Færsluflokkur: Bloggar
5.10.2007 | 17:48
Föstudagur
Búið ykkur undir laaaaaangt blogg, eða ekki
Spurning dagsins : hvað er verra en að búa með karlmanni??
Svar : búa með tveimur þjóðverjum
hahahahahahahaha
Manneskja mánaðarins er pottþétt amma mín. Hún er æði. Ég, Michael og Christian kíktum sem sagt í heimsókn til hennar á þriðjudaginn. Við fengum saltfisk-ofnrétt sem var mjög góður. Held að þetta hafi verið í fyrsta skiptið sem ég borða saltfisk (mamma, rétt?) En anywho, þá fengu við smá rauðvín með matnum og annars konar öl, sem uppskar það að Christian greyið gat ekki borðað morgunmat daginn eftir vegna þynnku. En eftir smá gubbu hjá afleggjaranum á Fróðárheiði þá var hann fínn.
En hún amma mín er þannig að hún vill að maður sé alltaf étandi þegar maður er í heimsókn og því var alveg skelfing fyrir hana að hafa Christian svona þunnan. En hún átti mörg gullkorn :
- Hún var að búa um Christian og hann var að hjálpa henni og svo heyrði ég bara : er þetta í lagi, helduru að þú dettir nokkuð? Detta? Búmm í gólfið? Á meiða sig?
- Anna Lóa, hann Kristjááán vinur þinn skilur nú bara ekki neitt sem ég segi. Amma, hann er búin að vera hérna í þrjá daga svo það er kannski ekki furða. Og hann heitir Christiaaan.
- Hún hrósaði mér fyrir að hafa fitað Michael svona
- Hún leik auðvitað allt eins og í síðustu heimsókn, sem var auðvitað draumur út í gegn.
- Svo söng hún fyrir okkur lag sem einhver karl hafði kennt henni, því hún er sko að fara á leik í Barcelóna á morgun og þar sem Eiður Smári á víst að vera í liðinu þá hljómar lagið svona : Eiiiiiður Smááááriiiiiii Guðjóhnseeeeeeeen, Baaaaaarcelonaaaaaaaaa. Yndislegt.
- Hún hafði áhyggjur að hrísgrjón, kartöflur OG brauð væri ekki nóg meðlæti með ofnréttinum.
Annars hef ég haft það ágætt síðan síðstu skrif, fyrir utan smá ves. Kem vonandi með einhverjar myndir með næsta bloggi.
Anna Lóa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.10.2007 | 09:21
Vei
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.9.2007 | 19:56
26. september
Fróðleikur dagsins er að Golgi-kerfið fékk þetta nafn frá manninum sem uppgötvaði það árið 1989 og hét hann Camillo Golgi.
Vonbrigði dagsins var að uppgötva að Ása var í rútunni þegar ég settist hjá horstelpunni.
Maður dagsins er eina manneskjan sem ég er búin að sjá í dag og það var gaurinn sem kom og lagaði ljósin hjá mér. Núna get ég séð með tannlæknaljósi hversu fríð ég er á morgnanna.
Afrek dagsins var ekki að leggja mig og sofa í 2 og 1/2 tíma í staðinn fyrir 1.
Takk fyrir mig,
Anna Lóa, sem er orðin sýrð af frumulífeðlisfræði
p.s. bara tvær nætur enn, víhjúú..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.9.2007 | 17:21
25.09.07
Skrýtnasta farþeginn í dag var stelpan sem ég settist hjá. Þoli ekki að ég er í síðasta hollinu sem rútan tekur upp svo fólk er alltaf búið að taka helmingin af öllum sætunum og nota hinn helminginn undir töskurnar sínar. Svo þegar maður gengur inn í rútuna þá horfa allir á mann með morðaugum : þú færð ekki að sitja hjá mér. Svo ég ákvað að velja stelpu sem leit nú út fyrir að vera ágætlega næs og spurja hana hvort ég mætti hlunka mér við hliðin á henni. Hún umlaði eitthvað og færði svo finally töskuna sína. Ég hefði nú frekar bara átt að sitja á gólfinu þar sem þegar við vorum varla búin að keyra í 5 min þá var gellan farin að bora í nefið ..og þá bara eins og litlu krakkarnir gera : stinga puttanum eins og hann kemst og skoða svo vandlega það sem kemur út með honum. Þetta stundaði hún alla leiðina til Reykjavíkur og ég þorði ekki að líta af henni vegna hræðslu um að hún myndi missa eitthvað af þessum óbjóði á mig.
Afrek gærdagsins var ánefa að mér tókst að vera 3 tíma að skrifa 3ja bls "ritgerð". Það var ekkert smá erfitt að gera þetta þar sem maður hefur ekkert gert neitt svona í alltof langan tíma. Vissi ekkert hvernig ég ætti að fara með heimildir og vissi bara ekki baun.
En annars átti ég tvö góð samtöl í gær :
Samtal #1 :
María : Hæ
Ég : öööööööö.. hæ *hugsandi, hvaðan í fjáranum ég átti að þekkja þessa manneskju*
María : Ég er María og er frænka þín
Ég : *kviknaði loxins á perunni* Já, auðvitað. Mamma var búin að tala um að þú værir í skólanum
María : Já, ég var ekki viss um hvort ég myndi þekkja þig, en svo vissi ég að nefið gæti nú ekki farið framhjá mér.
Samtal #2 :
KK kennari er að tala um hormón og fer að tala um karlkynsgetnaðarvarnarpillur.
Ég : Já, er ekki búið að búa til pillur sem karlar eiga að taka 1 klst áður en....
KK kennarinn : ..áður en?
Ég : ööö *roðna* ..hehe.. *flissa*
KK kennarinn heldur svo bara áfram að tala um efnið og er að spurja okkur meira um hvað okkur finnst.
Ég : Það er pínu bjánalegt að ákveða bara : ,,eftir klukkutíma ætlum við að..."
KK kennarinn : Hvaaa, hefuru eitthvað á móti löngum forleik?
Svona er lífið mitt í hnotskurn þessa dagana. Haldið niðrí ykkur andanum eftir næstu fréttum.
Anna Lóa sem er einmana
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.9.2007 | 15:40
Að vera í rútu..
..getur verið fyndið..
Þar sem ég fer í rútu nánast 2x á dag á hverjum virkum degi þá fer maður að spá og spekúlera í fólkinu í kringum sig. Flestir eru nú bara í sínum eigin heimi og þá lesandi bók, fréttablaðið eða bara hlustandi á tónlist og virða fyrir sér fallega Reykjanesið ..
Óvenjulegasti farþegi dagsins var ánefa kærustuparið sem sat við hliðin á mér. Það talaði saman á ensku, en þar sem gaurinn var að lesa fréttablaðið býst ég við að hann hafi verið íslendingur. En anywho, þá voru þau voða sæt og kúrðu saman í sætunum sínum. Ég, með mína störukunstir tók eftir þessum rosalegu gulbrúnu nöglum. Fyrst hryllti mig við því að stelpan gæti verið með svona stórar nelgur án þess að vera að þrífa þær eitthvað. Því liturinn var ógeð. En neibb, þá var þetta neglurnar á GAURNUM! Ojjj.. ..hryllingur..vá hvað mig klígjaði. Svo var gaurinn alltaf að klóra svona laust í handabakið á stelpunni, baaaaaa.. Ógeð..
Fyndnasti farþegi dagsins var gamli karlinn sem sat fremst í rútunni. Hann var auðvitað spenntur í belti. En það var greinilega ekki nóg fyrir hann þar sem hann ríghélt í það með annarri hendinni og hélt svo dauðahaldi í gardínurnar með hinni ..agalega krúttilegur eitthvað.. En svo um leið og við komum út úr Hafnafirði þá róaðist sá gamli og sleppti gardínunni sem var orðinn eytt eftir handartakið hans og byrjaði að blístra. Og hann blístraði alla leiðina þangað til ég gat hent mér út úr rútunni.
En núna verð ég að leggja mig áður en ég fer að læra. Get varla haldið augunum opnum lengur. Kem með skemmtileg update á morgun af rútuferðunum mínum. Bíðið spennt og haldið hestunum ykkar.
Anna Lóa Svansdóttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.9.2007 | 19:42
23. september 2007
Uppáhalds samtalið mitt í sumar var :
Ég : Getur enginn lánað þér pening, eða gefið þér pening?
Ónefnd manneskja : Afi hefur alltaf gefið mér pening, en ég get ekki hringt í hann núna. Hann er í Færeyjum.
Ég : Já okei. Hvað er hann að gera í Færeyjum?
Ónefnd manneskja : Bíddu..neiii..hann er ekki í Færeyjum..hvað heitir aftur eyjan hérna í Eyjafirði?
Ég : Hrísey?
Ónefnd manneskja : Já, einmitt. Hann er í Hrísey.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2007 | 19:23
Rasismi!
Hæ
Ég hef ekkert til að blogga um, en vildi bara koma þessu frá mér - það eru til rasistar á Íslandi og það er ógeðslegt. Ég vona að þið þarna úti séu ekki rasistar og hugsið ykkar gang áður en þið látið út ykkur orð um fólk eða þjóðflokk sem þið vitið kannski ekkert um, og þekkið ekkert.
Ég á þýskan kærasta eins og flest ykkar vita og það sem strákgreyið hefur lent í er ógeðslegt. Ég hef ákveðið að standa með félagi sem var stofnað hérna af strák sem hefur þurft að lenda í rosalegum fordómum þar sem hann var svartur. Ég er búin að skrá mig og ég mæli eindregið með því að þið gerið það líka elskurnar mínar.
http://www.antirasista.net
Ég skil engann veginn hvernig fólk getur gert svona hluti eins og ég hef orðið vitni að. En öll erum við víst mismunandi, en ég held að hlutir eins og almenn skynsemi væri í okkur öllum, en greinilega ekki.
Elskið nágranna og munið að öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir!
Anna Lóa sem er að fara á húsfund
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.9.2007 | 17:27
18. september
Hlutir sem ég þoli ekki, eða gjörsamlega hata, við Reykjavík og nágrenni!!!
- Það er ALLTAF rigning hérna. Ég er sko ekkert að ýkja eitt né neitt - ég er búin að búa hérna núna í á fjórðu viku og það var EINN dagur sem það rigndi ekki og það var fyrsta skóladaginn minn. Ég er núna komin á þá skoðun á þá voru þessir blessuðu veðurguðir bara að láta mig halda að þetta væri ekki jafn slæmt og ég hélt alltaf, en NEI.
- Fólkið hérna heldur að umferðamerki séu bara til þess eins að mæla með því hvernig sniðugt er að keyra.
- Nýkomið rautt ljós þýðir : gefðu allt í botn
- Biðskylda og hvað þá stöðvunarskylda eru til skrauts
- Ef fólk vill beygja þá gefur það stefnuljós (þegar það nennir) og beygjir, athugar ekkert hvort manneskjan sem er fyrir aftan eða hliðina hafi tekið eftir því
- Sumir gefa stefnuljós til hægri en beygja svo til VINSTRI
- Fólk er alltaf að drífa sig, hvort sem það er of seint eða bara yfirhöfuð í svona vondu skapi. Fólk er meira segja að drífa sig kl.7.07 á morgnanna. Hvert er svona nauðsynlegt að fara að þú þurfir ekki aðeins að stofna þínu lífi í hættu heldur allra annarra líka?
- Það sem er ekki í Reykjavík, á Reykjavíkursvæðinu eða á Reykjanesinu er bara ekki til.
- Það er í alvöru til fólk sem heldur að það sé hvergi malbik fyrir austan og það heldur að það megi dolla sér á 100kmh á mölinni
- Þar sem ég veit hvernig ísbílinn lítur út og hef séð hann þá er ég úr sveit og er stórundarleg
- Afgreiðslufólk er yfir höfuð mest allt dónalegt - ég er ekki að segja að þú lendir ekki í dónalegu afgreiðslufólki á Akureyri en ég hef nú allavegna ekki lent þar í að afgreiðslustelpan sé að skrifa sms meðan ég er að leita af kortinu mínu
- Fólk móðgast ef þú spyrð hvort það eigi heima í Reykjavík þegar það á sko heima í Kópavogi. Eins og það sjáist utan á fólki.
- Ég hef komist að því að stundum skil ég ekki hvað fólk er að meina þegar það er að tala við mig
- Hvað ertu að fara að gera Á helginni?
- Fólk hefur nöfn yfir allt og kallar allt einhverju öðru en nafninu sínu og flest nöfnin enda á -ó
- Ég bý ekki í Reykjavík en ég veit samt hvað helstu skemmtistaðirnir hérna heita. En fólk hérna hefur ekki hugmynd um hvort ég sé að meina búð, bílaverkstæði, endurhæfingarstöð eða bara eitthvað allt annað þegar ég segist vera að fara í Sjallann. Ég hélt að lang flestir hefðu heyrt í útvarpinu auglýsingu eins og ,,X er á föstudaginn á Nasa og svo í Sjallanum Akureyri á laugardag"
- Í siðfræðitíma hjá mér um daginn, þá var kennarinn að tala um boðorðakenninguna og eitthvað svoleiðis rugl, og hann er að krota á töfluna og spyr okkur ,,bíddu er Guð ekki skrifað með stóru G-i" ..og þá heyrðist í einum nemendanum (án gríns) ,,jú og með V" ..!
- Þegar það verður bílslys og sagt frá því á www.mbl.is , einsog um daginn þegar gaur keyrði á steypuklumb, þá er það fyrsta sem fólk segir ,,þessi var pottþétt ekki héðan"
- Kennarinn minn setti orðið ,,meidd" inn í powerpoint showið sitt og var þá að tala um skemmd eða sár
- Hver segir MEIDD yfir skemmd í taugafrumu?
- Ég hef ekki enn verið hérna í Reykjavík og á því litla svæði sem ég þarf að vera á yfir daginn án þess að sjá, heyra í, eða sjá eftir bílslys.
- T.d. í dag þá var amk 4 bíla árekstur - aftanákeyrsla
- Meira en 300manns voru teknir fyrir ofhraðann akstur um daginn á EINUM gatnamótum. Ég var að bíða á beygjuljósi og myndavélinn smellti amk 3x af á þeim tæpum tveimur minútum meðan ég beið
- Svo síðast en ekki síst : Pulsa er ekki orð! Heimskulegasta auglýsing Íslands er ,,pulsaðu þig upp í sumar - íslendingar borða SS pylsur" . p-Y-l-s-u-r
Svo núna hef ég aðeins komið pirringinum frá mér!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.9.2007 | 16:12
13. september
Þetta blogg er í boði YouTube.Com
Þá er best að koma þessu blogg frá sér. Það verður líklegast langt, þar sem ég á eftir að röfla eins mikið og ég get svo ég þurfi ekki að fara að læra, ..þarf reyndar líka að fara að ná í þvottinn sem ég var að þvo. Hata að þvo þvott hérna, sakna þess að vera bara með þvottavél inn í íbúðinni minni og þurfa ekki að spá í einhverju svona rugli. En maður getur víst ekki fengið allt.
Byrjum bara að segja frá þessu svakalega sundboladjammi. Þetta byrjaði með því að við megnið af bekknum hittumst heima hjá einni stelpunni, svona aðeins til að bonda áður en hinir "ógnvægnlegu" böðlar komu og sóttu okkur. Svo var bara keyrt okkur upp í sjúkraþjálfunarhús þar sem við áttum að bíða úti meðan þau tóku bara tvö og tvö saman inn í svokallaða þrautabraut. Við sem þurftum svo að bíða úti, styttu okkur stundir með því að fara í drykkjuleik. Heimskulegasta drykkjuleik sem ég hef á ævinni minni farið í. Sem endaði auðvitað með því að vodka-pelinn sem var gjaldið fyrir að klúðra hefði alveg eins bara geta verið gefið mér í byrjun.
Þegar við þurftum að fara inn þá var bundið fyrir augun á okkur, látið okkur hafa nafnspjald sem á stóð nafnið okkar og svo eitthvað agalega fyndið sem böðlunum hafði dottið í hug.
Svo voru við dregin inn í húsið. Fyrst áttum við að setja hendina á einhverja bók og fara með eið sem var einhvern veginn svona : Ég, busa ógeð, sver hér með við þessa bók að læra, læra, læra og læra. Hehe. Svo var bara öskrað : úúúúúr að oooooofan!! Áttum greinilega ekki að komast upp með það að vera í bol yfir sundbolin. Svo næst var öskrað : ááááá hnééééééén ..og þá áttum við að taka armbeygjur. Ég held að ég hafi ekki náð að taka svona margar armbeygjur á tánum síðan ég var 15 ára í fótboltanum, haha. Svo áttum við að skríða upp allan stigann á hnjánum sem uppskar það að ég var með blá og bólgin hnén framm á þriðjudag.
Þegar við vorum svo komin upp þá áttum við að fara inn í eitt herbergið af öðru og gera ýmsa hluti. Nudda mjög fáklædda stelpu, sleikja rjómann af bringunni af mjöööög svo fáklæddum strák, drekka bjór úr trekt, taka staup og svo enduðum við inn í herbergi með bjór í hönd og þar var SingStar. Hell no að ég fari í SingStar. Sat frekar upp á bekk og spjallaði við gaur, sem vildi ekki kalla mig Anna Lóa, svo það endaði með því að ég sagði að hann mætti kalla mig Lúlú, eða Lóló ..en þetta var svo þannig að allir voru orðnir svo blekaðir og alveg sama hvað böðlarnir vildu að við gerðum. Við gerðum bara það sem okkur sýndist
Þetta var svo allt saman tekið upp á video og það eru víst til sóðalegar myndir af manni. Jeij. Vonandi að allar myndavélarnar bili sem voru í gangi þetta kvöld, hahaha. Reyndar á ég agalegar myndir sjálf af fólki. Vorum öll svo bjánaleg í sundbolum, en greyið strákarnir voru samt sem áður verstir. Greyin. Svo þegar þetta var að leysast upp í vitleysu þá var Michael komin að sækja mig. Strákgreyið. Hann sem sagt kom þegar ég var enn í partýinu og fór svo bara til Keflavíkur. Var svo einn og hálfan tíma að leita af lyklinum af íbúðinni okkar, þar sem síminn minn var batterýslaus, og ég ekki alveg að standa mig að hjálpa honum ..en honum tókst svo að finna lykilinn og með hjálp frá Hreiðar og Gumma komst hann aftur til Reykjavíkur að ná í mig. Þegar hann loxins fann mig var hann ekkert nema brosið *hóst, hóst* ..Ég kom líka út í sundbolnum, búin að klæða mig í gallapilsið mitt, en hef einhvern veginn gleymt að þetta væri pils og notaði það sem magabelti. Á tánum og gleraugnalaus.
Laugardagurinn var svo aðeins rólegri að minni hálfu, en við kíktum aðeins til Reykjavíkur og reyndi ég aðeins að sýna Michael hluti í Reykjavík, Kolaportið og svona. En um kvöldið fórum við í heimsókn til Ásu og Hreiðars og við fjögur fórum svo til Keflavíkur á ljósanótt. Rétt náðum að sjá flugeldasýninguna, eða það sem hægt var að sjá af henni, þar sem hún hvarf eiginlega öll á bakvið reyk og ský. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu. Við tókum svo bara rölt um Keflavík og sáum skemmtilega hluti eins og stelpu hágrenja, lögregluna ráðast á 14 ára strák, gaur gubba á vegg og snúa sér svo bara við - halda áfram með bjórinn og éta subway, gaur drapst en lifnaði svo við þegar Hreiðar var að reyna að draga hann inn á barinn.
Michael tókst að fá pólverja til að setjast við borðið hjá okkur og spjalla á þýsku. Hvernig hann fer að þessu er mér hulin ráðgáta. Eftir alltof langt spjall við Pólverjana fóru þeir loxins, syngjandi "Deutschland, Deutschland üüüübeeer aaaaaalleeeeeees!" .. Ása og Hreiðar fóru svo á undan okkur heim, þar sem Ásu tókst að setjast í eina blauta stólinn á svæðinu. En ég og Michael fórum svo stuttu seinna heim og það tók mig ekki nema 25 min að keyra frá Keflavík og heim. Þetta er kannski 5km akstur. Umferðin var auðvitað bara rugl. Það var röð frá miðbænum og hálfa leiðina til Reykjavíkur.
Svo var bara skóli alla vikuna og ósköp lítið eitthvað að segja frá því, nema ég er alveg að fýla það að vera í svona lotubundnu námi. Það gengur ekkert hangs að læra, því lokaprófið er núna eftir tvær vikur eða svo. Maður verður bara að gera þetta og ekkert væl. Reyndar er ég í fagi sem heitir Inngangur að sjúkraþjálfun og dauði&djöfull er það leiðilegt. Sem betur fer skiptist það 40/60 og 40% er siðfræði sem er helvíti skemmtileg. En annars er ég svo í frumulífeðlisfræði og það er svo sem allt í lagi. Ekkert úber skemmtilegt fag en alveg sæmilegt svo sem.
Svo kom síðasta helgi og ákvað ég svona eiginlega out of nowhere að skella mér á Fabio norður. Lét Michael ekkert vita, svo hann var orðin hálf skakkur eftir að hafa farið í golf með vinnunni. Sunna sagði mér að passa mig á því að senda hann í golf, hehe. Það gæti ég misst hann alveg ..en þetta var annars æðisleg helgi.. Skelltum okkur til Ólafsfjarðar og vorum þar, að njóta lífsins, éta og sofa. Sváfum meðal annars til kl.16.30 á laugardaginn. Úps, hehe. En svo fórum við aftur til Akureyrar á laugardeginum þar sem ég kíkti í heimsókn til Freyju og dró Steffý með mér. Það var svo geggjað að hitta elskurnar mínar aðeins aftur ..kíktum aðeins á Kaffi Akureyri og svona.
Sunnudagurinn var svo bara soldið chill. Kíktum á Ólafsfjörð í mat til mútter & Jónasar og svona. Ég fór svo til Reykjavíkur bara á mánudeginum. Ohh, það var svo erfitt. Ég er alveg að hata það að Michael sé enn á Akureyri. Ohh.
En ég gisti hjá Rögnu minni tvær nætur og það var ekkert smá næs. Við spjölluðum langt framm á nótt og spjölluðum, bara what girls do.
Svo fer ég aftur á Akureyri á morgun, víííí. Á flug kl.18.30 héðan og á svo ekki flug fyrr en á mánudagskvöldið tilbaka. Páll Óskar á laugardaginn og ég, Sunna og Hafdís erum búnar að plana djamm með margra vikna fyrirvara ..en núna nenni ég ekki meiru. Er farin að ná í þvottinn minn og ég ÆTLA að reyna að lesa mest af þessum 8. kafla í dag, er komin alveg ágætlega langt, en verð að fara að klára hann.
Anna Lóa, sem er að fara í klippingu á mánudaginn, enda komin tími til
Myndin er ógeð, en sést hvernig hárið á mér er orðið. Þetta kvöld gat ég ekki einu sinni greitt það!
Takk fyrir mig og komment takk!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.8.2007 | 22:28
Fimmtudagur víí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)