Færsluflokkur: Bloggar
30.5.2007 | 11:05
Nýtt upphaf - nýtt blogg
Já ég ákvað að skella mér bara á nýtt blogg. Fannst hitt vera eitthvað svo gamalt og glatað. Samt ekki. En það var bara alls ekki að virka. Gat ekki sett inn myndir og gat ekkert gert, svo bara delete og byrjað upp á nýtt. Er líka svona helvíti ánægð með þetta allt.
En anywho þá er ég sko búin að gera margt af mér síðan ég flutti til Íslands. Er núna flutt út úr Víðilundinum og þá í Tröllagil og verð hér þangað til í ágúst - september. Er mjög sátt með allt og við erum búin að koma okkur svona ágætlega fyrir. Erum með æðislegt sófasett frá mútter sem er svona fallega bleikt á litinn algjört yndi. Svo fylgir netið með þessari íbúð svo ég verð nú vonandi eitthvað duglegri að setja inn blogg og myndir og þannig. Vííí.
Við Michael erum núna búin að vera hér á Íslandi í alveg heilan mánuð. Skrýtið. Finnst ég bæði vera nýkomin heim en samt líka soldið einsog ég hafi aldrei farið neitt. Margt hefur breyst en þá bara í mínu lífi, mér finnst allt annað í kringum mig vera eins. Nema kannski helst að hún Árný mín er ekki lengur með bumbubúa heldur á þessa yndislega fallegu stelpu hana Söru Lind. En annars er allt einhvern veginn svo eins. Svo er ég líka byrjuð að vinna á Veganesti mér ekki til mikillar hamingju, hehe.
Ég er nú ekki búin að túristast með elskunni minni síðan við komum til Íslands nema kannski þegar við fórum að skoða Goðafoss, hehe. Já og auðvitað allt í kringum Mývatn.
Annars erum við búin að vera dugleg við að njóta lífsins og svona ..héldum innflutnins"partý" á sunnudaginn þar sem fullt af fólki lét sjá sig og sumir meira segja án þess að vera boðið, mwahaha. Og svo var auðvitað skellt sér í Sjallann á Pál Óskar. Fyrsta skiptið sem hann er í Sjallanum síðan ég kom heim og ég ætlaði sko EKKI að missa af þessu, hehe. Skemmti mér líka svona konunglega. Páll Óskar stendur alltaf fyrir sínu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)