Færsluflokkur: Bloggar

Keflavík - Háskóli

Hver man ekki eftir því þegar maður þurfti ekki að spá meira í hlutunum en hvort manni langaði að horfa á Ally Mcbeal í miðvikudagssjónvarpinu eða fara á hinn fræga rölt-rúnt á Ólafsfirði? Ég er allavegna farin að sakna þessara tíma. Tímann þegar ég þurfti ekki mikið að spá í hlutunum og eina sem komst að hjá manni var að vera nógu fljótur heim úr skólanum til að ná að horfa á Nágranna og hvort maður ætti að skella sér á fótboltaæfingu þó það væri rigning.

Jamm, Anna Lóa Svansdóttir er sem sagt byrjuð í Háskóla. Og það er ekkert smá. Þetta er alls ekki búið að vera auðvelt þessa þrjá daga sem ég hef verið hérna. Það að flytja frá Akureyri var bara alls ekkert skemmtilegt og það að þurfa að sitja í bíl í 5 tíma þunnur er sko ekkert grín. Kveðja Michael var skelfilegt og hugsunin að eiga ekki heima á Akureyri var ógnvægleg.

Hard life. Ég sem sagt bý núna í Keflavík, eins og ég var örugglega ekki búin að segja öllum. En við ákváðum bara að prufa íbúðirnar hérna, þar sem allt í Reykjavíkinni kostar morðfjár. Eins og er, þá líkar mér þetta ágætlega. Er reyndar núna að fara að sofa fyrstu nóttina alveg alein og er búin að vera rosalega ein eitthvað í allan dag, skrýtið. 

En mér tókst auðvitað eins og hetju að klúðra öllu fyrsta daginn minn. Byrjaði svona skemmtilega að ég var mætt til að taka rútuna kl.6.45. En engin rúta kom. Kl.7 var ég farin að hafa áhyggjur. Kl.7.10 gafst ég upp og ætlaði að fara að vekja Rögnu og biðja hana að skutla mér bara og vitimenn mæti ég þá ekki bara rútunni. Karlinn er svo ekkert á þeim buxunum að hleypa mér í rútuna þar sem ég er ekki með svokallað rútukort, en ákvað svo að leyfa mér að koma upp í. Þegar við vorum svo komin til Reykjavíkur þá var ég auðvitað að kafna úr stressi og fór úr strætónum bara nógu snemma svo hann myndi ekki fara bara með mig tilbaka eða eitthvað fáranlegt. Sem uppskar það að ég þurfti að labba dágóðan spöl í skólann. En anyways þá hafði ég ekki græna um það hvert ég ætti eiginlega að mæta. Tókst svo að komast að því að það var upp á læknagarði en ekki upp í skóla, svo ég ákvað nú bara að labba þangað.

Eftir þennan göngutúr þá tók við að þurfa að finna hvert í anskotanum ég ætti eiginlega að mæta. Fann bara fleira fólk sem leit út fyrir að vera jafn lost og ég og setjast hjá þeim LoL ..svo kom að næsta veseni. Hvert í fjáranum átti ég svo að mæta í næsta tíma? Þá var hann í svokölluðu sjúkraþjálfunarhúsi sem er eiginlega hjá Ðerlunni. Svo við tók bara enn meira rölt fyrir mig, jeij. Svo var ég auðvitað alveg úti að aka bæði inn í húsinu og svo í fyrsta tímanum þar sem allir voru annaðhvort með bækurnar eða glósurnar sem kennarinn hafði sett á netið og ég gat ekki náð í. Draumur. 

Eftir þennan skrautlega fyrsta skóladag þá fór ég með Rögnu í smá kynningarrúnt um Reykjavík. Byrjuðum auðvitað á því að versla eitt stykki Skoda Fabia, hann Fabio minn Smile ..svo var verslað bók sem er 7,3kg og kostaði ekki nema 8299 kr! Ohh, skóli er yndislegur. Kvöldið endaði reyndar vel með heimsókn til Ruthar þar sem við þrjár elduðum Fajitas.

Dagur tvö var svo eilítið skárri upp á það að gera að ég vissi hvert ég átti að mæta og var ekki mætt 30 min áður en rútan fór. En ég er reyndar soldið fúl yfir því að rútan fer ekki að skólahúsinu mínu svo ég þarf að labba ágætisspöl á hverjum morgni og það tekur alveg sinn tíma. Svo ef rútan verður of sein þá er bókað mál að ég verð of sein í tíma.

En eftir daginn í dag þá er ég ekki viss um að sjúkraþjálfun sé mitt fag. Ég er ekki að segja að ég sé að fara að hætta en ef þetta gengur eitthvað illa og mér finnst þetta ekki skemmtilegt þá hætti ég einfaldlega. Ég er soldið smeyk um að ég sé ekki alveg í réttu háskólanámi. Hehe. Vel gert Lóa. 

En ég vildi bara henda þessu frá mér. Núna sit ég og skelf á beinunum úr stressi fyrir komandi skóla. Sef í miðju rúminu þar sem enginn sefur hjá mér og drepleiðist svona einni. 

Ég lofa að ég kem með eitthvað skemmtilegra blogg næst og þá koma líka myndir, en ég nenni ekki að sækja myndavélina mína núna. Jáááá, það er btw búið að finna myndavélina mína, vííí. Svo bleika yndið mitt er komið aftur í mína hendur Tounge

Dagskráin næstu daga : 

Miðvikudagur : Kökuboð og kynning frá kennurum

Fimmtudagur : Afmælið hennar Ásu

Föstudagur : Michael kemur til mín og það er busun (auðvitað er busað BARA í því fagi sem ég valdi mér)

 

Anna Lóa sem er hrædd við skólann

 

 


Flutningar

Ég HATA að þrífa!!!!
 
p.s. veit einhver afhverju ég er enn að fá póst almost every day frá HR þegar ég borgaði ekki skólagjöldin??
 
Borgaðir ÞÚ þau?? 
 
 
Anna Lóa
sem HATAR flutninga og allt sem þeim viðkemur nema
að raða dótinu í "nýju" íbúðina


Fiskidagurinn Mikli

Þetta blogg er í boði Blindside - Silence

Árný elskan til hamingju með afmælið Kissing

Það er sem er kannski mest að frétta þessa dagana er að í dag er mánudagur (ha, no really) og á föstudaginn er ég að fara að flytja suður. Þetta er svooo skrýtið. Mér lýst svo ekkert á þetta, en ég kem reyndar svo aftur til Akureyrar á sunnudaginn og verð þá hérna í viku í viðbót. Ætli maður reyni ekki að hitta fólkið sitt öll kvöldin eftir vinnu. Ástin mín verður einn mánuð í viðbót hérna á Akureyri og flytur ekki til mín fyrr en 1. október. OMG, hvað það á eftir að vera erfitt, hehe. En ætli ég verði ekki meira og minna á Akureyri eða hann hjá mér þangað til hann flytur. 

Annars fór ég bara á Dalvík eftir vinnu á laugardaginn með Michael og Freyju. Ég var bara edrú (já, ég er ekki að ljúga, hehe) og var driver. Kvöldið heppnaðist svona mun betur en ég þorði að vona. Við mættum beint í brekkusönginn og ég segi nú bara : Vestmannaeyjar hvað? Þetta er roooosalegt. Yndislegt að horfa yfir allan þennan fjölda fólks og heyra : Núna ertu hjá mér, Níííínaaaaaa. Hehe. Michael var nú ekkert nema augun, haha.

Svo var bara rölt á milli barananna og talað við fólk everywhere. Náði að spjalla alveg helling við fólk sem maður hefur lítið sem ekkert hitt í allt sumar. Yndislegt. Ég ætla allavegna pottþétt að mæta á næsta ári, hver veit hvort maður verði þá með bjór í hönd og gisti í sveittu tjaldi Joyful ..hef reyndar bara einu sinni verið að drekka á Fiskidaginn og það var hin fræga daga þegar Döggu tókst að týna ÖLLUM, mwahahahaha. Vá, hvað það var sko fyndið. Cool Vibes var þá sko lag kvöldsins. 

Annars á ég engar myndir frá þessu kvöldi þar sem ég hef ekki enn fundið myndavélina mína Crying en ég bíð spennt eftir að Kata setji sínar á netið, eða ég fái þær hjá henni. Pottþétt snilldar myndir, hehe. 

En annars er vikan plönuð einhvern veginn svona 

Mánudagur : Vinna 9-16 og þá ætlum við að pakka og ég ætla að elda pizzu og ætlum að kíkja í afmæli til Árný. 

Þriðjudagur : Vinna 9-16 og svo bara pakka og vonandi matur hjá Sunnu elsku

Miðvikudagur : Vinna 12-22, og svo örugglega ekkert.

Fimmtudagur : Vonandi frí í vinnunni og þá pakka og þrífa og fara með dótið í bílinn

Föstudagur : Vakna snemma, skila íbúðinni og keyra til Reykjavíkur Tounge

Annars er þetta komið ágætt held ég. Heyrumst elskurnar,

Anna Lóa sem vill ekki flytja til Reykajvíkur

 


07.08.07

Hæ elskurnar mínar
 
Þetta blogg er í boði Sigur Rós
 
Ég ætla að byrja á því að hissast (er það orð?) yfir sjálfri mér fyrir að vera vakandi. Ég er sko búin að vera vakandi síðan klukkan 4.30. Var samt ekki sofnuð fyrr en um kl.1. Ég bara get ekki sofið, ekki hugmynd um afhverju. Er reyndar aðeins farin að geispa núna, svo kannski ég sofni þegar ég fer inn í rúm á eftir. 
 
Versló er búin. Það er skrýtið. Þetta var ekkert eins hræðileg versló og ég var búin að væla um. Er mjög ánægð að hafa gefið henni einn sjéns í viðbót því ég skemmti mér konunglega á sunnudaginn. Það var smá partý hérna í Tröllagilinu þar sem íslendingar voru á tímabili í minnihlutahóp. Fórum svo niður í bæ og enduðum svo í Sjallanum. Mér fannst bara mjöööög gaman í Sjallanum. En vegna ónefnds drengs og gjafmildi hans á barnum þá var gærdagurinn frekar erfiður, hehe. Vaknaði mjög hissa á öllu í gærmorgun og fattaði að ég hafi steingleymt að kveikja á vekjaraklukkinni. Gott að ég svaf ekki yfir mig. Vaknaði í mjög undarlega samsettum fötum, hef greinilega ekki mikið nennt að fara í náttgallann áður en ég sofnaði, vel gert? Hehe.  
 
Ég og Petra =)
Ég og Petra 
 
Ég og Tara, svo sætar :)
Ég og Tara 
 
 
Næstu dagar eða vikur eru þannig hjá mér að ég er að vinna í dag og svo föstud., laugard. og sunnudag frá 12-22. Og svo aftur miðvikudag og fimmtudag í næstu viku líka 12-22. En þá er ég hætt á þeim vöktum og fer bara að vinna 12-13 og 17-21 í 6 daga. Og þá er ég farin suður, á að mæta í skólann 27. ágúst. Skrýtið. Þetta er allt að skella á.
Fiskidagshelgin næstu helgi - ég ætla að vera driver og keyra inn á Dalvík eftir vinnu og svo bara tilbaka um nóttina, einhver game?
Helgin eftir það er ekkert plan. Kannski ef það verður gott veður maður kíki í síðustu útilegu sumarsins? Hef ekki nema 2x sofið í tjaldi í allt sumar og það er mjööööög glatað. Er ekki alveg sátt við þetta.
 
Ég ákvað að kommenta á næstum öll bloggin sem ég skoða vanalega. Þó fólk hafi ekki bloggað síðan í febrúar. Þannig að ekki láta ykkur bregða ef þið sjáið komment frá mér og tímasetningin er 05.30 - hahahaha. Blog.central.is virkaði reyndar takmarkað þannig að ég náði ekkert að skoða öll bloggin sem ég ætlaði mér. Well.
 
Ég setti inn myndir - bara nokkrar útvaldar - henti annars öllum inn á www.facebook.com. Myndirnar eru í allt annað en góðum gæðum þar sem ég finn hvergi elsku bleiku myndavélina mína og tók myndirnar á 2megapixela myndavél. Ég er búin að leita af henni útum allt og var með hana síðast á mánudaginn í grilli hjá Ásu svo ef einhver hefur séð hana endilega látið mig vita - hennar er sárt saknað.
 
Annars ef þú átt : ullarsokka, flíspeysu, bjór, cult, fresca, skó eða eitthvað djös rusl hérna heima hjá mér þá endilega komdu að ná í það því eftir 48hours þá er það mitt eða ég hendi því. Hehe. Nenni sko ekkert að vera að skutla drasli útum allar trissur. 
 
En ég er farin í rúmið. Ætla að reyna að ná kannski 4 tímum áður en ég fer í vinnuna.
 
Anna Lóa sem getur ekki sofið 
 
Þessi er best :)
 
 

Léleg versló

Ég ætla að þakka Akureyrarbæ fyrir að eyðileggja versló. Ég hef aldrei á ævi minni lifað jafn lélega versló. Bærinn leit bara út eins og á frekar lélegu laugardagskvöldi. Hvergi biðraðir, hvergi fullir staðir, bærinn sjálfur tómur. Mig langar að fara og labba göngugötuna og þurfa að troða mér á milli manna, þekkja helling af drukknu fólki og hneykslast á fullum krökkum. Er ég kannski bara orðin svona gömul?

Unglingarnir mega ekki tjalda á Akureyri og fjölskyldufólkið kemur ekki hingað vegna veðurs, svo hér er enginn. Ég ætla að fara út í kvöld og gefa þessari versló einn tækifæri í viðbót, spurning hvernig það fer. Ég er reið, sár og svekkt yfir þessu öllu. Hehe.

Sjáumst vonandi í kvöld

Anna Lóa sem langar að hafa normal versló


30.07.07

Þetta blogg er í boði Coconut Skins með Damien Rice Cool

Ég ætla að reyna að láta ekki líða neitt alltof marga daga á milli blogga hjá mér, hehe. Var reyndar að pirra mig yfir því eins og Haddý um daginn, að flakka á milli blogga og enginn búinn að blogga. En gerði mér svo grein fyrir því að ég væri heldur ekkert búin að blogga, hehe. 

En helgin var góð. Þrátt fyrir að ég var að vinna. Var að vinna til kl.22 á föstudaginn og þurfti þá að vesenast til að redda "nýja" rúminu mínu og Michaels. Þetta var einhvern veginn þannig : Sækja bílinn til pabba - sækja kerruna - uppgötva að síminn minn var batt.laus og ég gat ekki hringt í kötu - fara aftur heim til Gabríelu og pabba að ná í símann Michaels - Fara heim til Kötu - uppgötva að ég vissi ekkert hvar hún ætti heima - Finna rétta íbúð - Halda á rúminu út úr húsinu - Keyra á 5 km/h vegna hræðslu um að rúmið myndi detta af - Bera rúmið inn í íbúðina okkar - Skila kerrunni - Skila bílnum - Koma heim. Hahahaha. Svo fann ég fimmhundrað kall. Góð saga? LoL

Svo var bara vinna á laugardaginn en fékk að fara kl.21 því ég og Sunnan mín ákváðum að fara á Mærudagana á Húsavík. Vá hvað það var gaman. 

  • Newlyweds voru krúttilegust í heimi
  • 5000 kallinn sem Ingunn fékk fyrir að hleypa konu á undan sér á klósettið kom sér vel á barnum
  • Danski gaurinn var ógeðslegur
  • Konan í bleiku múnderingunni var ógeðslegri
  • Pabbi Sunnu heldur að ég sé alltaf full
  • Ég fékk að heyra slúður sem fékk mig næstum til að skæla
  • Fullt af fólki og þá meina ég fullorðnu fólki vissi hver ég var af því að það hafði verið að skoða bloggið mitt og myndirnar mínar. Læsa blogginu eða????
  • Siggi bróðir mömmu var mjög fullur og endalaust fyndinn
  • Ég átti undarlegasta samtal sem ég hef átt lengi á klósettinu

    Hey, heitir þú ekki Anna? Júmm? Já varstu ekki einu sinni með Viktori? Öööö..jú..afhverju? Æjji bara, er alltaf að skoða bloggið þitt. Jáááhááá..en þú veist að það eru 7 ár síðan? ..

Fólk er skrýtið. En eftir þetta kvöld hef ég ákveðið að aðeins partur af myndunum mínum kemur hingað inn og afgangurinn fer á www.facebook.com síðuna mína þar sem enginn getur skoðað myndirnar nema sérvaldir, hahaha. Ef þú ert með facebook síðu endilega addaðu mér sem vin Smile og þá geturu séð myndirnar, víí. Cool

Ég mætti svo í vinnuna á sunnudaginn, þreyttari en allt. Fékk að vita að ef ég vildi þá þyrfti ég ekkert að mæta fyrr en kl.16 svo ég fór beinustu leið heim og svaf í þrjá tíma í viðbót. Mjög ljúft. Var svo að kafna úr þreytu í vinnunni og leti bara, hehe. Tounge ..Binna, Haddý og Stebbi kíktu svo í heimsókn og stelpurnar voru hérna til kl.2.30. Voða næs að vera bara að spjalla og horfa á Fóstbræður á Youtube. Þetta myndband var svoooo lang best : http://www.youtube.com/watch?v=kDW5UvsfQnU

En annars er ég núna að baka köku og Binna og litla frænka hennar hún Sunna eru að koma í heimsókn og ætla að vera fórnarlömb. Ég hef aldrei bakað köku áður. Ég veit auli. En þessi kaka er svooo geðveikt góð þegar mamma bakar hana, spurning hvernig mér gengur. Vonum bara að Sunna litla fari ekki að skæla yfir slæmri köku, en þá á ég ís til að bæta það, hihi Tounge

Svo er grill hjá Ásu í kvöld, vúhjúúú. Brjálað að gera Grin

 

Sunnan mín og ég :*

 

 

 Anna Lóa bakari

 

 

 

 


Talandi um að this is not my day!!

Hefuru einhvern tímann haldið að þú værir óheppnasta manneskja í heimi? Prufaðu að lifa mínu lífi í einn dag og þú skiptir svooo um skoðun og þakkar Guði fyrir þína "óheppni".

Ég og Michael vorum sem sagt áðan að leggja okkur og þar sem það er soldið mikið að angra mig þessa dagana þá náði ég ekkert almennilega að sofna en hann alveg steinsvaf. Svo ég ákvað að fara bara framm og aðeins í tölvuna. Svo sit ég aðeins fyrir framan tölvuna og fer allt í einu að finna einhverja rosa brunalykt en skil ekkert í því vegna þess að við vorum ekki að elda neitt og gátum ekki hafa gleymt neinu í gangi. Svo ég hugsa ekkert meira um þetta en lyktin fer alltaf að verða meiri og meiri svo ég lít aðeins í kringum mig og er þá ekki komið þetta rosa bál út á svalir!! Ég rýk upp úr sætinu og byrja að öskra, hleyp inn í herbergi og ríf Michael á fætur og hann audda skildi ekki baun og ég bara : drullaðu þér frammmmm!!  Og svo öskrum við shæse í kór og hlaupum í hringi á nærbuxunum því við vitum ekki alveg hvað við eigum að gera!

En svo finn ég loksins bala og fylli hann af vatni og við náum að slökkva eldinn eftir nokkrar ferðir. En fallega bútasaumsteppið mitt sem ég fékk í fermingargjöf, handklæði sem ég fékk í jólagjöf og loftdýnan hennar Haddýar eru núna fallegar brunarústir á svölunum okkar!

Ættum samt að þakka fyrir það að ég hafi ákveðið að sofa ekki lengur og að eldurinn kviknaði ekki í flöskunum okkar líka. Gaman væri að vera með fullt af bráðnuðu plasti á svölunum.

Stelpan sem býr tveimur hæðum fyrir ofan okkur kom hingað áðan alveg eins og kleina. Þvílikt miður sín en var samt hneyksluð þegar ég sagði að hún gæti nú ekkert gert nema kannski þrifið svalirnar fyrir okkur. Ekki alveg að vilja það. En well, hún vonandi passar sig næst þegar hún reykir á svölunum. Hún spurði mig samt hvort þetta gæti ekki hafa verið eitthvað mér að kenna og ég sagðist nú ekki skilja hvernig það ætti að hafa gerst þar sem við höfum ekki farið út á svalir síðan í gær. ,,Varstu ekki bara með kerti?" ..Halló, hver er með kerti á svölunum í RIGNINGU??

Anywhooooo..not my day..er farin til Ólafsfjarðar í mat til mömmu og Jónasar..

Bálið á svölunum

Bálið á svölunum2

 

Anna Lóa sem lyktar eins og brunarúst!!


22. júlí

Þetta blogg er í boði Story of a Star með Ultra Technobandinu Stefán og Allt Fyrir Ástina með yndislega Pál Óskari.

Ég veit að ég er orðin agalega léleg í því að blogga. En einhvern veginn finn ég engan tíma fyrir það eins og svo margt annað. Ég er bara alltaf í vinnunni og þegar ég er ekki í vinnunni þá er svo oft allur dagurinn planaður og maður hefur samt svo engann tíma fyrir eitt né neitt.

Ég ætla allavegna að byrja á því að tala um útileguna í Ýdölum, þar sem ástin mín hún Sunna var að halda upp á tuttuguogeins árs afmælið sitt ásamt Hreiðar (21 árs) og Ágústi (22 ára). Fórum slatti af fólki út í Ýdali og tjölduðum og svo var bara "aðeins" fengið sér í aðra tána, étið grillmat og spjallað. Krakkarnir fengu þessar snilldar afmælisgjafir, hehe, sem voru flestar verslaðar í bensínstöðvunum á Akureyri og nágrennis. Sumir urðu ofurölvar, sumir létu sig hverfa inn í tjald með hjálp klukkan 1, sumir rúlluðu sér upp úr hlandi meðan aðrir reyndu að slá íslandsmet í útilegu leikjum, aðrir drukku svartan vodka þangað til tungan varð svört meðan aðrir fóru með flügel eins og það væri gull og enn aðrir hurfu í laaaaangar göngutúra. Svo má ekki gleyma að sumir fóru að spjalla við austurríkismann sem var í húsbíl þarna hjá okkur, að sumir ákváðu að klifra í trjám og enn aðrir fóru á fætur kl.8 (btw eftir að hafa sofið í 2 tíma) til að húkka sér far og fara að veiða!

Ragna og Atli svo sæt :*

 Ragna og Atli

 

Góð helgi samt sem áður. Fór heim með Rögnu og Michael með smá stoppi á Húsavík og svo eldaði ég karrífisk-rétt um kvöldið - geeeeeðveikt góður btw Tounge

Helgin eftir það var svo vinna en fékk að vinna 9-16 á föstudeginum til að komast í afmælið til systur minnar. Það varð snilldar kvöld. Sem reyndar endaði aðeins of snemma fyrir minn smekk vegna ónefnds drukkins þjóðverja, hehe Grin ..en lag kvöldsins var þokkalega Story of a Star með Ultra Mega Technobandinu Stefán. Takk Kata, allt þér að þakka Wink ..manneskja kvöldsins var samt sem áður hvorugt afmælisbarnið að mínu mati heldur Guðlaug. Hahahaha. Segi ekkert meira um það, mwahahaha. Henni tókst allavegna að fá það svo vel út að við værum nú systur. Hihi. 

Ég og Michael :*

Michael og ég  InLove

 

Mánudagurinn var svo ekkert smá næs. Var bara að hangsa í bænum með Rögnu og við enduðum að sitja fyrir utan Amour í slatta tíma með Kötu og þar tókst mér að ná í þessa agalega flottu brúnku. Held að önnur eins verkamannabrúnka hefur ekki sést, hahaha.

Flotta brúnkan mín

 

Ákváðum svo að skella okkur til Húsavíkur og drógum Michael, Sunnu, Hreiðar og Ásu með okkur. Fórum út að borða á Sölku og svo bara heim til Helgu og spjölluðum þar.

Ása, ég og Sunna

 

Núna er ég svo að kafna úr hori og óbjóði. Er búin að vera eitthvað slöpp síðan á föstudag en verð alltaf verri og verri með hverjum deginum. Ætla ekki í vinnuna á morgun, heldur frekar að reyna að ná þessum óbjóði úr mér.  Fór samt á Kaffi Akureyri með Freyju minni í gær og við ætluðum bara aðeins að kíkja, en endaði svo að ég kom heim eitthvað yfir 4. Takk Steffý elskan fyrir að redda okkur heim Kissing ..Takk Freyja fyrir gott spjall, looooong time no see schatz Tounge

Annars er ég ekki búin að gera neitt alla helgina nema liggja upp í rúmi og horfa á sjónvarpið. Leigðum myndir í gær og erum bara búin að hafa það huggulegt. Vöknuðum reyndar snemma í gær til að þrífa aðeins íbúðina þar sem amma og pabbi kíktu í vöfflur. Gott að fá sér vöfflur svona snemma á laugardegi.

úff. Ég er allavegna finally búin að koma þessu bloggi frá mér og vonandi verður ekki svona langt í næsta blogg, hehe. En ég ætla að enda þetta (það er að segja ef einhver las svona langt) á því að segja þrennt :

Ég er kominn með mæspeis síðu : http://www.myspace.com/annaloas og svo er ég líka með síðu á www.facebook.com 

Sunna elskan TIL HAMINGJU, þið eruð svooooo miklar rúsínur Kissing

And last but not least - ég er búin að ákveða hvað ég er að fara að gera í haust!!! Ég er sem sagt að fara í sjúkraþjálfun !!! 

 

Tjááá Anna Lóa sem er með hor í nös  Smile

Það var geggjað veður :)

 Mynd sem ég tók á Húsavík á mánudaginn 


Hún á afmæli, víííí

Sóley

Til hamingju með afmælið Grin


HR / HÍ

Ég held að ég hafi ekki aðeins komið sjálfri mér á óvart heldur mörgum í kringum mig með því að komast áfram í gegnum læknaprófið OG komast inn í HR.

Þetta var eitthvað sem ég bjóst alls ekki við að gera eftir heilt ár af eintómu rugli og núll lærdóm.

Þannig að ég hef val um í haust að byrja í HR og fara í heilbrigðisverkfræði EÐA fara í sjúkraþjálfun í HÍ.

Hugurinn flakkar mikið á milli núna þessa dagana en ég þarf að ákveða mig í dag. Held að ég sé komin með lokaniðurstöðu. En er enn of hrædd við að segja bara : Ég ÆTLA að læra þetta. Hehe.

En langaði bara að unga þessu útúr mér, þar sem margir hafa eitthvað verið að forvitnast Cool - er farin í sturtu og svo kannski í beddann eða reyna að skrifa eins og eitt bréf til Isidors.

Anna Lóa - verðandi háskólanemi

 

 

IMG_1281

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband