Færsluflokkur: Bloggar
30.11.2007 | 16:30
Jáhá
Hafdís fær hér með verðlaun fyrir að giska á rétt afhverju ég hef ekkert látið vita af mér! og í verðlaun fær hún....
uldið stigvél
ég er sem sagt netlaus ..........!!! En er með síma - svo látið heyrast í ykkur elskurnar ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.11.2007 | 11:28
Þýskaland über alles
Jæja, þá erum við að fara að leggja í hann til Keflavíkur og svo er það bara Þýskaland á morgun
Hagið ykkur nú almennilega meðan ég er í burtu, hehe ..við komum svo heim aftur 27. nóvember og helgina þar á eftir þurfum við aftur að fara til Keflavíkur til að ná í draslið okkar því við erum komin með íbúð á Akureyrinni, vúhjúú og flytjum inn í hana um mánaðarmótin
Anna Lóa sem er að fara til Þýskalands
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.11.2007 | 07:07
Kaffi Ak og Pólverjarnir
Ég verð að viðurkenna að mér líður soldið vel eftir því að hafa lesið þessa frétt. Það verður víst hægt að fara á Kaffi Ak núna án þess að fimmtugir pólverjar séu að nudda sér upp við mann, klípa mann í rassinn og reyna að dansa mann út í horn.
Ég er ekki að segja að ég sé eitthvað á móti Pólverjum svona yfir höfuð. Ég hef alveg talað við ágætis fólk frá Póllandi. En þessi ákveðni hópur sem hangir þarna á Kaffi Ak og reynir að vaða í klofið á kvenfólki eru bara ógeðslegir. Ég á allavegna ekki eftir að sofa verr eftir að þetta hefur verið gert. Hlakka til að geta hætt að kalla uppáhaldsskemmtistaðinn minn á Akureyri Pólverjarstað.
Mér fannst þessi mynd fullkomin við þetta blogg. Á jólahlaðborði Esso í fyrra þá enduðum við flest öll á Kaffi Akureyri, þar sem þessi Pólverji var að svona asskoti skemmtilegur ..Ekki bætti heldur þessi fagurflotta jólapeysa sem hann var í. Anyways, flott pós frá Freyjunni minni
En yfir í eitthvað miklu skemmtilegra. Þá er ég komin með vinnu ..byrjaði á laugardaginn að vinna í eldhúsinu á FSA og finnst það bara ágæt, svona til að byrja með. Þetta er allavegna vinna .. Verður alltaf skárra og skárra með hverjum deginum, svona þegar ég fer að læra hvað ég á að gera. Agalega leiðilegt að standa þarna einsog sauðhaus og vita ekkert hvað maður á að gera, hehe.
En best að fara að fá sér morgunmat og skella sér í vinnuna
Anna Lóa sem er að fara til Þýskalands á mánudaginn
Mucka og Trabantinn sem ég keyrði þegar ég var í Þýskalandi síðast
Dónaleg framkoma ekki liðin“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
8.11.2007 | 12:28
8. nóvember
Hæ elzkurnar mínar. Fyrst ætla ég að þakka ykkur fyrir að segja mér fyrir hvern ég er að blogga. Líður mun betur núna með þetta og hef ákveðið að gera einsog ástin mín, hún Sunna sagði. Að blogga fyrir þá sem ég vil og hinir skipta bara engu máli. ..
Það hefur of margt gerst. Veit ekki hvar ég á að byrja. En þar sem ég er ekki í fýling fyrir eitthvað nöldur og væl blogg þá skulum við bara hafa þetta ísí.
- Ég fann loxins þann styrk sem ég þurfti til að segja upphátt að ég væri hætt í skólanum. Ég er sem sagt hætt í sjúkraþjálfun í HÍ ..Mér fannst rosalega gaman í skólanum og allt þvílikt spennandi sem við vorum að læra, en því miður var ég bara ekki að líka við þá hugsun að útskrifast sem sjúkraþjálfari. En þetta er eitthvað sem ég vissi alveg í vor þegar ég skráði mig í sjúkraþjálfun að ég myndi kannski hætta. En gæti ekki vitað það nema að prufa, ég komst í gegnum inntökuprófið og því ekki að prufa
- Við keyptum okkur flug til Þýskalands og förum út þann 19. nóvember og komum aftur til Íslands 26. nóvember. Hlakka rosalega til, víí
- Við erum flutt aftur til Akureyrar. Michael byrjaður aftur hjá Miðstöð og gæti ekki verið ánægðari. Ég er einsog er enn atvinnulaus en gæti vel verið að ég byrji að vinna á morgun eða hinn. Læt ykkur bara vita þegar ég veit það betur.
- Við erum í íbúðarleit :
Leiguíbúða markaðurinn á Akureyri hefur aldrei verið jafn hræðilegur og þessar vikurnar. Íbúðirnar sem mér hefur verið boðið að skoða hafa verið eftirfarandi :
- Hús í gamla bænum á Akureyri : Samtalið við stelpuna sem á húsið var orðrétt svona : Ég er með til leigu, lítið og krúttilegt hús í gamla bænum. Húsið er mjög fínt að innan nema það eru reyndar mýs í einum veggnum!
Haaaaallóóó, hver reynir að leigja húsið sitt / íbúðina sína með einhverju svona? Jeminn.
- 55fm íbúð í Laxagötu : Fyrsta lagi þá hafði ég ekki hugmynd um hvar Laxagata væri, en þegar ég vissi að hún væri við hliðin á Ríkinu þá var ég nú að spá í að segja bara nei. En ég fór og skoðaði, og stelpan sem bjó þarna áður hafði reykt svo ógeðslega inni hjá sér að það var varla líft inni í íbúðinni Konu greyið sem átti íbúðina var alveg miður sín, vissi ekkert að þessu. Ég er ekki að fara að búa inn í reykingakompu í næsta húsi við Ríkið.
- Íbúð í Norðurgötu : Kata gerði endalaust grín af mér að hafa ekki bara sagt nei strax í símann því þegar ég fór þangað að skoða, þá hringdi ég í konuna og sagði að því miður gæti ég ekki komið vegna persónulegra ástæðna, en ástæðan var að húsið var svo ljótt að utan að ég var við það að gubba. ..þorði alls ekki inn fyrir dyrnar..
- Íbúð í Brekkugötu : Ég ætti að læra að segja ekki alltaf allt sem ég hugsa, því þegar ég var að tala við þennan, þá sagði hann mér að íbúðin væri 37fm og þá missti ég út úr mér : Og kallaru þetta íbúð? Vá hvað ég skammaðist mín. Jeminn. En well.
- Svo eru nokkrar hringingar búnar að vera með leigu 80-100. þús og plús (nei takk) og íbúðum MEÐ húsgögnum (again nei takk). Svo þetta er algjör draumur þessa daganna að finna íbúð.
Svo ef ÞÚ veist um einhvern sem vantar leigjanda endilega láttu mig vita. Búum núna í ca 12 fm herbergi, alveg meiriháttar sko. Rekur hausinn í hurðina þegar maður fer framm úr rúminu. Hahaha, kannski ekki alveg. Þetta er ekkert það slæmt, mér finnst þetta reyndar alveg ágæt. Reyndar ekki mikill friður hérna, en þá bara rétt frá 7.30-17 ..annars er enginn hérna nema við, sem er gott.
Held að þetta sé barasta gott í bili. Dagurinn í gær var of erfiður til að tala um hann í dag. Ætla núna aðeins að horfa meira á Grey's Anatomy þar sem ég er komin á 226 og allt að gerast *gasp* ..er svo að DL 3ju seríu líka svo ég ætti að hafa eitthvað að gera næstu daganna, hehe.
Haldið annars áfram að kommenta
Anna Lóa sem er ekki hrifin af íbúðarmálum þessa daganna
Ég og elzkurnar mínar á Kaffi Akureyri 19.10.07
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.11.2007 | 09:53
Blogg?
Fyrir hvern í ?*#$%(&#! er ég eiginlega að blogga?
- Er ég að blogga fyrir sjálfa mig? Þá get ég alveg eins haldið dagbók og skrifað þar niður allt þetta rugl sem mér dettur stundum í hug.
- Er ég að blogga fyrir fjölskyldumeðlimina mína sem langar að hnýsast í það sem ég er að gera? Tjékka á því hvort ég sé að haga mér fallega og skemmta mér þeim til sóma?
- Er ég að blogga fyrir vini mína, sem eru staðsettir útum allan heim svo þeir geti fylgst með mér?
- Er ég að blogga fyrir þá "vini" mína sem hringja aldrei í mig og eina sem þeir vita um mig er það sem þeir lesa hérna á blogginu?
- Er ég að blogga fyrir fólkið sem þekkir mig ekkert? En hefur bara ekkert annað að gera en að lesa blogg hjá fólki sem það veit ekkert um.
- Er ég að blogga fyrir fólkið sem þekkir mig varla, rétt aðeins kannast við mig og finnst gaman að njósna um mig?
- Er ég að blogga fyrir fólk sem þekkir mig, en talar illa um mig við annað fólk en bara verður að vita hvað ég er að gera?
- Er ég að blogga fyrir fullorðna fólkið í Ólafsfirði sem hefur ekkert annað að gera en að lesa um það sem unga fólkið er að gera?
Seg ÞÚ mér fyrir hvern ég er að blogga og afhverju og þá gæti ég hugsað mér að byrja aftur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
20.10.2007 | 21:18
Laugardagur - Ólafsfjörður
Bloggar | Breytt 21.10.2007 kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.10.2007 | 09:15
Þriðjudagur
Ég var að læra heima í gær og ég hélt að Michael yrði ekki eldri. Ég hlammaði mér niður, með eina feita beina/tauga/vefja sýnis bók, teikniblokkina mína, stílabókina, beinaheftið, liðaheftið, beinaveskið mitt og TRÉLITINA mína. Þetta dreifði ég svo útum allt og teiknaði vöðva og fleira í rúman klukkutíma. Ég er í háskóla og ég læri heima með trélitum, mér finnst það fyndið, Michael hélt fyrst að ég væri nú að grínast, hehe.
Ég held samt að ég hafi gengið alveg frammaf sumum í dag, hehe. Ég var búin í skólanum kl.16.05 og ég tek alltaf rútuna kl.18 til að taka sömu rútu og Michael. Ég nennti ekki að labba upp á bókasafn svo ég labbaði bara upp á BSÍ og kom mér vel fyrir þar á einu borðinu og lærði í tvo tíma. Vá hvað fólk var farið að standa upp og þykjast lesa eitthvað á veggjunum bara til að athuga hvað ég væri eiginlega að gera. Svo starði það svo á bækurnar mínar meðan það labbaði framhjá mér. Ég náði að leiða þetta hjá mér en svo kom flugrúta með skrilljón manns, þannig að hurðin var opin aðeins of lengi, því það myndaðist gegnumtrekkur og daraaaa öll blöðin mín út um hálfa BSÍ. Manngreyið sem vinnur við að þrífa þarna og taka upp ruslið horfði á mig með drápsaugum. Lagðist svo niður á fjórar og byrjaði að taka upp dótið mitt, ég var alveg sveitt við að stöðva hann frá því að henda þessu í ruslið.
Annars ætti ég að fara að trítla upp á Læknagarð. Er að fara í "verklegan" tíma núna á eftir kl.10. Vonandi verða enginn dauðir kettir eða eitthvað verra. Held að það séu "bara" bein, sem við erum að fara ða skoða í dag.
Anna Lóa sem litar í skólanum
Fróðleikur dagsins : beinin sem notuð er á Læknagarði í kennslu eru úr indverjum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.10.2007 | 19:07
Ekki kattarblogg
Síminn minn er hættur að virka - ef einhver hugsar um að hringja í mig þá slökknar á honum! Síminn Michaels skellir á fólk eða neitar að svara, svo það er ekki hægt að ná á okkur ..sms hefur reyndar virkað hingað til svooooo..
Annars, það að læra á laugardögum ætti að vera bannað...!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.10.2007 | 09:48
Föstudagur
Víí get ekki beðið eftir að sofa út á morgun. Spurning hvort ég nái að sofa alveg til kl.10! ..anywho, þá er þetta búnir að vera strembnir dagar.. vakna fyrir allar aldir, rífa Michael á fætur til að hunskast í rútuna.. Fyrsta daginn var hann alveg miður sín hvað það væri lame að vera í rútu, en svo fór hann að gera sér grein fyrir því að þetta væri helvíti sniðugt, það er nefnilega hægt að sofa í rútu, hehe. Þetta skánar vonandi með tímanum.
Ég er í skólanum í dag frá 13.15-15.15, spurning hvort maður meiki það. Hehe. Ég er núna að læra fósturfræði/vefjafræði/anatomiu á latnesku. Takk fyrir pent. Ég sit bara og gapi allan daginn, nema í gær þá sofnaði ég. Kennarinn ákvað að taka fyrr break því við vorum öll að sofna, en ég held að hann hefi sérstaklega beint þessu nú til mín, hehe. Sat á fremsta bekk fyrir miðju, ekkert rosalega að fela það að ég væri sofandi. Skellti mér bara niður í pásunni og keypti mér súkkulaði og hélst þá vakandi til kl.18.
Oktoberfest á eftir vúhjúú. Þeir sem eru í SKO fá frían bjór og þeir sem skrá sig í SKO á staðnum fá tvo fría bjóra. SKO veit alveg hvernig þeir eiga að lokka til sín háskólanema.
Svo er það Akureyri eftir viku, víhjúúúú..þar er einnig októberfest, bara hjá Miðstöð (fyrrverandi fyrirtækinu hans Michaels).. Haldiði að ég eigi ekki eftir að vera fín með sveittum pípurum á fylleríi?
Á miðvikudaginn var heldur betur gaman í skólanum ..við fengum að skoða krufða ketti ..þetta var nú frekar geðslegt. Greyin lágu bara upp á borðunum, með poka yfir hausnum og búið að taka öll hár og mest allt skinn..þó var enn hár á hausnum, skottinu og löppunum. Þetta lyktaði svona helvíti illa og greyi kisurnar voru svo krúttilegar. Ég held að hún Brrrrryyynhilda hefði farið að skæla, hefði hún verið þarna.
Anyways, þá er best að fara að læra
Anna Lóa svanga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
9.10.2007 | 20:50
9. október
Talandi um að þetta sé ekki okkar dagur, en well
Dagurinn byrjaði ágætlega á því að við vorum í fyrsta skiptið í 9 daga að vakna ein heima. Það var ljúft. En svo var bara rúntað til Reykjavíkur og Michael mætti í vinnuna síðan, sinn fyrsta dag. En ég rúntaði bara í skólann og fór í fyrsta skiptið á bókhlöðuna, hehe.
Ég hitti Júlíu þar og við vorum að spjalla á kaffiteríunni um hvað okkur leiddist í skólanum þegar einhver kall fer að skipta sér af því sem við vorum að segja. Hann sagði að Nám væri sko ekkert til að prufa bara og hætta svo ef þetta væri ekki eitthvað sem maður vildi. Nám kostaði peninga og maður ætti bara að klára það sem maður byrjar á. Svo fór hann að hálf-öskra á okkur að sjómenn væru að deyja fyrir okkur og svo sagði hann DEYJA aftur og horfði á okkur með grimmdar augum ..við vorum eitthvað að reyna að svara fyrir okkur og Júlía sagði að ekkert nám væri tilgangslaust og það hnussaði gaurinn bara. Algjör ljúflingur.
En svo var næst komið að fara í tíma. Byrjaði fyrst frekar rólega á 45 min "verklegum" tíma þar sem við fengum að skoða ýmis fóstursýni. Alveg frá nokkra daga upp í 20 vikna. Mjög svo krípi.
Svo byrjaði gamanið. Fósturfræði tími með læknanemunum. Við sjúkraþjálfunarpakkið mættum audda fyrst og flest hlunkuðu sér saman. Nema Anna Lóa, hún neyddist til að sitja við eitt af þeim þrem borðum sem gerð eru fyrir örvhenta! Auðvitað eru þessi borð, fyrir fólk eins og mig, sett út í horn. Svo þar sat ég í sveitta þrjá tíma og hlustaði á hvernig apar þróuðust í menn eða eiginlega meira hvernig apar þróuðust EKKI í menn.
Allavegna þá er ég alveg að farast yfir þessum skóla mínu og ég veit ekkert hvað ég á að gera með mig. En ég reyni mitt besta, sem er nú ekki mikið, haha .. En á morgun erum ég og Michael að fara með rútu í vinnuna slash skólann. Það verður eitthvað fróðlegt. Spurning hvort við fáum að sitja saman eða bæði hjá eitthvað misshressu fólki.
Anna Lóa sem hatar enn Reykjavík
p.s. ég spurði tvo stráka í bekknum mínum í dag hvort þeir vissu hvað brók væri. Þeir umluðu eitthvað sem enginn skildi, en vissu þó að þetta væri orð yfir nærbuxur. En þeir viðurkenndu að þeim myndi aldrei detta í hug að segjast klæða sig í brók á morgnanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)