann er ekki til í það, þá verður hann bara að vera úti á meðan, hahaha!
------
Ég er annars með hósta. Ég sem fæ aldrei hósta, er bara gjörsamlega að farast úr hósta! Ég fékk það slæmt hóstakast á laugardagskvöldið að ég hélt, án gríns, að ég væri bara að deyja. Ég hóstaði stanslaust með þessum ógeðishljóðum í svona korter og það kom blóð með og allt. Alveg hreinn unaður og svo endalaust smekklegt! Ég hóstaði svo reyndar ekki mikið í gær, en síðan ég vaknaði í dag þá hef ég varla stoppað. Spurning hvort maður eigi að kyngja þessu stollti sínu og kíkja til læknis? njeeeeaaaaa...æjji ég held ekki...þetta hlýtur að fara á endanum!
-----
Mig langar svo að óska Guðrúnu&Kidda til hamingju með litla prinsinn þeirra :** og einnig Júlíu&Gumma sem eignuðust líka prins um daginn! Ég kíkti í heimsókn til þeirra allra upp á sjúkrahús og ómædílord hvað lítill börn eru krúttileg!!
....Aníhú, það er þetta orðið gott. Ég náði allavegna með því að blogga að fresta því að fara að læra um smá stund, en núna bara neyðist ég til að fara á fætur og læra, jeeeeiiiijj!
Mynd mánaðarins sýnir vel hvernig heimilishaldið á mínu heimili er og þeman hjá okkur er : Hrúga!
Anna Lóa Kjerúlf
sem er óttarlegur bjáni með meiru
p.s. Ef þetta er satt : http://visir.is/article/20090928/LIFID01/809962591/-1 þá fer ég í bíó! En eins og fólk flest veit, þá hef ég ekki farið í bíó síðan í maí 2006!! En ef þessi mynd verður gerð, þá fer ég í bíó, það er klárt mál!!!!
Athugasemdir
Takk fyrir þetta blogg! Gladdi mig aðeins hérna í morgunsárið! Sakna þín líka og get ekki beðið eftir airwaves!! Það verður freakin awesome. Ertu til í að taka Tomma með þér í heimsókn haha?
OG VIÐ ÆTLUM SAMA Á FRIENDS Í BÍÓ!!!!!!!
Sóley (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 10:04
Vúhú:) Alltaf gaman að lesa blogg.
En Lúlli.. AirWAVES... ;) Híhí...
Heyri í þér elskan
Luvvv
Sunna (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 10:21
;*
Heimsreisa Helgu & Atla, 28.9.2009 kl. 11:48
Vei, skemmtilegt blogg!
Ég er algjörlega sammála með nýja diskinn með Hjálmum! Ahh, hann er mergjaður!
Jón Sindri (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 12:51
úff, ekki alveg að standa mig í commentinu!!!
Hefði svo verið til í að geta verið lengur fyrir norðan svo ég hefði gert meira með ykkur stelpunum!
En vertu svo dugleg að blogga, alltaf gaman að lesa þau :D
Hlakka til að sjá þig þegar þú kemur loksins suður!
Ruth (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 08:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.