Færsluflokkur: Bloggar

Föstudagur!!!

Ég er brjáluð og verð það örugglega næstu dagana ef ekki vikurnar. Svo ekkert skemmti blogg frá mér fyrr en ég róa mig niður!! Og það á víst eftir að taka sinn tíma..!!

 Svo þangað til næst, verðiði að lifa á þessum tveimur myndum sem ég nennti að uploada...

P8021487

Vínbúðar 80's gellurnar

 

 

P8041545
'
Binna, Ruth og ég - flottar
 
Anna Lóa reiða

 


Flöskudagur

Vá hvað ég nenni ekki neinu..það var sko rugl mikið að gera í vinnunni í dag. Ég held að fólk hafi bara fengið kast þegar sólin fór að skína og allir ákváðu að kaupa sér áfengi og fara í útilegu Cool ..get nú reyndar sagt að ég var að sálast úr öfundsýki, hehe. En núna er ég heima, nýbúin að éta mig svo yfirfulla af Fajitas og er að horfa á einhverjar ömurlega mynd í sjónvarpinu. Þið getið ekki ýmindað ykkur hvað þetta er glötuð mynd og samt er ég að horfa á hana. Týpiskt ég, horfandi á einhverjar ömurlegar myndir og get ekki slitið mig frá þeim, hehe.

En thank god þá er þessi mynd búin. Fjúff.

 Á morgun er staffadjamm, víhjúú. Við ákváðum að við yrðum að hafa djamm í júlí líka, þar sem við hittumst í maí, júní og munum hittast í ágúst - alveg bannað að sleppa júlí. 

En ég og Michael minn, skelltum okkur í útilegu síðust helgi og það var algjört æði. Reyndar hefði mátt rigna svona tveim dögum minna Shocking ..það rigndi svo mikið á laugardeginum að ég vaknaði einsog úfin grís (ekki að grísir séu eitthvað hármiklir Joyful) ..en vá hvað hárið á mér var flókið og úfið. Michael vaknaði og fékk vægt áfall, haha. Strákgreyið.

En jamm. Þetta ferðalag okkar byrjaði svona 4tímum seinna en við ætluðum okkur þar sem eitthvað pakk þurfti endilega að fá sér bílskúrshurð sem lendi á vatnsrörunum inn í íbúðina þeirra. Svo það þurfti að redda því eitt tveir og þrjátíu eða þau yrðu vatnslaus yfir helgina. Scheisse-egal sko.

En við komumst þó loxins af stað og keyrðum eins og við værum með djöfulinn á hælunum. Stoppuðum aðeins í Húsavíkinni, svona til að segja hæ og brunuðum svo í Ásbyrgi. Þar var skellt upp tjaldinu, kveikt í grillinu og þokkalega notið lífsins.

P7111385

P7111389

Löbbuðum svo auðvitað aðeins um Ásbyrgið. Hryllilega flottur staður.

Daginn eftir, vorum við vöknuð eldsnemma, ég rauk út og rak hausinn í "fortjaldið" með þeim afleiðingum að rigning næturinnar helltist yfir mig. Ískalt. Ég gólaði aðeins, en snarþagði þegar ég heyrði að fólkið í næsta tjaldið rumskaði. En við skelltum tjaldinu niður, rétt áður en það byrjaði að hellirigna svona. Borðuðum nestið okkar í rigningu, sem var nú aldeilis skemmtilegt. Júlía og Gísli gerðu grín af okkur að vera bara í tjaldi en ekki pro eins og þau með tjaldvagn, eða fellihýsi eða hvað sem þetta heitir allt saman. Iss

Ég náði svo að draga Michael minn upp að Hljóðaklettum þar sem ég reyndi að útskýra allt sem fyrir augum bar. Og gvuuuð minn góður hvað ég vissi ekkert. Gott að ég kann að segja að ég viti ekki eitthvað á þrem tungumálum, haha, þannig að samtölin okkar urðu ekki eins einhæf. Mwahahaha. Besta var samt þegar við vorum að leggja í Hljóðaklettahringinn sem var alveg heilir 2,5 km og það átti að taka svona um 1 klst að labba þennan hring. Mér fannst það nú fáranlega langur tími, en þegar ég gerði mér grein fyrir því að það væru meir líkur á því að ég yrði úti að labba þennan blessaða hring en að ná honum innan klukkustundar, þá ákvað ég að hér með myndi ég hætta að gera grín af túristaskyltum. Það loforð hélt ég í korter.

P7121435

P7121447

Eftir að vera orðin kófsveitt og skítug eftir að labba þennan blessaða hring, þá skelltum við okkur í sund. Sundlaugin sem er þarna er nú meiri brandarinn. 700kr fyrir tvo. Ég held að laugin sé innan við 10 metra löng og heita potturinn tekur tops 4 manneskjur. Og þá er maður með fæturnar upp í klofinu á þeim sem situr á móti manni að handleggina inn í eyrunum á þeim sem situr við hliðin á manni. Lovely. En við náðum að skemmta okkur ágætlega í þessari laug, þrátt fyrir að hálfur skógurinn væri fokin ofan í hana. Best var samt þegar litlir strákar hlustuðu á mig og Michael tala saman og horfðu svo á hvor á annan og sögðu : díses, þetta eru útlendingar Smile

Eftir að hafa þvegið runna og laufblaðshrúguna úr hárinu á mér þá var komin tími til að keyra að Dettifossi. Þangað keyrðum við í skemmtilega mikilli rigningu. En Dettifoss var jafn rosalegur og áður. Maður fær alveg hroll þegar maður sér þennan foss. Maður er eitthvað svo lítill og aumingjalegur við hliðin á honum.  Skil samt ekki hvernig sumir þora að fara alveg út á ystu brún bara til að taka myndir. Ég beið bara eftir að horfa á eftir sumum ofan í fossinn.

P7121465

P7121460

Hjá Dettifossi ákváðum við að éta nestið okkar inn í bíl þar sem það rigndi of mikið til að reyna að éta úti. Það hefur örugglega verið fyndið að horfa á okkur smyrja okkur samloku inn í stóra Fabio, haha. En allavegna þarna ákváðum við að skella okkur barasta til Egilsstaðar og vona innilega að þar skini sólin og allt væri gott. Því nær Egilsstöðum við komum því meira rigndi. Michael svaf reyndar mest alla leiðina - ekki að hann hafi misst af miklu. Lava, lava, lava, über all nür lava.  En agalega er fallegt þarna fyrir austan.

Við skelltum upp tjaldinu okkar í Hallormstaðaskógi, í rigningu - auðvitað, hvað annað?  En við fundum smá blett undir einu tré þar sem við kveiktum í grillinu okkar og þar átum við með bestu lyst. Vorum svo reyndar sofnuð eeeeldsnemma. Ekki mikið fyrir mann að gera þegar það rignir svona viðurstyggilega mikið. 

P7131472

Eftir 12 eða 13 tíma svefn vöknuðum við svo á sunnudeginum og fengum áfall: það var sól. Ekki mikil reyndar, en hún gægðist þó á milli skýjanna og lét sjá sig. Það lifnaði alveg yfir manni og maður varð allur einhvern veginn léttari Tounge

Keyrðum reyndar svo bara fljótlega heim. Leikum okkur fyrst aðeins eins og fífl í klettunum og í sjónum. Svo var farið í sund á Egilstöðum þar sem ég kastaði bolta í hausinn á fimm ára krakka og synti á gamlann kall. Þegar við vorum að keyra heim þá stoppuðum við nokkrum sinnum til að taka myndir og vera aðeins túristaleg.

P7131487

P7131482

Við stoppuðum svo líka á Húsavík og fórum út að borða með Atla, Helgu og Christian. Voða gott Grin

Núna held ég samt að það sé komið nóg af þessu, ég vaknaði og borðaði cocoa puffs - bloggi. Ég og Michael erum að fara að flytja enn einu sinni. Great man. Næsta location er Drekagil, þar sem við munum búa í 3ja herbergja íbúð næsta ár. Árið eftir það vona ég svo að við munum ekki vera á landinu, en hver veit hvað gerist. En first of all er að vona að mér muni líka Viðskiptafræðin í HA. Ég held að ég eigi eftir að standa mig, en ég vona svo að mér eigi eftir að finnast þetta skemmtilegt. Bitte, bitte, biiiitteeeeee.

Næst  á dagskrá er svo að ákveða hvar ég á að vera um jólin. Er búin að fá rosalega gott tilboð til að fara til Þýskalands með Michael. En svo er spurningin hvort það sé skynsamlegra að vera eftir heima og vinna eins og fáviti og eignast smá peninga. 

Njóta lífsins og vera ungur - eða vinna og vera skynsamur

Vá hvað ég vil velja fyrri kostin. Þeir sem þekkja mig vita að ég er nú ekki sú skynsamasta í bransanum, hehe. Vel fjör yfir margt annað. En þegar ég þarf að vera skynsöm þá er ég það. En þetta er mjög erfitt val fyrir mig.

Hard, hard - hard

En well. Ég er þó búin að koma einhverju magni af myndum og röfli frá mér í bili og það er enn föstudagur. Jeij.

11 dagar

Anna Lóa sem getur ekki valið

 

 

 

 


Sunnudagur

Allt fyrir ástina
Eina sem aldrei nóg er af
Mennirnir elska fórna kveljast
þjást og sakna
Allt fyrir ástina
Sama hvað lífið gæfi mér
ég segði Út með hatrið
 inn með ástina
 
 
Ég elska lífið. Það er allt gott. Ég er bara 22ja ára eldgömul og er svo ótrúlega hamingjusöm. Ég er nýkomin úr útilegu, ógeðslega blaut & köld. En þetta var svo þess virði. Túristaðist eins og mófó og var eins og lúði, drullublaut í ullarpeysu. Gerist ekki betra Cool .. núna sit ég heima, bölvandi köttunum og hlustandi á Ágætis Byrjun með Sigur Rós og allt svo gott. Ég veit hvar ég mun búa í vetur og ég veit hvað ég er að fara að gera í vetur. Hvað meira getur maður beðið um? 1. ágúst er dagur til að hlakka til.
 
Annars bara að segja hæ. Myndir koma fljótlega, lofa (og þeir sem þekkja mig, vita að þegar ég lofa þá lofa ég) ...tók fullt af myndum um helgina og svo frá nektinni í bústaðnum og staffadjammi. Nóg að gera, hehe. 
 
Anna Lóa fröken rigningarblaut
 
p.s. Binna hvar ertu???? Sakna þín ótrúúúúlega
 
p.s.s. Hver nennir að laga tölvuna mína?? Phoebe er sko rosalega lasin............... 

Föstudagur

Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað?

Ég er svo þreytt að það er hrikalegt. Ég meiði mig í augunum, jájá ég veit - ég er auli. Ég er að fara í helgarfrí - btw í fyrsta skiptið síðan ég byrjaði í Vínbúðinni. Við hjúin ætlum að skella okkur í útilegu, og um leið og ég ákvað að fara í útilegu þá versnaði veðurspáin og það á að vera rigning. Lucky me. Ef ég næ að henda upp tjaldinu áður en það byrjar að rigna, þá reddast þetta. Það verður bara kósý stemning í tjaldinu með rauðvín og osta. 

Ostar

Nýjasta thing-ið mitt er að éta ritzkex með osti, svona "myglu"osti. Það er svooo gott að ég á bágt.

Annars ætlaði ég bara að blogga svona til að blogga, það er audda ömurlegustu bloggin, haha. En stærsta ástæðan fyrir því að ég er að blogga er að systir mín á afmæli á morgun. Og þar sem hún er stödd einhversstaðar á Álandseyjum og ég verð örugglega ekki í símasambandi á morgun þá ætla ég að óska henni til hamingju með afmæli hérna. Ætla samt að reyna mitt besta að hringja á morgun. Hún er að verða 19 ára kjellingin, alltof gömul sko. Því þá er ég orðin svo gömul Woundering

Annars fékk ég frekar skrítna símhringingu í fyrradag. Ég svara í símann af mínu mikla sakleysi og manneskjan á hinum endanum segir : Anna Lóa, mannstu þegar þú, **** og ******* hlupu naktar í kringum húsið.... svo var bara öskrað úr hlátri hinu megin. Alveg hreint skemmtilegt.

Jæja best að fara að klára það sem ég þarf að gera áður en ég fer í vinnuna. Ætla að reyna geta keyrt af stað um leið og ég er búin, víí.

Anna Lóa í útilegu

Systrarsvipur? ;)

Við systurnar á góðum tíma - hahahaha 


Góð helgi

Bústaðaferð með stelpunum frá Óló getur nú endað með vitleysu LoL ..þetta var voða gaman, hehe. 

  • ,,jæja, er það potturinn?"
  • Sumar voru edrú, aðrar voru fullar og enn aðrar sótölvaðar
  • Glimmer
  • Sumar fluttu lögheimilið sitt yfir í The Hot Tub
  • Sumar ældu, aðrar ældu tvisvar og enn aðrar ældu oftar
  • Döllas stelpurnar ákváðu að vera með B***h stæla og traðka ofan á okkur, því er ég með bláa og stokkbólgna rist í dag og á erfitt með gang
  • Sumar fóru í bæinn brjóstahaldaralausar og enn aðrar slitu G-strenginn sinn
  • Dönsuðum eins og við ættum lífið að leysa á Dalvík
  • Það var allt morandi í dauðsexy sundbolum - allir fengnir btw frá Hjálpræðishernum
  • Sumir kíktu í pottapartý og sumir ákváðu að skilja eftir nærbuxurnar sínar, okkur til mikillar gleði

Þetta verður vonandi áfram árlegur viðburðu að hittast svona yfir helgi og láta eins og fífl. Ég reyndar beilaði á föstudeginum þar sem ég var búin á því eftir vinnuna og langaði ekkert meira en að chilla heima og hafa það næs. En skellti mér svo strax eftir vinnu í gær. Ég er ekki viss um að ég hafi náð mikið meira en 3ja tíma svefni, þá frá 7 til 10.

Eins skemmtilegt og þetta var þá var svooo gott að koma heim til elsku Akureyrar. Gerðum sunnudagsþrifin, þar sem íbúðin var orðin soldið sveitt og hárug. Tveir kettir er ekki góð hugmynd, þyrfti eiginlega að ryksuga 2x á dag, ef ég vil halda íbúðinni hárlausri. Nenni ég því? Nope Tounge 

Næst á dagskrá er svo að ákveða hvenær maður á að skella sér í útilegu, víí og þá hvert .. hmmm ..

Þjóðverjar voru að tapa úrslitaleiknum í EM, svo Spánverjar eru nú Evrópumeistarar. Get ekki sagt að það sé mikil hamingja á mínu heimili í dag, hehe. 

Eníveis, takk stelpur fyrir gott kvöld Smile 

Anna Lóa "hressa" 

p.s. myndir koma seinna - nenni því ekki núna 


Jæja blogga?

Jæja, best að blogga eitthvað. Þýskaland komið áfram í úrslitin og kallinn sáttur. Mikið búið að vera öskrað og kallað, vona bara að við fáum ekki kvörtunarbréf í gegnum lúguna, hehe Woundering

Föstudagurinn 13 gekk bara ágætlega fyrir sig. Ég gerði allavegna engann stórann skandal af mér og slapp í gegnum daginn án þess að meiða mig og aðra. Síðan ég bloggaði síðan hefur annars margt og ekkert gerst. Það er eiginlega bara búið að vera þannig að maður fer í vinnuna, kemur heim og horfir á fótbolta og fer svo að sofa. 

Á mánudaginn var kveðjumatur hjá múttu fyrir Sóley og við skelltum okkur þangað og átum einsog ég veit ekki hvað, kemur á óvart Joyful .. hehe..svo á fimmtudaginn fór ég með Sóley&Gunnaá Sumarsprell FSA og þar var grillað og brúðuleikhús. Einsog þið getið rétt ýmindað ykkur þá sat ég fremst, tróð í mig pylsum og drakk appelsín með bestu lyst Halo

Og það má audda ekki gleyma að á þriðjudaginn var 17. júní (suprise) og þá fór ég í útskriftarveisluna hjá Kötu Nýstúdínu Smile ..congrats elskan..

P6171254

Föstudagsmorgun skellti Sóley sér svo útaf Íslandi og skildi mig eftir með köttinn. Hann vælir enn af söknuði. Sophie skiptist á að slá hann í fésið og segja honum að þegja og sleikja hann svo. Strákgreyið veit ekkert við hverjum á að búast við af gellunni og heldur sig oftast einhversstaðar þar sem hann heldur að það sé öruggt. En þetta er allt að koma, núna vælir hann bara næstum alltaf, haha. Hann er búinn sleppa út 3x síðan hann kom hingað og það á örugglega eftir að gerast oftar Shocking ..ég er ýkt góð að passa. 

P6201264

 Á laugardaginn var svo grill hjá Vínbúð Akureyrar. Við buðum öllum Vínbúðunum á Norðurlandi með og mætingin frá þeim var skelfileg. Ég er að spá í að taka það á mig Undecided ..hehe..

Það var algjör snilld. Dýrka þetta fólk sem ég vinn með. Ég söng einsog fábjáni með gellu með vínrauða hárkollu og hún heimtaði að ég dansaði líka, og eins og þið getið giskað á, þá endaði það með ósköpum

P6211278

En það var voða fjör á okkur. Grillið tókst vel og mitt kjöt bragðaðist allavegna mjööööög vel. Svo var horft á Holland - Rússland þar sem Rússland vann, sem ég held að fæstir hafi búist við. Við skelltum okkur svo í húllahúlla leik, og mitt lið vann jeij. Svo var skellt sér í golf, þar sem ég var glötuð. Hef örugglega alltaf reynt að hitta hina kúluna, hahahaha Grin (if u know what I mean)

 P6211279

Guðrún og Íris sætastar

P6211307

Gústi og Valli ýkt ánægðir með gjafirnar

P6221327

Besta fólkið Cool

Á sunnudagskvöldið var Michael minn svo orðinn veikur, kominn með hita og vesen og um nóttina var ég orðin líka veik og fór ekki í vinnuna í tvo daga. Mætti reyndar á þriðjudaginn en var send heim. Það getur verið svo leiðilegt að hanga svona inni og mega ekkert fara út eða neitt. Var sko asskoti fegin að komast út í dag þó mér liði nú ekkert rosalega vel.

Annars er svo bústaður með gellunum frá Ólafsfirði næstu helgi og það verður voða fjör.  En  ég hef ekkert annað að segja.. Ætla bara að enda þetta á tveim myndum Grin

P6141244

Einhver búin að setja sápu í gosbrunninn niðrí bæ

P6011233

Fjörðurinn fagri á sjómannadaginn LoL

 

Farið svo vel með ykkur elskurnar Kissing

Anna Lóa vínbúðar gella

p.s. Ég er komin inn í HA svo ég verð þar í vetur að stunda nám við Viðskiptafræði, víhjúúú Tounge


Fimmtudagurinn tólfti

Ég er oft mjög hjátrúarfull og því er ég að spá í að hringja mig inn veika í vinnu á morgun. Föstudagurinn þrettándi hefur aldrei og mun aldrei leggjast vel í mig. Ég þakka fyrir að hafa ekki fæðst þrettánda febrúar og ég vona að ég eignist ekki barn þrettánda einhvers mánaðar. Þetta er vandamál, mjög stórt vandamál reyndar. Ég er fáviti, ég veit - en ég held að ég muni gera einhvern skandal af mér í vinnunni á morgun. Ég er eiginlega viss um það. Flöskur munu hrynja í gólfið og fólk verður bjórblautt.

Ég á við annað vandamál að stríða (really). Ég verð blindari með hverjum deginum, það er ég allavegna alveg viss um. Gleraugun eru farin að gera of lítið gagn fyrir mig. Ég tók specially eftir því um daginn þegar ég labbaði í sturtuna með þau á eyrunum. Sá það vel að ég tók ekki eftir því að ég hefði ekki tekið þau af mér. Svo styttist í að ég geti ekki lesið, það verður slæmt. Ætli ég ætti að fá mér svona tvískipt gleraugu? Fyrir fjarsýni og nærsýni? Talandi um að vera alveg skelfilega kúl. Shocking

Jæja, best að koma þessum myndum frá mér, fyrst ég finally gat sett þær inn. Það var samt erfitt og tók sinn tíma. Það virkaði sko ekki alltaf og ég var alveg við það að verða bandsjóðandivitlaus við að reyna þetta. En ég náði að setja inn einhverjar myndir, svo vollah. 

Fimmtudagurinn 29. maí, þá átti Haddý-in afmæli, til hamingju Kissing ...Og skelltum við nokkrar stelpurnar (og 2 karlmenn) á Greifann. Það var étið einsog svín og Haddý tók upp á því að anda inn í servíettu til að smitast ekki af óléttu, haha LoL

P5291191

P5291198

P5291204

Afmælisabarnið fékk svo ís. Reyndar er myndin á hlið en ég nenni bara gjörsamlega engann veginn að snúa henni. Stórefast líka um að myndin vilji þá hlaðast inn á síðuna aftur. En jamm einsog ég segi þá átum við einsog okkur er einum lagið, hehe Happy

Á laugardeginum ætlaði ég svo að fara til Ólafsfjarðar til að fara í siglinguna en nei, þá rigndi svo mikið á Akureyri að ég hætti vð. En reyndar þegar siglingin var að fara þá var komin sól&blíða. Bömmer. En um kvöldið þá var Staffadjamm hjá yndislegu nýju vinnunni minni. Þetta fólk eru svo miklir snillingar, laaaang besta vinna sem ég hef á ævi minni endaði í. Það eru allir svo líbó og allt gengur eins og það á að gera. Kynblandaðir vinnustaðir eru bestir.

P6011215

Hahaha, Gummi, Gústi og Valli að sýna hversu vænt þeim þykir um hvern annan

P6011223

Stebbi, Trausti og Jóna fyrir framan Vélsmiðjuna á leiðinni að stinga af á Kaffi Akureyri

P6011221

Snillingar. Guðrún og Stebbi Cool

Þetta var snilldar kvöld. Hlakka til að djamma með þeim aftur, en það verður stórt staffadjamm 21. júní. En þá koma allar Vínbúðirnar á Norðurlandi og það verður grillað og sprellað Grin

Á sunnudeginum keyrðum við í Fjörðinn fagra og fylgdumst með sumum af sjómannadagsdótinu. Nutum dagsins með fjölskyldunni og löbbuðum aðeins um bæinn og höfðum það gott. Æðislegur dagur Kissing ..kannski meira fyrir mig heldur en Michael þar sem ég var ekkert þunn, haha. 

Annars var vikan voða fín. Laugardagurinn síðasti fór svo auðvitað í djamm, haha. Dagga hélt upp á afmælið sitt, en hún varð 22ja ára svo í gær, til hamingju Kissing ..það var nóg af fólki í partýinu þar sem þeman var Glimmer, það var glimmer allstaðar. Inn í eyrunum á fólki, hárinu, bringunni og bara allstaðar. 

P6071242

P6071245

Ojj, á þessari mynd sést vel hvað ég varað drekka. En ég var með rauðvínsbros langt upp á kinnar, hahaha, ojj.

P6081258

Glimmer  LoL

P6081262

Við enduðum svo á Kaffi Ak, hvar annarsstaðar? Þar hitti ég ótrúlega margar og það var svooo gaman. Langt síðan ég var að dansa alveg til kl.4.. en þá fór ég út til að fá mér frískt loft og var þá ekki Eva á rúntinum, svo ég fékk far heim. Ekkert smááá fegin, hehe Smile

P6081297

hahahahaha, æðislegar .. Kata og Haddý

P6081300

Haddý fannst sko úber gaman, hahaha

P6081293

Ógeðsleg mynd, en samt svo fyndin, hehe. Ég og Haukur Wink

Gott kvöld og ég vona að það verði svona gaman um helgina líka Smile

Anna Lóa blinda
 
P6011217
 
Trausti tók þessa mynd í Staffapartý-inu og ég var að tala og snéri í hina áttina og svo kallaði hann ,,Anna Lóóóa" og þegar ég sneri mér við í orðinu þá kom þetta rosa flash á móti mér. Hahaha og ég í miðri setningu, hihi Woundering

 

 

flöskudagur

Ég þoli ekki að ég geti ekki sett inn myndir með blogginu mínu og því ætla ég að halda áfram í verkfalli, en ekki sumarfríi einsog Sunnulingurinn minn heldur. Mig langar bara svo að setja inn myndir með blogginu og þegar ég sé að ég get það ekki þá fer ég í fýlu, hehe.

Ég fór út að hlaupa á miðvikudaginn, í alveg klukkutíma og var í sæluvímu það var svo æðislegt. Á fimmtudaginn var hægri fóturinn stokkbólginn, blár og marin og ég gat ekki labbað. Það var sko ekki fjör. Eins vel og mér leið á miðvikudaginn eftir þetta hlaup mitt þá fékk ég svo að borga fyrir það á fimmtudaginn.

Á þriðjudaginn þurfti ég að láta Michael sækja mig í vinnuna þar sem við vorum að smakka vín til kl.21.30, það VAR fjör. Hehe. Algjör snilld.

29. maí átti Haddý-in mín afmæli Kissing og við fórum út að éta á Greifanum. Þar tók ég nokkrar myndir sem ég vildi endilega setja inn, en neibb. Á sjómannadaginn dró ég svo þunnan Michael til Ólafsfjarðar og nutum við dagsins þar. Algjört æði. Þar tók ég myndir líka en get ekki sýnt ykkur. 

Á morgun ætlar Dagga að halda upp á afmælið sitt og þar verður glimmerþema, og þar sem ég er að drukkna í klæðnaði eða einhverju með glimmeri þá er ég alveg í vandræðum í hverju ég á að vera á morgun - NOT! Þetta verður eitthvað skrautlegt. Sjæse. Þar tek ég svo örugglega myndir sem ég get svo ekki sýnt ykkur, hehe.

Ég þyrfti kannski að senda moggabloggsgaurunum email og kvarta. Þetta gengur allavegna ekki. Ég er hundfúl.  En ég ætla að setja samt inn eina mynd, bara svona til að gæta mann og annan.

 

44ba668fae68a

 

Ég er annars barasta farin að sofa. Sé ykkur vonandi sem flest á morgun, tchüss Kissing

Anna Lóa sem fýlar nýju vinnuna sína í botn

 


Boney M

Þegar ég vaknaði í morgun þá sagði hinn elskulegi kærastinn minn mér að ég liti út einsog Boney M. .. þannig að ég ákvað í sakleysi mínu að google þetta nafn og þetta er myndin sem kom upp ;

 

boney

 


Ég hef ekki enn ákveðið mig hvað ég segi við Michael þegar hann kemur heim. Kannski þýðir þetta að það sé kominn tími að ég fari í klippingu. Ég lít reyndar út einsog ég sé með hreiður á hausnum þegar ég nenni ekki að greiða það almennilega, og þessa dagana skelli ég því oftast bara í teygju og hugsa um að greiða það verði seinni tíma vandamál Smile

Ég giska á að ég eigi ekki eftir að nenna að klippa það fyrr en það er farið að ná niður á rass og er farið að þvælast fyrir mér þegar ég fer á kamarinn. Þá er komin tími á að losna við taglið.  

 

Anna Lóa letihaus

p.s. Mér hefur tekist að missa 4 glerflöskur af Kalda í gólfið, en af einhverri rusalegri heppni þá brotnaði enginn og eina sem gerðist að það glymraði í allri búðinni. Og bara svona að nefna það, þá var þetta klukkan korter yfir sex á föstudegi.

En annars hef ég ekki enn brotið neitt. Sem betur fer, bíð þó eftir minni fyrstu flösku, sem verður örugglega rándýr rauðvínsflaska. 

p.s.s. Ég get ekki enn sett inn myndir


Drasl

Ég ætlaði að blogga, svona í tilefni þess að það er orðið asskoti langt síðan ég gerði það síðast. En nei, þar sem ég gat ekki sett inn myndir, þá ákvað ég að fara í fýlu og neita að blogga.

Svo nýtt blogg bíður betri tíma.

En smá update, þá stend ég mig rosalega vel í vinnunni. Á föstudaginn var ég að rífa bjórdósir upp úr kassa og setja þær upp í hillu. Ég þurfti að skera plastið af kassanum og tókst það ekki betur en svo að ég skar gat á eina dósina og það sprautaðist bjór yfir allavegna tvo viðskiptavini og auðvitað mig. Ég hljóp þá bjórblaut inn á lager, með kassann í höndunum og beið eftir að vera rekin.

Vel gert.

Þangað til næst, skemmtið ykkur

Anna Lóa ekki baun


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband