Færsluflokkur: Bloggar

6. júlí

Pínu síðan ég bloggaði síðast, hehe. En síðasta vika hefur verið svona frekar skrýtin í gegn.

Byrjum bara fyrir akkurat viku þegar ég var að fara í sturtu áður en ég fór í vinnuna og setti smá sturtugel í hendurnar á mér og ætlaði svo að loka brúsanum sem tókst nú ekki betur en að allt sem var í stútnum frussaðist upp og beint í vinstra augað á mér. Og omg hvað ég öskraði. Þetta sveið svo ógeðslega og eina sem ég gat gert í smá stund var að hringa mig í fósturstellinguna og öskra úr mér lungun. Michael greyinu ekki til mikillar ánægju, hahaha. Greyið hélt að ég væri nú bara við það að láta lífið. 

Ég reyndi svo eftir minni bestu getu að skola augað í sturtunni en hvernig sem ég reyndi þá gat ég ekki opnað augað til að skola sápuna úr. Var komin með hausinn undir kranann og var svo bara með báðar hendur að pína augnlokin í sundur. Náði að hringja í Kollu til að láta hana vita að ég væri ekkert á leiðinni í vinnuna á næstunni.

Þegar ég var búin að ná að opna augað í alveg 5sek í einu þá ákvað ég að fara bara í apótekið og fá svona hreinsandi augndropa, þar sem ég og Michael vorum bæði sammála því að augað væri nú alveg búið að skána helling. Það var ekki lengur útbólgið og blóðrautt, heldur bara smá bólgið og nokkrar æðar eins og þær væru að reyna að springa úr auganu. Hehe. En kallinn og konan í apótekinu sögðu mér að vera ekki með neina vitleysu og drulla mér upp á slysó. Þannig að næst lá leið okkar þangað. 

Þar tók einhver hjúkka á móti mér og tróð þessari risa linsu í augað á mér og vatnslöngu undir og svo var bara dælt í 45 min!! Shit hvað það var líka vont, ojj.  En eftir þetta vatnsbað þá lét hún mig hafa lepp eins og þið getið séð á myndinni á síðasta bloggi og mátti ég gjöra svo vel að vera með þennan lepp í einhverja klukkutíma. Ég fór niður í vinnu þar sem stelpurnar hlógu sig máttlausa, fjör. Eftir það var svo farið um allan bæ því Michael vildi endilega að allar vinkonur mínar myndu sjá mig með þennan bjána lepp! Ég reyndi svo að slappa aðeins af, hahaha. Fór reyndar til Sunnu þar sem ég, hún, Binna og Stebbi átum Dominos pizzu og spjölluðum. Og kíktum svo á Karólínu í smá stund.

Laugardagurinn byrjaði þannig að ég fór í vinnuna (don't ask why). Var að drepast úr hausverk og verkjum allan daginn og var send heim kl.16.30 því þeim fannst ekkert not í mér, mwahahaha. Þá fór ég heim og lagði mig aðeins, sem bjargaði helling. Kíkti svo í ammælið hans Atla en var þar ekki lengi og keyrði svo bara heim. Frekar fúl að vera að missa af þessu afmæli, frítt áfengi og stuð á fólkinu, hehe.

Sunnudagurinn : vann til kl.17 og ég, Michael og Ragna skelltum okkur þá til Húsavíkur. Fengum okkur að borða þar á veitingastaðnum sem Christian vinnur á. Hittum Atla og Helgu og vorum bara eitthvað að spjalla. Sváfum svo á bílskúrsloftinu hjá Helgu. Gaman að hafa bara svona rólegt sunnudagskvöld Tounge .. Sunna ástin mín átti svo afmæli þennan dag, til hamingju ástin Kissing

 Við fórum svo á mánudeginum upp á Botnsvatn og lágum þar bara og nutum lífsins og grilluðum. Svo var bara keyrt heim og ég eldaði geggjaðan karrýfisk rétt Joyful ..góður endir á helgi miðað við slæma byrjun. 

Annars er ég bara búin að vera að vinna og eitthvað að vesenast.

Ágúst átti afmæli 3. júlí og svo Freyja og Hreiðar þann 5. júlí - Til hamingju elskurnar Kissing

 

 

Hópurinn :)

 

 


Áááááááá

Nenni ekki að blogga - ætla bara að segja eitt : ááááááááiiiiii..

 

 

Góður Anna Lóa

 


Þriðjudagur 26.06.07

Jáhá. Þá er þessari frí helgi lokið Crying hehe. Langar ekkert að það sé komin þriðjudagur og ég að fara að vinna (með gærdeginum) 6 daga af næstu 7. Gubb. Er reyndar bara morgunvakt (9-16) á fimmtudaginn svo það reddast og þá erum við líka að fara í fjörðinn og fá læri hjá mútter og Jónasi Tounge ..ætli maður eigi ekki eftir að éta á sig gat eins og vanalega, hehe. 

En yfir í allt annað þá eins og ég hef sagt þá ætluðum við í útilegu um helgina. Á föstudaginn vorum við bæði í fríi og ætluðum svooooo að ná að leggja snemma af stað. En auðvitað gekk það ekki eins og maður vildi þar sem Michael tókst að klúðra svoldnu og það tók sinn tíma og pening að laga það, jei. Hehe. Eftir að það var allt í orden þá var bara að keyra út úr bænum með stoppi í Rúmfó til að kaupa dýnu sem var btw ekki til, til pabba að fá lánað kælibox og landakort, Bónus að versla matinn, Ellingsen til að kaupa maðka (ojjj) og svo að lokum Byko til að kaupa dýnu sem var btw stór og á mjööööög góðu verði, mæli með því. Eftir allt þetta bras og vesen þá vorum við lögð af stað út úr Akureyri um kl.16. Ekki nema svona 3 tímum eftir áætlun, hehe.

Við keyrðum svo í Húsafell. Ég hljóma greinilega ekki mjög örugg þegar ég var að keyra þangað því Michael hélt allan tímann að við værum villt, hehe. Enda heyrðist kannski full oft í mér : Öööö, ég held að beygjan sé að fara að koma..ööööö..bíddu hvar er þessi beygja eiginlega...hmmmm..hey þarna er hún, jei. Þá heyrðist í Michael : Anna Lóa are you sure? Hahahahahaha. En við enduðum samt sem áður í Húsafelli og náðum að tjalda eftir langa leit eftir smá plássi. Eftir að hafa skellt upp tjaldinu, blásið upp dýnuna þá var ekkert eftir nema kveikja í einnota grillinu og opna bjórinn. 

 

Michael og ég :*
Lífið er ljúft InLove

 

Við vorum svo vöknuð way to early á laugardagsmorgun þar sem það var komin svona glampandi sól og gaurunum sem voru við hliðin á okkur fannst kúl að spila glatað tónlist í botni eldsnemma um morgunin. 

Eftir að hafa pakkað dótinu saman og étið morgunmat þá var bara keyrt aftur af stað. Stoppuðum reyndar aðeins til að skoða Hraunfossa og Barnafossa Grin og svo enn og aftur varð Michael smeykur við leiðina sem ég valdi og hélt að við myndum lenda einhversstaðar í öræfum, hehe. Best var þegar hann sagði : Are you sure that we should not turn right here? That's the way that we were coming from? Nei nei elskan mín, beygðu bara til vinstri og treystu mér. Hehe.

Keyrðum svo á Snæfellsnesið sem var jafn fallegt og alltaf. Fórum upp á Vatnaleiðs-heiði og reyndum þar að veiða aðeins. Það gekk nú alls ekki vel þar sem það var svo geðveikslega hvasst. Þannig að við gáfumst upp á því  og ákvaðum að fara frekar og túristast á Snæfellsnesinu eða eiginlega bara á Arnarstapa hehe. Ótrúlega flott allt þarna.

Vorum komin svo til Ólafsvíkur um kvöldmat þar sem amma gamla var tilbúin með reyktan hrygg með öllu því meðlæti sem þú gast látið þér detta í hug. Þetta var svo sjúklega gott. Ég verð reyndar að segja ykkur frá ömmu minni aðeins, hún fór alveg á kostum um helgina. Hún vildi auðvitað endilega reyna að tala við þennan kærasta minn. Og þar sem hún kann ekkert í ensku nema ,,Thank you" og "Good morning" þá átti þetta eftir að vera asskoti skrautlegt. 

Amma : Jæja, talar þú einhverja íslensku -- Michael skildi það og sagði bara nei nei

Amma var svo búin að skera þennan risa part af hryggnum og skellti honum auðvitað bara beint á diskinn hjá Michael. Sem horfði skelfdur á mig og spurði hvort hann ætti eitthvað að geta étið þetta allt. Hahahaha. Það reddaðist nú alveg.

Amma : Hvernig smakkast svo? Eftir að hafa sagt þetta strauk hún á sér kviðinn og sagði mmmmmm, nammi namm?

Michael fór svo út aðeins að tala í símann og ömmu leist nú ekkert á það og fór að orga á hann með þessum yndislegu handahreyfingum til að benda honum á að koma bara inn.

Við fengum okkur svo öll saman hvítvín meðan við átum eitthvað snakk um kvöldið eftir að ég og Michael fórum í göngutúr um Ólafsvík.  Michael hellti í glösin okkar og bara svona eins og maður setur í glas þegar maður er að drekka hvítvín, bara svona tæplega hálft glas. En ömmu leist nú ekkert á það og tók af honum flöskuna og sagði : Nei nei við klára, þú drekka mikið hvítvín. Og fyllti svo glasið hans. Mwahahahahaha.

Ekki bara að hún talaði við hann eins og hann væri eitthvað sljó heldur talaði hún líka eins og hann væri hálfheyrnalaus. Og milli allra þessa orga og bendinga í henni lá ég í krampakasti úr hlátri. Svo var hún allaf að segja mér sögu og lék svo söguna fyrir Michael svo hann myndi líka skilja. Hehe, amma mín er yndi. 

Svo kom systir afa míns í heimsókn og vá hvað sú konan var fyndin. Mjög hávær og dónaleg kona samt. Hún kom inn og horfði á mig og Michael og hreytti í okkur : bíddu hverjir eru þið. Og svo þegar hún komst að því að ég væri dóttir Svans þá varð hún sko alls ekki sátt því ég var ekkert lík honum og henni fannst það nú alveg glatað.  Svo allt kvöldið sat hún og starði á mig og hnussaðist yfir því að ég væri nú ekki lík pabba mínum. Svo horfði hún á Michael og sagði svo með hreytingi : Bíddu, hversvegna segir þú ekkert?? Hahahahaha, svipurinn sem Michael gaf mér þá var sko óborganlegur. Hahahahahahaha.

En við ákváðum bara að gista hjá ömmu þessa nótt þar sem við nenntum ekkert að þurfa að keyra eitthvað til að tjalda. Það var líka fínt að vakna bara um morgunin, ekki sveittur og ógeðslegur og geta farið í sturtu og svona Smile ..fengum pylsur í hádegismat hjá ömmu og þegar Michael var búin með tvær pylsur þá fór hann frá borðinu til að vera reddý til að leggja af stað og þá tók amma af borðinu og fyllti það svo aftur af einhverju snakki og þegar Michael kom tilbaka þá leist honum ekkert á blikuna og sagði : Nei nei Ich bin sadd. Og þá hnussaðist í ömmu : hvaaa saddur eftir ekki nema tvær pylsur. Hahahahahaha LoL ..

Við vorum allavegna lögð af stað um kl.14 og komum svo loxins til hinnar ljúfu Akureyrar um kvöldmat. Vá hvað það var gott að komast heim og sofa í sínu rúmi, mmmmm.

En þetta var góð helgi og ég vona að næstu helgar verði líka svona skemmtilegar, en ég er að vinna næstu helgi og svo kemur helgi sem Sunna, Ágúst og Hreiðar ætla vonandi að halda upp á afmælið sitt. Og það verður svoooo gaman. Vííí. Grin 

En endilega kommentið elskurnar mínar Cool ...bææææjó..

 

 

Hraunfossar
Hraunfossar Smile

 

 

 


Útilega :)

Útilega here I come, vííí Cool
 
p.s. ef einhver veit um fína íbúð til leigu í Reykjavík í haust, endilega látið mitg vita..bææææææ LoL

Misheppnaðast manneskjan? Eða bara óheppin..

Hæ elskurnar Grin
 
Það hefur nú maaaargt gerst síðan ég bloggaði síðast. En best að byrja bara á byrjuninni, hvar sem hún er. 
 
Ég fór sem sagt til Reykjavíkur á síðasta þriðjudag. Keyrði ein, mér til mikillar ánægju eða ekki. Var ekki lögð af stað fyrr en kl.20 og var því ekki komin fyrr en um miðnætti. En þar sem Daði frændi var svo yndislegur að leyfa mér að gista þá var þetta allt í gúddí. En jamm, ég fór sem sagt í Víðilundinn á leið minni út úr bænum til að athuga hvort ég hefði fengið póstinn þangað, um að ég væri að fara í læknaprófið. En enginn póstur Pinch ..en eftir mikla hugsun þá mundi ég að ég hefði eitthvað skrifað um að ég yrði líklegast flutt í Skessugil eftir mánaðarmót og því gæti verið að pósturinn myndi fara þangað. Og því fór ég þangað og enginn heim, great GetLost Var á tímapunkti að spá í að brjótast bara inn í íbúðina, þar sem mér fannst ekkert sniðugt að keyra alla leið til Reykjavíkur ef ég ætti svo ekkert að mæta. En eftir miklar vangaveltur ákvað ég að skella mér bara suður, þetta myndi örugglega reddast, en annars myndi ég bara fara að versla mér föt og koma svo bara aftur norður.
 
Það var svo skelfilega leiðilegt að keyra ein alla leiðina suður. En þar sem ég var búin að skrifa mér 102 geisladiska, þá bjargaðist ég alveg Cool ..en svo þegar ég átti minna en klst eftir til Reykjavíkur þá er ég að taka framm úr og þegar ég kem mér svo yfir á minn vegahelming þá tek ég eftir því að það er komin öryggismyndavél þar og ég er 99,9999% viss um að þessi anskotans myndavél hafi tekið mynd af mér. Og því gæti ég verið að fara að fá mjöööööög háa sekt á næstunni, veeeeii Shocking 
 
Talandi um að þarna var mín orðin nett pirruð. Alveg glatað að enginn gat verið búin að segja mér frá þessari myndavél. Ohhhhh. En anyways þá var ég svo vöknuð way to early daginn eftir til að mæta í þetta blessaða próf. Mætti súper snemma til að ath hvort ég gæti ekki örugglega tekið prófið þó ég hefði ekki hugmynd um hvert prófnúmerið mitt væri. Og jújú það reddaðist alveg. Svo ég sat í þessu prófi sveitt báða dagana. Skeit alveg upp í hnakka í efnafræði sem var btw eina sem ég lærði eitthvað undir. En held að ég hafi brillerað í eðlisfræði hlutanum og svo gekk stærðfræðin ekkert svo erfiðlega. 
 
Ég held samt án gríns að ég hafi verið eina sem var ekkert að læra undir þessi próf. Fólk var bara sveitt að læra undir prófin á milli prófa og svona rétt áður en það labbaði inn í stofuna. Skil ekkert í því hvað þau voru að lesa svona rétt áður en þau löbbuðu inn. Ég fór barast yfir í Kringluna og keypti mér slúðurblað og las það á milli prófa, hehe. Sofnaði reyndar báða dagana á milli prófa 2 og 3. Hahahaha. Fólk hefur örugglega haldið að það væri nú eitthvað mikið af mér.
 
En allavegna þá var ég svo bara komin aftur til ljúfu Akureyrar á fimmtudagskvöldið. Þurfti að mæta í vinnuna á föstudaginn í 5 tíma og ég hélt á tímabili að ég myndi ekki einu sinni meika það. Var svo skelfilega þreytt. En svo var hittingur hjá 4tje í Kjarna, þar sem var bara drukkið, grillað og spjallað. Voða gaman að hitta allar stelpurnar aftur, og svo Stebba og Hafliði. Glötuð mæting hjá strákunum.
 
Sunna, Binna og Hafliði :)
Sunna, Binna og Hafliði
 
Eftir Kjarna fór ég með Viðari, Ruth og Oddi í innflutningspartý hjá Sóley og Gunna. Þau voru búin að koma sér svo geggjað vel fyrir miðað við að þau voru bara að flytja, hehe. Rosalega skemmtilegt þetta hús þeirra Tounge ..eftir að hafa svo farið í afmælispartý til Döggu, þar sem afmælisbarnið var búið að láta sig hverfa þá enduðum við bara á Kaffi Akureyri, svona til tilbreytingar, hehe. 
 
Oddur og Viðar :)
 Mwahahahahahaha
 
Laugardagurinn byrjaði á því að ég rúllaði mér framm úr rúminu í hádeginu og var mætt niður á Bauta kl.13 þar sem við stelpurnar og Stebbi ætluðum að hittast og fá okkur eitthvað að éta. Ég og Binna mættu fyrsta og vorum einsog lúðar að reyna að passa 8manna borð tvær. Okkur var nú farið að líða frekar illa, því allir horfðu á okkur eins og ég veit ekki hvað, hahaha. Eftir matinn fór ég svo í vinnuna í klukkutíma, bara svona til að redda stelpunum, með því að fylla á kæla og eitthvað. Svo var bara mætt til Ruthar kl.16 og spjallað þangað til við fórum í Höllina kl.18. Kvöldið var algjör snilld, ekki spurja mig samt hvað ég var að gera milli svona 22 og 24. Mér finnst samt húfan mín ekki næstum því jafn flott svona svört eins og hún er þegar hún er hvít. Hehe. 
 
17. júní fór svo bara í vinnu í 10 tíma og svo bara að horfa á nýstúdenta MA láta eins og fífl á torginu. Smá öfund í gangi, hehe. Og svo í gær þá fór ég bara í sund með Kötu og naut þess að vera í fríi og er að spá í að gera það sama núna. Var að koma úr hádegismat með Binnu og er að fara í sund og svo ætla ég að þrífa bílinn og bara eitthvað. Njóta lífsins meðan maður getur LoL
 
Ég og Binna :)
 
Ruth, Binna og Sunna :)
 
Binna, ég, Sunna og Ása :)
 Stelpurnbar mínar :*
 
 
Ég og elskurnar mínar :* ..geggjuð mynd..
 
 
 
 
Ciao, Anna Lóa sem elskar veðrið í dag LoL



Þriðjudagur 12. júní

Hæ elskurnar mínar Shocking
 
Ég og Michael fórum til Ólafsfjarðar í gær til að fara í mat til múttu og Jónasar. Viðar og Ruth voru þar líka, átti að vera svona hálfgert reunion Joyful ..ég át þangað til ég gubbaði..eða svona næstum því..en allavegna þegar ég var orðin það södd að ég hélt að ég myndi ekki ná að standa upp þá mætti mamma með þessa geðveikslegu súkkulaðiköku. Hún var það góð að ég hélt að við myndum öll fá hópfullnægingu. Hehe. Stunurnar við borðið voru allavegna allsvakalegar Whistling ..gæsabringurnar tókust svona helvíti vel hjá honum Jónasi og sumir (já ef ekki allir) sleiktu diskana sína eftir matinn. Eftir matinn var svo bara rætt málin þangað til allir voru farnir að  geispa. Gott kvöld, eftir leiðinlegan læri dag. 
 
Já einmitt, yfir í þetta læri-rugl í mér. Gærdagurinn minn fór sem sagt í það að læra. Til að byrja með þá hafði ég ekki hugmynd um hvernig ég gæti lært fyrir þetta og í öðru lagi þá veit ég ekki hvað ég ætti að lesa og hvað ég ætti ekki að lesa. Er allavegna búin að grafa upp á annað tonn af bókum, glósum og fleira rusli tengt mínum fjórum árum í menntaskóla. Og dagurinn í dag verður örugglega bara eins, legið upp í sófa og lesið Pinch ..
 
Ég náði samt sem áður að gera eitthvað annað líka í gær. Fór til dæmis með Steffý minni niður á félag verslunar- og skrifstofufólks til að ath með rétt hennar. Svo fór ég líka niður í Tölvulista til að ath með prentarann sem ég sendi í viðgerð og greyið er barasta ónýtt, svo ég get ekki dútlað mér við að prenta út myndir í sumar, well. Og svo fór ég líka upp í skóla til að fara á prófsýningu fyrir Sóley í stæ313. Kennarinn skildi nú ekkert þetta stress í Sóley þar sem Sóley féll ekkert og ég audda einsog auli var eitthvað að þræta um það. Hehe. En þá féll Sóley sem sagt ekkert, þetta var innsláttarvilla hjá kennaranum. Great. Sauðhaus.
 
En yfir í allt annað, þá stend ég fyrir vandamáli núna sem ég hef aldrei lent í áður og hélt að ég myndi aldrei lenda í. En það er þannig að honum afa mínum og konunni hans datt það snjallræði í hug að flytja til Egilstaða. Þannig að ég á ekki eftir að geta átt örugga gistingu í Reykjavík þegar ég kem þangað. Og þau eru núna á Kanarý til að bæta ástandið og fasteignasalan er með afnot af íbúðinni þangað til þau koma heim, svo ég get ekki fengið að gista þarna í kvöld. Og hvað þá annað kvöld. Þá datt mér það snjallræði í hug að tala við elskuna mína hann Daða, en hann hefur líklegast heldur ekki pláss fyrir mig þar sem foreldrar hans eru að koma í bæinn. Svo mín stendur núna frammi fyrir þeim vanda að hafa ekki gistingu í Reykjavík og ég ætlaði að leggja af stað í kvöld. Anskotinn. Hvað gera menn þá?
 
xin_430902251032718164817
Vonum að þetta verði ekki ég í kvöld
 
Ég hef samt ekkert komist í póstinn minn í alltof langan tíma svo ég veit ekki einu sinni hvort HÍ hafi fengið umsóknina mína um að ég vildi fara í þetta próf. Því ég átti að sækja um með pósti en ekki rafrænt og mín treystir þessum pósti ekki fyrir neinu þessa daganna GetLost ..því ég veit að hitt tvennt sem ég sótti um rafrænt er komið í gegn en ég veit ekkert með þetta. Svo hver veit nema umsóknin hafi aldrei komist til skila og ég sé ekkert að fara í prófið í fyrramálið???? Ohh life is to hard!!
En best að fara að borða morgunmat áður en ég fer að leita í nammiskápinn, hehe. Nammi í morgunmat, sooo healthy Tounge
 
Anna Lóa sem finnst lífið vera pínu erfitt, hehe
 

Ég og Christian í Þýskalandi. Við vorum rosa góð saman Tounge
Hann er algjör rúsína og kemur kannski til Íslands í sumar, víí Grin

11. júní

Hæ elskurnar mínar Smile ..

Mig langar að fara aftur að sofa

Mig langar ekki að þurfa að læra undir próf

Ég vil eiga fullt af peningum

Ég vil ekki þurfa að vinna fyrir peningunum

Ég er hamingjusöm

Ég er ekki sátt með margt sem fólk er að gera í kringum mig

Ég væri til í að vera í Þýskalandi þessa dagana í 30°C

Ég væri ekki til í að vera í vinnunni 

Ég elska Michael

Ég elska ekki vinnuna mína

Ég sakna Sölden

Ég sakna ekki vinnunnar á Giggijoch

Ég dýrka vinina mína

Ég dýrka ekki Engilbert (you know who you are, hehe)

Mér finnst gott að borða

Mér finnst ekki gott að sjá bumbuna stækka eftir matinn

Ég mæli með Rancid -..And Out Come The Wolves

Ég mæli ekki með Fm 957 

 

Helgin var svo bara fín hjá mér þó þetta hafi allt farið á annan veg en planað hefði verið.

Föstudagurinn þá var ég bara að vinna frá 9-16 með Steffý og Katrínu og það var bara ágætt. Eftir vinnu fóru við Michael aðeins að vesenast í bænum og svo bara heim að leggja sig Tounge ..kl.20 ætluðu við að fara út að borða en þar sem Steffý hringdi í mig og bað mig að koma með sig á rúntinn meðan hún skellti í sér einum bjór þá frestaðist það aðeins. Hún hringdi svo eitt símtal sem gerði það að verkum að hún átti ekki að mæta í vinnuna á laugardeginum, við skulum bara ekkert tala meira um það. 

Ég og ástin mín fórum svo út að borða á Bautann þegar ég var búin að rúntast með Steffý, en við vorum að halda upp á það að það væri 8. júní InLove ..hehe..maturinn var bara asskoti góður.. en svo ætluðum við að kíkja út með Gumma og Ágústi en við vorum víst eitthvað of lengi að éta því Gummi var farin út í Hrísey og e-ð ves. En ég fór samt á rúntinn með Ruth og Haddý kom með okkur. Geggjað gaman að vera svona saman aftur LoL

Laugardagurinn fór einnig í vinnu frá 9-16. Var því miður ekki að vinna með Steffý en ég og Maya náðum að skemmta okkur, hehe. Eftir vinnu fór ég svo upp á flugvöll að ná í hana Binnu mína, vííí Joyful ..svo var það bara Bónus að kaupa kjöt fyrir kvöldið og heim í sturtu. Vorum svo mætt til Haddýar um kl.19 og byrjað að grilla. Hafþór var það æðislegur að grilla fyrir okkur svo við sátum bara inni og drukkum bjór. Eða næstum öll nema Steffý þar sem hún var ekki í góðu glensi eftir að hafa djammað til kl.15 frá 8 kvöldið áður, haha. Hehe. Vorum þarna ég, Michael, Binna, Hafdís, Hafþór, Viðar, Ruth, Maya og Steffý.

Ruth og Haddý svooo sætar :)

Aftur :*

Eftir að hafa étið okkur full þá fórum við heim til Kötu þar sem hún var að halda partý og þar var sko nóg af áfengi fyrir það sem það vildu. Hehe. Enduðum svo auðvitað í bænum á Kaffi Amour og Kaffi Ak. Var samt komin heim bara um 3. 

Sunnudagurinn byrjaði svo skemmtilega að ég þurfti að mæta í vinnuna kl.9 og vera til 16. En þetta var samt sem áður einn skemmtilegast vinnudagur sem ég hef unnið. Ég og Maya skemmtum okkur konunglega allan daginn. Stofnuðum m.a. klúbbinn : The Hangover Breakfast Club með Möggu. MeðLimir klúbbsins eru sem sagt Lóa litla á brú, Magga Gleðikona og Dr. Maya Indjáni. Við gerðum reglugerð fyrir klúbbinn. Hehe. 

1. Grein : Stranglega bannað er að mæta í vinnu á sunnudegi ekki þunnur

2. Grein : Morgunmaturinn skal innihalda at least 3 aukaálegg

3. Grein : Ekki má kaupa sér gos í 1/2 L eða 1L flöskum, það skal vera 2ja lítra eða bara ekki neitt

4. Grein : Limir klúbbsins eru harðir og því er gubb ekki leyft

Reglugerðin innihélt t.d. þessar reglur og svooooo margar aðrar, hehe. Skemmtum okkur konunglega yfir þessu allavegna, hehe.

Eftir vinnu var bara farið beint heim að leggja sig Cool ..og svo bara legið upp í rúmi og horft á imbann. Ljúft sunnudagskvöld. 

 

Í dag er ég svo bara að fara að læra undir þetta blessaða próf sem ég er víst að fara í á miðvikudaginn. Og vantar enn rúntfélaga ef einhver vill bjóða sig framm. Er að fara að vera EIN í Reykjavík frá þriðjudagskvöldið til fimmtudagskvölds, þar sem afi minn er víst eitthvað að dandalast á Kanarý og get ég því ekki einu sinni hangið í honum. Hehe. En ég ætla að fara að gera eitthvað elskurnar mínar. Lesið fréttina hérna fyrir neðan. Fólk er greinilega alveg snargeðveikt og þá eru Norsara sérstaklega snar í hausnum, hehe Pouty


mbl.is Myrti 12 ára gamlan son sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimmtudagur - fimmti dagurinn?

Haldiði að mín sé ekki bara búin að vera sveitt við það að þrífa stigaganginn. Mér sjálfri til mikillar ánægju GetLost hahaha.. en allavegna núna á ég bara eftir að skipta um ruslapoka inn á þvottahúsinu og þá er allt race ready fyrir ,,How Clean Is Your House" kjellinguna sem kemur á morgun að skoða þrifnaðarhæfileikana mína. Ég er allavegna sátt við það sem ég afrekaði, þessi langt frá því að vera fallegur stigagangur ilmar núna eins og nýútsprungið blóm á fallegum sumardegi í júlí. Whistling

En annars er ég svo bara að fara að vinna á eftir frá 12-22. Var líka að vinna í gær og hinn og er að fara að vinna 9-16 föstud., laugard. og sunnudag. Mætti halda að ég væri orðin eitthvað vinnusjúk. En maður verður víst að reyna að fá einhverja aukavinnu þar sem ég er í fríi alla næstu viku vegna þess að mín þarf að fara til Reykjavíkur og fara í 12 klst próf Pinch ..svo ef einhver er ekki að vinna miðvikud. og fimmtud. í næstu viku og langar til Reykjavíkur þá endilega hafðu samband, því mig vantar ferðafélaga LoL

Helgin lofar svo barasta asskoti góðu. Þrátt fyrir að ég sé að vinna þá er ég að vinna með Steffý minni og svo verður Rósa líka memm sem er audda ekkert nema yndi út í eitt. Svo við verðum eitthvað skrautlegar saman á sunnudagsmorgunin, haha. Þar sem Katrín sem vinnur þarna er búin að bjóða okkur í útskriftarpartý þar sem áfengið verður frítt ásamt einhverjum kræsingum og flottheitum. Og eins og er þá ætla ég og Steffý að grilla fyrr um kvöldið. Og í þetta grillteiti bætast alltaf fleiri og fleiri í hópinn svo þetta á eftir að enda sem rosalega skemmtilegt kvöld Tounge ..

Ég og Steffý sæta :)

Viðar og Ruth kíktu svo í heimsókn til mín í vinnuna í gær og vá hvað það var gaman að hitta þau. Ég fékk alveg fiðring í magann, hehe. Þau eru alltaf svo sæt saman. Við eigum nú eitthvað eftir að gera saman þennan stutta tíma sem þau eru hérna á landinu. Vííí LoL

Svo kemur Binnan mín á laugardaginn, vííí. Þetta er allt að gerast. Hittumst vonandi allar um helgina nema þá Dagga sem er enn að dandalast í útlandinu Crying ..

Núna er ég orðin alltof sein í vinnuna. Labba nefnilega alltaf, ótrúlega dugleg Cool ..endilega komiði í heimsókn ef ykkur leiðist í dag. Ég vona svo innilega að vinnudagurinn verði nálægt því jafn skemmtilegur og hann var í gær.

Anna Lóa sem hlakkar til helgarinnar Whistling

Múkka og ég :)

Múkka og ég síðasta kvöldið mitt í Þýskalandi Happy ..þetta er tekin í litlu sumarhúsi sem við vorum í í pínkulitlu þorpi sem heitir Prestewitz. En þessi gaur var uppáhaldið mitt þarna úti. Algjör rúsína. Hann á eldgamlan Trabant sem hann leyfði mér að keyra Grin

Múkka og Trabantinn


4. júní 2007

Sælar

Ég ætla að byrja þetta blogg á langri sögu sem henti mig á föstudaginn og alveg framm á laugardag. Þegar ég hugsaði sjálf út í þetta þá fannst mér helst eins og ég væri stödd í lélegri bíómynd, hehe. En anywho. Þá var það þannig að ég átti að skila lyklunum af Víðilundinum á föstudaginn. Og var leigusalinn minn á leiðinni til Ak frá Reykjavíkinni. En þar sem ég var að fara til Ólafsfjarðar þá ákvað ég að fá að skilja lyklana bara eftir í Veganesti, þar sem ég sagði vakstjóranum að það kæmi maður sem héti Eggert að ná í lyklana eftir kl.23.30. Og það var bara ekkert mál, lét Eggert vita að því og hann sagðist bara ná í lyklana þangað.

Kl.23.40 þá hringir Eggert í mig, allt annað en sáttur og segist hafa farið á Veganesti og þá hefður þær látið einhverja konu hafa lyklana. Ég skildi auðvitað ekki boffs í þessu og fékk að hringja í stelpurnar til að spurja hvurn fjárann hefði eiginlega komið fyrir. Þá hefði sem sagt komið kona um kl.23 og sagst vera að ná í lykla að íbúð og hvort hún væri nú ekki örugglega á réttum stað? Þær spurðu bara hvort hún væri að ná í lyklana hennar Önnu Lóu og ekkert mál, þær létu hana fá lyklana. NB, þetta var eldri kona!!  Svo þarna fékk einhver ókunnug kona lyklana af íbúðinni hans Eggerts. Og hann ekki sáttur við mína. Þar sem ég var með auka lykla á Ólafsfirði þá ákvað ég að skutlast bara aftur inn á Ak til að láta hann hafa lyklana, þar sem hann gat auðvitað ekki beðið til morguns með að fá þá. 

Þegar ég hitti hann svo um kl.01 fyrir utan Víðilundinn þá fékk ég þessa rusalegu ræðu yfir mig og hann alveg hálf öskrandi á mig. Og sagðist mest halda að ég hafi bara ætlað að stela lyklunum og ég veit ekki hvað. Allavegna þá væri þetta nú eitthvað undarleg saga og hann trúði mér ekki. Vá hvað ég var orðinn pirruð þarna, eins og ég hefði ekki verið orðin nógu pirruð fyrir. Afhverju ætti ég að leggja það á mig að keyra frá Ólafsfirði til Akureyrar ef ég ætlaði að stela lyklunum? Ég hefði auðvitað bara haft aukalyklana útaf fyrir mig ef ég væri svona æst í að komast inn í þessa íbúð. En hann ákvað að leyfa mér að fara með því skilyrði að ég myndi gera allt sem ég gæti til ða redda hinu lyklunum. Ég og Solla vorum svo búnar að ákveða að við myndum ath hvort konan myndi skila lyklunum en annars myndum við fara að skoða í öryggismyndavélunum og finna bílinn og leita bara uppi þessa konu.

Ég svaf sko ekki vel þessa nótt. Var alltaf að dreyma að ég væri komin með lyklana í hendurnar en svo gufuðu þeir bara upp og ég missti þá. Var frekar pisst þegar ég vaknaði. Hehe.  Kolla hringdi svo í mig eftir hádegi og fyrsta sem hún sagði í símanum var : Það er búið að henda lyklunum. Og ég bara wh00000t. Hehe. Þá var þetta víst þannig að þessi kona sem kom og sótti lyklana ætlaði að sækja lykla af orlofsíbúð en fór í vitlausa sjoppu og endaði með lyklana mína. Og svo þegar lyklarnir pössuðu ekki í skránna þá hringdi hún í umsjónamanninn og hann kom með aðra lykla og hleypti henni inn. Og þar sem það er nýbúið að skipta um lás á þessari íbúð þá hélt hann að þetta væru bara gömlu lyklarnir og HENTI þeim. En sem betur fer fékk ég hann til þess að leita af þeim og skila þeim aftur í sjoppuna. Og ég sagði þá við Kollu að það kæmi maður sem héti Eggert og hann liti svona út og hún mætti ekki láta hann hafa lyklana nema hann segði hvað hann héti. 

Hahahahahahahaha. Djös vesen. En ég hef svo ekkert heyrt meira í Eggerti svo ég vona að þetta sé allt í orden núna. Algjört rugl sko.

En annars var ég bara á Ólafsfirði alla helgina. Nokkri krakkar sem voru saman í 10.bekk G.Ó. hittumst og vorum eitthvað að leika okkur. Byrjuðum að fara í svona snúningshjól og á trampólín.

 

Toni í hjólinu
Elsa og Sunna á trampólíni

Og svo löbbuðum við að göngunum og fengum öll þessa fallegu hjálma. Hehe. En okkur var keyrt alla leiðina inn í botninn á göngunum og svo löbbuðum við tilbaka. Skrýtið að sjá þetta svona óklárað. 

Fallegi hópurinn :)

Svo var bara farið á Höllina og fengið sér einn bjór áður en allir fóru heim til sín að sturta sig og svona. Hittumst svo upp í skíðaskála þar sem við átum, drukkum og spjölluðum.

Uni og Sylvía

Uni og Sylvía

Ég, Michael og Skjóni kíktum svo aðeins upp á Tjarnarborg þar sem ég hitti Dísuna mína Smile ..Og svo endaði kvöldið í partýi heima hjá Siggu og Símoni. 

Dísa og ég :)

Ég vaknaði svo asskoti þunn í gærmorgun og langaði bara að sofa allan daginn, hehe. En þar sem Michael minn vildi endilega komast sem fyrst til Ak þá fengu við mútter og Jónas til að skutla okkur til Dalvikur þar sem við fengum Mözduna hans Gunna lánaða og fórum til Ak. Og ekki gerðum við mikið hérna, hahaha. Sváfum bara allan daginn, hihi.

Fínasta helgi bara. Ég er svo í fríi í dag og á morgun. Ætla að reyna að þrífa íbúðina hérna þar sem mútter ætlar að kíkja á húsmóðurhæfileikana mína og ekki ætla ég nú að valda konunni vonbrigðum. Hihihi. Svo eru Ruth, Viðar, Binna og Dagga alveg að fara að koma heim, vííí..   

En ég ætla að reyna að sofa aðeins áður en ég fer að taka til Cool

Anna Lóa - hamingjusamur sauðhaus InLove

Michael og ég :*


31. Maí 2007

Jáhá. Skemmtilegt frí sem maður fær úr vinnunni? Ekki alveg. Var sveitt í gær við að þrífa íbúðina í Víðilundinum.

Hversu lengi getur maður eiginlega verið að þrífa eina litla 70 fm íbúð? Svar : Alltof lengi!

Ákvað svo í gær að taka mér pásu þegar ég var eiginlega búin því ástin mín var að verða búin úr vinnunni. Við fórum þá og prufukeyrðum bíl sem var það yndislegur að kveikja ekki í sér í þennan hálftíma sem við vorum að keyra. Kúplinginn var handónýt og ekki var bensíngjöfin skárri, maður steig allt í botn og ekkert gerðist og svo bara allt í einu þá rykktist bílinn af stað og snúningsmælirinn komin yfir 5000 og allt að gerast. Svo maður negldi í annan gír og þá endurtók leikurinn sig. Ekkert gerðist þegar maður reyndi að koma bílnum af stað, heldur höktaði hann í 800 snúningum og svo þegar enginn bjóst við þá rauk hann upp í 5000 snúninga. Gaman að þessu. Svo kom alltaf þessi rosalega lykt út úr honum að við héldum að vélin myndi nú hreinlega springa framan í okkur svo við ákváðum að opna húddið. Og ekki veit ég mikið um bíla og hvað þá vélarnar í þeim en svo mikið veit ég að vélin á ekki að vera svona löðrandi í olíu. Svo við skiluðum bílnum bara aftur án  þess að þurfa að ræða þetta frekar. Höfum það samt á hreinu að þessi bíll leit ekkert út fyrir að vera svona mikil drusla, en well. Hehe.

Annars fór ég upp í Víðilundinn í morgun kl.8 eftir að ég var búin að skutla Michael í vinnuna og kláraði að þrífa. Núna er allt búið nema að fara með ísskápinn og þvottavélina eitthvað. Og svo bara skúra sig út úr íbúðinni Grin ..get ekki beðið eftir að þetta verði búið.. Fingurnir á mér eru ógeðslegir eftir þetta, allir skrælnaðir og uppþornaðir. Og svo í þessum flutningum á síðasta draslinu hefur gert það að verkum að nýja íbúðin er öll í rústi, hehe. Klára það sem vonandi bara í kvöld eða í fyrramálið.

Skemmd 

Skrýtið hvað einn hlutur getur látið mann hugsa mikið og vakið upp margar minningar!! Ég veit að myndin er mjög óskýr!!

Á morgun er 1. júní og vá hvað það verður gott þá. Reyklausir skemmtistaðir!! Ég er meira segja að spá í að kíkja út á morgun bara til að fara út án þess að það sé reykt ofan í mann. Víí. Geggjað að koma heim af djamminu án þess að lykta eins og öskubakki og þetta á einnig eftir að minnka svo þynnkuna hjá fólki. Þó ég fari edrú út þá vakna ég þunn útaf reyknum, ógeðslegt.

Anywho þá ætla ég að leggja mig núna áður en ég þarf að fara í vinnuna á eftir.

Anna Lóa sem er agalega sybbin Sleeping


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband