Færsluflokkur: Bloggar

Mið-viku-dagur

Hann Óli Grís á víst afmæli í dag og ég sem ætlaði að senda honum sms, en komst þá að því að inneignin mín var búin. Bömmer!

Ég á bara einn dag eftir í vinnunni. Ég held nú barasta að ég eigi eftir að sakna kvennanna þarna, þær eru mjög næs, svona flest allar, hahaha. Svo fannst mér þessi vinna langoftast skemmtileg, þó að maður átti auðvitað þessa slæmu daga eins og allsstaðar annarsstaðar, hehe Tounge en ég byrja svona í Vínbúðinni á föstudaginn og ég er orðin stressuð. Það er alltaf jafn erfitt að byrja að vinna á nýjum stað. Og líka ekki alveg auðveldasti dagurinn til að byrja í nýrri vinnu, flöskudagur í Vínbúð! En við sjáum hvernig þetta fer.

Við fengum loxins þvottavél í dag Smile ...ég eiginlega trúi ekki að ég sé búin að vera þvottavélalaus síðan í október. Það hlýtur að vera eitthvað met, haha.

En annars vildi ég bara losna við þetta langa blogg, hehe Grin ...

Anna Lóa sem elskar nýju þvottavélina sína

p.s. Go Manchester Cool

 

28.12.06 065
Þessi mynd er tekin 28. desember 2006 ..afmælisdeginum hennar Múttu minnar. Þarna var ég á leiðinni upp til Giggijoch með kláfnum og var í fríi. Ég fór og túristaðist aðeins og setti inn skrilljón og tuttugu myndir á gamla bloggið mitt Smile ..
Ég sakna þessara peysu sem ég er í og húfunnar minnar. 

 


Ferðasagan

Jæja, ætti maður að byrja á þessu? Ákvað að setja bloggið inn í dag svona bara vegna þess að í dag er föstudagur og ég blogga "alltaf" á föstudögum Cool ..en það fer nú að breytast þar sem ég er komin með nýja vinnu í sumar og þá verð ég ekki alltaf í föstudagsfríum. En ég er sem sagt komin með vinnu íATVR Ríkinu. Það verður vonandi rosa fjör að vinna þarna. Ég hlakka allavegna rosalega mikið til í að fara að gera eitthvað nýtt.  Ótrúlegt hvað ég fæ fljótt leið á því sem ég er að gera. Fæ vonandi vinnu í framtíðinni þar sem mér finnst gaman og endist í vinnu. En það hlýtur að gerast, ég trúi allavegna ekki öðru, víí. LoL

P4181004

 

En let's get the partý started. Eins og ég var búin að segja þá fengum við hjúin Deluxe herbergi á hótelinu áður en við fórum út. Það  var voða fínt herbergi en vá hvað ég hata þegar maður gistir á hóteli og það er ekki eitt stórt rúm heldur tvo rúm sett saman. Því svaf ég ofan í holu mest alla nóttina, rosa fjör! Pinch ..glatað alveg.. en gott rúm fyrir því. 

 

 

 

P4191011

P4191013

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo var rosa fjór í Noreg með Binnu minni. Skelltum okkur að versla á laugardeginum og sátu svo á bar við sjóinn og létum sætan þjón þjóna okkur. Það var reyndar soldið hvasst (eins og sést á myndinni af mér) en ekkert sem Íslendingar láta á sig fá Tounge  ..

P4191020

Við fórum svo út að borða á steikhús og OMG hvað ég fékk góða berniese steik. Ég fæ alveg vatn í munninn þegar ég sé myndina .. mmmmmmmm ... 

Það var svo partý hos Binna um kvöldið. Þar sem ég stóð mig gríðalega Shocking að tala þýsku við verðandi meðleigjanda Binnu og vin hans. Vinur hans hét reyndar Michael, sem var reyndar pínu fyndið, hehe. Gott djamm. Ég kom með Brennivín frá Íslandi og við reyndum okkar besta að troða því í Norsarana, en það gekk nú ekkert rosalega vel. Enda er þetta ógeð! Ojj bara. Ég var að smakka brennivín í fyrsta skipti og verð að segja að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum. Fojj! Sick

Svo var ekkert nema hressleikinn í gangi á sunnudeginum - NOT - ..hahahaha..skelltum okkur út í sólinu og vorum í bænum að spjalla og njóta þess að gera ekki baun, hehe. Algjör snilld að gera ekki neitt stundum. Svo á mánudeginum var tími komin til að leggja í hann til Þýskalands. Ég get nú ekki sagt að það ferðalag hafi gengið eitthvað betur en ferðin til Noregs. Því vegna seinkunnar á rútu, of margra farðþega og mikillar umferð þá mætti ég of seint upp á flugvöll. Ég ætlaði að tjékka mig inn ;

Ég : Hi, I got a flight to Oslo

Gæran : Yes, 17.45 ?

Ég : Nononono, 15.45

Gæran : ó, that's to late

Fokkjú

Vá hvað ég varð skíthrædd. Helvítis rúta! En svo endaði þetta þannig að ég fékk að tala við aðra konu og ég sagði henni hvað hafði gerst og hún hringdi eitthvað og sagðist þurfa að tjekka inn eina tösku í viðbót og hvort það væri möguleiki? Og jújú, það reddaðist. Og svo horfði hún á mig : Ok, you can go, but you have to run! Svo ég hljóp að skannhliðinu, og þegar ég kom út úr því þá ætlaði ég að hlaupa að hliðinu mínu. En þar sem Kristiansand flugvöllurinn er nú ekkert mikið stærri en bara Akureyrarflugvöllur, þá gat ég ekkert hlaupið. Ef ég hefði hlaupið þá hefði ég hlaupið á vegg! En svo sá ég hvert ég ætti að fara og það var ekki einu sinni byrjað að hleypa inn í flugvélina, fífl! Ég beið svo á flugvellinum í Osló í einhverja tíma og var lent í Berlín kl.21. Vá hvað það var gott að sjá Michael aftur Kissing ..Það var samt svo fyndið, ég tók strax eftir því að ég væri komin til Þýskalands því það var farið að aukast gríðalega að konur/stelpur væru með bleikt/fjólublátt/grænt/blátt/skærrautt hár. Hahaha. Það var svo rosalega ljúft að leggjast upp í rúm og sofna. Soldið erfiður dagur.

Vorum svo vöknuð snemma á þriðjudeginum, borðuðum morgunmat og svo bara drifið sig af stað til Sölden. Vá hvað það tekur á að keyra svona lengi, en það var svo þess virði þegar við renndum upp bílastæðið hjá Isidori og hann kom brosandi og tók á móti okkur Smile ..vá hvað ég hafði saknað þessa manns, hehe. Við gistum allar þrjár næturnar heima hjá honum og hann stjanaði svo við okkur, eldaði m.a. kaiserschmaren, mmmmm.. 

P4231034

 Giggijoch var lokað á mánudeginum, en svo á mánudagskvöldinu byrjaði að snjóa svo mikið að það var ákveðið að opna aftur á þriðjudeginum og okkur til mikillar ánægju var líka opið á miðvikudeginum svo við komumst upp með kláfnum og gátum farið og hitt allt fólkið. Allir voru reyndar nett pirraðir yfir því að það hefði verið opnað aftur, því voru byrjuð að þrífa allt og pakka öllu inn í plast. Skil þau reyndar ósköp vel. Þetta seinkaði því að þau kæmust heim um tvo daga Errm ..en það var algjör snilld að hitta flest alla aftur.. og vá hvað sumir hlutir breytast aldrei. Carolina labbaði um eins og hún væri með prik fast í rassgatinu og það kom ekki bros á varirnar. Björn gekk um og þóttist vera stór gaur og Thomas hló allan tímann.

P4231032 P4231037 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 P4231050

 Við vorum svo bara að spjalla við alla og njóta þess að vera komin aftur. Við fórum svo niður með kláfnum rétt fyrir lokun og skelltum okkur aðeins á KPS Friends ..það var einn flaming á barnum, enginn Sabina þar sem hún var í fríi og svo var einn gamall karl að drekka sig blekaðann. 

 

 

P4231084

 

 

 

 

 

 

 

 

Þeir Michael fóru ofcourse í naglaspilið á meðan sat ég bara á barnum og horfði á og hló. Michael var svo dottinn úr æfingu, hahaha. En meðan ég sat þarna þá fór ég að leita af spýtunni sem ég og Ágúst negldum upp í fyrra eftir eitt besta djammið og ég fann hana. Algjör snilld að sjá nafnið sitt enn standa þarna og svo fékk ég mér Zipfer og Flügel bara upp á oldtimes. Reyndar þegar Michael fór á klósettið þá fór gaurinn á trúnó við mig og endaði hágrenjandi. Og vá hvað það erfitt að horfa á eldri karlmenn grenja! 

P4231086 P4231088

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

P4231089

 

 

Um kvöldið vorum við svo bara inn á herberginu hjá Thomasi og Katrinu og horfðum á fótbolta, Man Utd - Barcelona, fyrri leikurinn. 

 

 

 

 

Daginn eftir skelltum við okkur til Innsbruck og versluðum aðeins og svona. Vorum svo fyrir utan Giggijoch kl.17 þegar allir komu úr vinnunni og kvöddum fólkið. Það var síðasti vinnudagurinn þeirra allra og allir að fara heim Joyful

P4251122

 

En daginn eftir, föstudag, þá keyrðum við svo aftur til Þýskalands. Og þá byrjaði ballið. Það er sko ekkert frí að fara til Þýskalands fyrir okkur. Við erum keyrandi á milli bæja til að hitta fólk og fara í heimsóknir. Enginn tími til að chilla og mest var ég fúl því það var svo gott veður og þá er svo erfitt að vera í bíl og inni í heimsókn. 

 

 

 

Einn daginn fór reyndar í ekkert nema chill og þá nýtti ég tækifærið og lagðist út og steiktist einsog beikon. En pabbi Michael var alltaf að koma og spurja hvort ég vildi ekki fara inn því honum fannst ég vera orðin svo rauð. Hann var eitthvað hræddur um að ég myndi brenna, hehe. Og reyndar fannst þeim öllum alltof kalt til að vera í sólbaði meðan ég gat varla andað mér var svo heitt.

P4261126P4261131

 

 

<-- Geðveikt fallegt tré í garðinum hjá tengdó

  -->  Skjaldbakan sem kíkti í heimsókn meðan ég var að reyna að steikjast einsog beikon hehe

P4261132P4261139

 

 

 

 

 

 

 

 

Við horfðum svo á fótboltaleik á milli 2ja bæja þarna. Og vá hvað þetta var einsog að horfa á Leiftur - KS í gamla daga. Ógeðslega fyndið!

Við vorum svo bara að dúlla okkur eitthvað í heimsóknum mest allan tímann. Áttum þó góðan dag á mánudeginum þegar við sóttum Sophie (frænku Michaels) í skólann og vorum með henni allan daginn. Keyptum ís og fórum í garð sem er fullur af hljóðfærum samasem fullur af drasli sem hægt er að gera hljóð með, hahahahaha. 

 

P4281152P4281149

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 P4281165

 

 

Svo kom aðaldagurinn. Hahaha. Miðvikudagurinn 30. apríl. Það er sem sagt hefð hjá þessum litlu bæjum aðP4301182 búa til tré og efst á það á að hanga krans. Þetta tré á að vera sett upp 30. apríl og á svo að standa allan maí. Frá því að það er sett upp og til hádegis 1. maí mega nágrannabæirnir reyna að ná kransinum niður og ef það tekst þá skuldar bærinn ræningjunum eitt stórt partý. Það var því haldið voða fancy partý meðan það var verið að setja upp tré-ið, grillað og svona voða fjör.

 Reyndar var þetta glatað hjá Thalberg, sem er næsti bærinn við Theisa, heimabæ Michael. Því þeir settu upp tré-ið og svo þegar bjórinn var búin þá tóku þeir tré-ið niður. Því enginn nennti að passa tré-ið yfir nóttina! Alveg glatað, en þetta var samt voða fjör, hehe. Hittum helling af fólki.

 

P4301186P4301187

 

 

 

 

 

 

 

 

P4301198P4301217

 

 

 

 

 

 

 

 

Reyndar ákvað ég eftir þetta kvöld að ég myndi ALDREI aftur labba ein heim. Mér er sama þótt Theisa sé alveg heilar tvær götur og 3 vegslóðar þá er ekki sjéns í helvíti að rata þarna á næturnar. Það er nefnilega þannig að ríkið né sveitarfélagið borgar fyrir að hafa kveikt á götulömpunum, heldur þarf húsið fyrir aftan lampann að borga rafmagnsreikningin og því er ekkert kveikt á lömpunum, nema í neyð. Svo að þegar ég var búin að fá nóg og vildi fara heim þá hélt ég að ég myndi ná að redda mér. En nei, þegar það eru svona há tré, ekkert tungl og ekkert ljós þá sér maður ekkert! Þannig að ég villtist og endaði einhversstaðar út í skóg. Og omg hvað ég var hrædd, bjóst svo við því að þurfa að sofa bara úti þangað til sólin kæmi upp og ég myndi rata heim til Michael, eða þá að ég myndi bara láta lífið þegar belja myndi labba mig niður. 

Ég hef sjaldan verið svona hrædd, ég var svo við það að sturlast. Eftir heilan klukkutíma þá heyrði ég eitthvað þrusk og þá var það Michael að koma heim og vá hvað ég var fegin. Þá kom í ljós að ég var einu húsi frá húsinu hans, hahaha. Auli. Tókst sem sagt næstum því að koma mér heim, hahahaha. Morgunin eftir voru svo skórnir mínir brúnir af drullu og ég var öll í undarlegum rauðum dílum Shocking

1. maí var svo Männertag sem er þannig að allir karlmenn vakna snemma, ná í hjólið sitt og byrja að hjóla á milli bara og drekka sig blekaða. Mjög spennandi og skrýtin hefð. Þetta er bara alþekkt í Þýskalandi og allir karlmann fá frí í vinnunni eftir þennan dag, þar sem þeir eru oftast út úr heiminum. Mjööööög spes! M&P Michael grilluðu um kvöldið með nágrönnunum. Og karlinn var svo skelfilega fullur og talaði við mig allt kvöldið. Mest talaði hann um Þýskaþjóðsöngva og forvitnaðist hvort við hlustuðum ekki á svona Folkmusik á Íslandi líka. Svo þegar hann tók eftir því að ég vissi ekkert um þessa hljómsveitir sem hann var að spila fyrir mig, þá fór hann að tala um brjóstin á mér og þá ákvað ég nú að koma mér barasta inn. Skrýtna fólk.

P5021224

 

 

Þjóðverjar eru með bílnúmer eftir sveitarfélögum, t.d. þá er fólk sem á heima í Berlín með bílnúmerin B, M fyrir München og H fyrir Hamburg og svo framvegis. Michael býr þar sem allir eru með EE sem er fyrir Elbe Elster. Elster er áin sem rennur þarna í gegn og þetta EE nær nú ekki yfir mikið svæði og því brá okkur ekkert smá þegar við sáum þennan bil hérna til hægri, hehe. Fyndin tilviljun. 

 

 

P5021226 En svo var komin tími til að fara aftur til Íslands. Paul & Giga skutluðu okkur til Berlín þar sem við flugum til elsku Íslands, föstudaginn 2. maí. Ísland tók blautt og kalt á móti okkur, mjög skemmtilegt. Og núna er byrjað að snjóa. Hahahaa. Hvenær ætli þetta blessaða sumar byrji? Vonandi er satt að því verra sem vorið er því betra verður sumarið Cool 

Við erum svo strax farin að plana næstu ferð til Þýskalands sem verður vonandi um jólin. Kannski ég reyni að gera aftur einsog núna og fara til Binnu um áramótin eða eitthvað Grin ..ég er reyndar smá smeyk við að vera í Þýskalandi um jólin því það er normal að fara á fyllerí með vinunum eftir að pakkarnir eru opnaðir 24. des. Það er eitthvað sem ég held að ég myndi ekki fýla. Þá myndi ég örugglega fá skelfilega heimþrá, hahaha. 

 

En núna er ég orðin þreytt. Þetta er líka orðið alltof langt, hahaha. Vonandi las þetta þó einhver og komment takk Sideways ..ég ætla svo að setja inn myndir á MySpace-ið sem áttu ekki alveg heima á svona opnu bloggi, hahahaha Tounge

Anna Lóa sem byrjar í Vínbúðinni eftir viku

 27.12.06 001

Sölden mynd bloggsins er frá 27. desember 2006 þegar við skelltum okkur í fyrsta skiptið á Nightski algjör snilld. Ég endaði svo á djamminu með Rögnu og Hönnu Rós þar sem við létum gaura í Austurrískum þjóðfötum bjóða okkur á barinn, hahahaha.. 


Norge

Nùna er maður barasta komin til Norge til Binnu minnar og ég get kannski ekki alveg sagt að þetta sé búið að vera draumur út í gegn, hehe. En ljúft er þetta búið að vera Cool

Á fimmtudaginn keyrðum við hjúin suður og gekk það bara asskot vel. Sólin skein og allt voða notalegt. Ég var með sólgleraugun mín sem eru með styrk og fannst ég úber kúl. Michael hló að gleraugunm hálfa leiðina út í Varmahlíð. Alltaf þegar hann leit á mig, þá sprakk hann úr hlátri. Góð gleraugu greinilega. Það var samt rosa fyndið þegar ég bretti upp buxurnar því ég var að kafna úr hita og fór þá að hugsa að kálfarnir mínir væru kannski ekki jafn hvítir og ég hélt. Svo tók ég sólgleraugun niður. Hahahaha, auli.

En við kíktum í mat til Viðars og Ruthar þegar við komum til Rvk og það var rosa ljúft, takk fyrir okkur Kissing ..og svo renndum við í heimsókn til Rögnu.. alltaf gaman að hitta hana.. og svo var bara brunað í keflavíkina. Við skelltum okkur á hótelið og þá kom í ljós að öll venjulegu herbergin voru búin og því varð að hækka okkur í Deluxe herbergi. Ekki kvörtuðum við nú við því, hehe. 

Svo skelltum við okkur upp á flugvöll. Ég átti flug kl.12 en Michael ekki fyrr en kl.15. Svo hann þurfti að bíða á flugvellinum í soldið langan tíma, hehe. En aníveis..þegar ég ætlaði að setjast í sætið mitt í flugvélinni þá spyr gaurinn sem ég átti að sitja við hliðiná hvort ég væri nú til í að skipta um sæti svo vinur hans gæti setið hjá honum. Þar sem ég var hvortið er að sitja ein, þá gat ég alveg eins setið ein tveimur röðum framar. Svo sit ég bara í rólegheitunum og er að hlusta á tónlist. Ég tek eftir því að allir fyrir framan mig og við hliðin á mér eru farnir að drekka rauðvín og hvítvín..og eitthvað meira fancy.. Ég alveg í bömmer, langaði svo í en týmdi ekki að kaupa. Svo kemur gaurinn sem var að servera okkur og gefur mér matabakka. Ég skildi nú ekki alveg afhverju ég fékk mat og spyr því gaurinn sem sat við hliðin á mér afhverju við fengum að éta en ekki allir hinir. Hann lítur á mig með svona æjji stelpan er svo vitlaus lúkki og segir; þú ert á economy extra, þá borgaðiru meira fyrir flugmiðann þinn og færð að borða og svona. Ég horfði á hann, ertu að segja mér að ég geti líka fengið frítt að drekka? Jebb, þú getur það svaraði hann. Ég var þá nú ekki lengi að kalla á servergaurinn og fá mér 1stk rauðvín. Algjör snilld. Ég fór svo að spjalla við þennan gaur sem sat við hliðin á mér og eftir nokkur rauðvínglös þá var hann farin að segja mér frá vandamálunum sem hann átti með kærustunni og jari jari. Svo af einhverjum ástæðum fórum við í Sudoku keppni, hann fékk 20min forskot og ég endaði svo með því að klára 2sek á eftir honum. Það var bömmer. 

Svo lentum við í Oslo, með rauðvínsvarir og bláar tennur. Ég reyndi að finna gaurinn sem átti sætið sem ég endaði í, til að þakka honum fyrir. En fann hann hvergi, ohh well. Svo kemur sætisgaurinn og þakkar mér fyrir skemmtilegt flug og knúsar mig og kyssir mig á kinnina. Það var mjög spes. Ekki skemmtilegt þó, haha. Svo er ég í mínu mesta sakleysi og næ í töskuna mína og fer svo og ætla í hraðbanka til að ná í pening svo ég gæti hringt í fólk og látið vita að ég væri í heilu lagi og lent í Osló. En þegar ég fer ofan í veskið mitt þá finn ég peningaveskið hvergi. Ég gjörsamlega snappa úr stressi. Ríf allt upp úr töskunni minni og leita allstaðar. En ekkert veski.

Ég fer svo í Lost & founds og spjalla við stelpurnar sem voru þar. Ein hringdi í fólkið sem þrífur vélina og spyr hvort þau hafi rekist á peningaveski við sæti 6C ..júbb, það fannst strax í flugvélinni. Mér létti asskoti mikið við það. En svo kom það versta, stelpan horfir á mig og segir; They found our wallet, and they will bring it here, but that will takes some hours!! Ég hálföskra á hana, HOURS!! ertu ekki að grínast. Og neibb, hún var sko ekki að grínast, vegna öryggisástæðna þá tekur þetta svona langan tíma. Flugið mitt til Kristiansand átti að fara eftir 2tíma og stelpan sagði mér að prufa að koma aftur þá. Great. Þannig að ég fer og eyði þessum skemmtilegu tveimur tímum að bíða, með engann pening til að láta vita af mér og engann pening til að fá mér að borða, frábært. 

Eftir þessa tvo tíma fer ég aftur og þá sagði stelpan, sorry, ekkert veski. Þannig að ég ákvað að tala við SAS og útskýra mál mitt og var svo við það að fara að grenja, þetta var skelfilegt. Gaurinn í tjekk inn-inu var ekkert nema almennilegheitin og ég fékk að breyta fluginu mínu til 23.30 ..og því beið mín fjórir og hálfur tími í meiri bið. Stelpan í Lost&Founds lofaði að veskið mitt yrði komið fyrir það flug. En þetta var anskoti tæpt. Veskið kom ekki fyrr en 10 min fyrir síðasta check-in. Great. En ég fékk það þá og grét þá næstum af gleði. Dreif mig og tjekkaði mig inn. Fór í hraðbanka, hringdi í Michael og fékk mér að éta. Pizza Hut hefur sjaldan bragðast svona vel. 

Lenti svo heil á húfi í Kristiansand rétt yfir tólf og Binna sótti mig á flugvellinum. Síðan þá hefur ferðin verið algjört æði. Sól & blíða í Kristiansand og lífið ljúft. Ég og Binna vorum nú skrautlegar í gær og hefur því dagurinn í dag verið erfiður, hehe. Náði ekki að koma mér framm úr fyrr en um eitt, haha. En mjöööög gaman þó. Er svo búin að ná að versla "smá" hihi..svo er það Þýskaland á morgun og Austurríki á þriðjudaginn. Vúhjúúúú.

 

 Anna Lóa í útlandinu


Fimmtudagur

Við erum að fara að leggja í hann til Reykjavíkur. Víhjúúúú. Ég er "búin" að pakka. Ég er svo pottþétt að gleyma einhverju. Hef aldrei verið svona fljót að pakka og aldrei gert það með jafn hálfum hug. Ég held að hausinn á mér sé barasta komin út til Binnu minnar. Hehe.

Well, en annars er margt að frétta. Nenni engan veginn að segja frá því núna. Geri það þegar ég kem heim eða einhverntímann.. sumt getur maður ekki sett á netið fyrr en sumar manneskjur eru búnar að fá að heyra það face2face...aníveissss..

Þá erum við farin.. hafið það rosalega gott meðan við erum í útlöndunum. Ég veit ekkert hvort ég kemst eitthvað á netið til að láta vita af okkur en annars bara , we come back in two weeks, víhjúú..

 

Sölden myndir bloggsins eru  myndir sem teknar voru á jólunum úti

Sölden jól 043

Þetta er fína jólatré-ið sem ég og Sunnan mín áttum. Við vissum ekki að það væri alvöru fyrr en við vöknuðum morgunin eftir að við keyptum það og allt ilmaði svona vel Smile ..við fórum reyndar næstum að skæla þegar við þurftum svo að henda því.. hehe..

Sölden jól 036

Þetta eru svo við á aðfangadagskvöld.. fórum út að borða með Rögnu, Hönnu, Júlíu og Ásu.. voða spes hehe.. en voða gaman líka..

 

Anna Lóa sem er alveg við það að fara til útlanda - 1 dagur í Noreg


Næstum því föstudagurinn þrettándi

Ég var að horfa á ProSieben áðan og það var þáttur um þyngsta mann veraldar. Þetta var vægast sagt ógeð. Ég fór næstum því að skæla þegar það þurfti 8 sterka karlmenn til að koma rúminu hans á lyftara, svo hægt væri að fara með hann á vörubíl eitthvað út í sveit svo hann gæti séð landslag og eitthvað fallegt. Á leiðinni þá þurftu þeir að fara í gegnum göng og skýlið sem var yfir gaurnum til að skýla honum fyrir sólinni var of stórt fyrir göngin svo þeir komust aldrei á leiðarenda.  Hversu hræðilegt er það þegar vörubíll kemst í gegnum göng en ekki þú! *hrollur*  ..Og bara til að segja það þá er gaurinn trúlofaður. Baaaahh!

Jamm.

Ég er bara að blogga því það er föstudagur. Og þar sem það er föstudagurinn 11. apríl þá þýðir það að það er bara vika þangað til ég hitti Binnu mína Kissing ..partýýýýý..

Ég trúi ekki að eftir 5 og 1/2 vinnudag þá verð ég á ferðinni suður. Við gistum á hóteli í Keflavík og ætlum þar að hafa það rómantískt, hehe. Svo á ég flug klukkan eitthvað sem ég man engan veginn á föstudeginum. Sideways ..ég var að spá í að fara bara í djamm Outfittinu í flugvélina svo ég var bara ready þegar ég lendi á Kristiansand. 

Ég var í vinnunni í dag, mér til mikillar ánægju. Ég reyndar bauðst til að taka aukavinnu svo ég get barasta sjálfri mér um kennt, hehe. En maður hefur gott að því að fá aðeins meira útborgað. Hver kvartar yfir því? Ekki ég, og hvað þá gallabuxurnar sem ég ætla að versla mér, og auðvitað öll hin fötin Cool

Sölden mynd bloggsins er (í fleiritölu)

Þær eru teknar 21. desember 2006.  

 
21.12.06 011

Fórum á hattadjamm á Fire & Ice.. algjör snilld. Vorum reyndar bara rólegar þetta kvöld. Bara aðeins að kíkja út og reyna að kynnast Íslendingunum. 

21.12.06 009

Þessir gaurar voru að keppa í fótbolta og unnu. Þeir voru allir 16 & 17 ára og því vorum við skíthræddar um að lenda í vandræðum með því að hafa það svona nakta í kringum okkur. Hehe. Við sátum sko út í pínu litlu horni og þeir tróðu sér allir þangað og auðvitað úr að ofan

Algjör snilld

 

Anna Lóa - vika í Noreg!!


Já-há

Ég á við vandamál að stríða. Það er ALLTOF mikið í boði í heiminum í dag og ég væri til í að gera það ALLT saman!  Baaaaahhh!

Ég "sá" árekstur áðan. Þegar ég segi sá þá meina ég að Michael sá hann FootinMouth ..Það var sem sagt jeppakall að bakka út úr stæði og bakkaði á annan bíl. Kallinn á bílnum ætlaði svo barasta að keyra í burtu. Ég og Michael lögðum fyrir framan hann svo hann gæti það ekki og horfðum illilega á gaurinn. Það var sko huges dæld inn í bílnum sem hann bakkaði á.  Gaurinn steig út úr bílnum og labbaði að okkur og spurði : hvað á ég eiginlega að gera? Þekkiði hann sem á þennan bíl? Ég viðurkenndi að hafa ekki hugmynd um hver ætti þennan bíl. En ég hélt að fertugur gaur hefði allavegna smá hugmynd um hvað hann ætti að gera ef hann bakkaði á bíl. En ég fékk hann allavegna til að hringja í lögregluna. En þar sem ég treysti ekki að hann myndi hringja þá hringdi ég líka. Var það góð að slá inn 911 fyrst, hehe. Shocking

En anyways. Þá eru 7 vinnudagar eftir, eiginlega bara 5 heilir og 2 hálfir. En kemur barasta í ljós. Á morgun er mér svo boðið í útlendingapartý, haha. Er farin að líta á mig sem minni íslending þessa dagana, missti Ég ætla að taka sturtu út úr mér um daginn. Úff.  

 

Sölden mynd bloggsins er 

 20.12.06 033

Þetta er ég og Sunna á fyrsta frídeginum okkar, 20.12.06. Við skelltum okkur á skíði og þessi mynd er tekin á einum útsýnispallinum. Það er svo fallegt þarna!! Algjör draumur. Sunna sýndi góða skíðatakta þennan dag, hehe. Ætla hennar vegna að vera ekkert að pósta fleiri myndum af því, hehe. Gerði víst nóg af því þegar við vorum úti Joyful hihi.

 

Anna Lóa - 8 dagar í Noreg, 12 dagar í Sölden!!!


Föstudagsbloggið

Þar sem æstir aðdáendur mínir *hóst, hóst* voru eitthvað að velta því fyrir sér afhverju það væri ekkert blogg komið, þá ákvað ég að ég yrði nú að skrifa eitthvað svona fyrir svefninn. Það er einn fimm korter eftir af föstudeginum Cool

Ég átti frí frá vinnu í dag en í staðinn kom þvo þvott, vaska upp, rúnta um bæinn, hanga í símanum og reyna að ná sambandi við Voice og fleira skemmtilegt. Dagurinn endaði þó vel þar sem Sóley og Gunni buðu okkur í mat og ég sver að ég er að springa ég er svo södd. Takk fyrir okkur Kissing

En að góðri sögu. Ég var ein heima í dag, að velta vandamálum heimsins fyrir mér (yeah right) þegar dyrasíminn hringdi. Ég í mínum mesta sakleysi svara símanum;

Ég : Halló

Gaurinn hinum meginn í tólinu : Góðan daginn. Virkar dyrasíminn hjá þér?

Ég : Öööö, ég er allavegna að tala í hann!

Gaurinn : Já, ég skil. En heyrðu, helduru að það sé í lagi að ég fái að kíkja aðeins inn til þín og athuga með símann?

Ég : HAA? *skil ekkert í einhverjum gaur, sem ég var btw farin að halda að væri perri, ætlaði að koma í heimsókn til mín og skoða símann minn sem var í fínasta lagi*

Gaurinn : Já ertu ekki annars heima?

Ég : Jú auðvitað er ég heima, ég er að tala í dyrasíma! *fábjáni!!*

Gaurinn : já auðvitað, heyrðu þá kem ég kannski á eftir að fæ að líta á þetta hjá þér

*skellt á*

Ég var þarna orðin dauðskelkuð um að einhver crazy gaur væri að fara að koma heim til mín. Gaur sem heldur að maður geti svarað í dyrasíma þegar maður er ekki heima hjá sér.

Stuttu seinna hringir dyrabjallan og ég fleygi Sophie inn í svefnherbergi þar sem ég hef ekki guðmund um hvort við megum hafa hana hérna. Fer svo enn og aftur í mínu mesta sakleysi til dyra, en í þetta skipti var ég vopnuð uppþvottahönskum. Gætu komið sér vel á hættustundu sem þessari.

Ég opna svo dyrnar og fyrir utan standa tveir kallar.

Gaur 1: Sæl, ert það ekki hjá þér sem dyrasíminn er bilaður?

Ég : Ég svaraði í símann þannig að ég stórefast um hann sé eitthvað bilaður.

Gaur 2 : Já, ert þú sú sem svaraði í símann. 

Gaur 1 : Við erum að leita af íbúð hjá gamalli konu sem notar súrefniskút!

Ég : Það býr gömul kona hérna við hliðin á *benti þeim á íbúð 201*

Gaur 1 : Okei takk

Svo fara þeir bara. Ég stend eftir, með gapandi kjaft. Í fyrsta lagi voru þessir gaurar heimskari en ég hélt og í þokkabót þá tóku þeir mig í missgripum fyrir gamla konu með súrefniskút

Ég er miður mín.

---------------------------------

Góð saga annars. Hér er önnur, sem er þó sorgleg fyrir mig en sorglegri fyrir Sóley en sorglegust fyrir Rafn. Held að hún sé bara góð fyrir Viðar. Ég las þetta sem sagt í Lifandi Vísindum og ætla að setja part úr greininni hérna :

Ef þú ert elst/ur í systkinahópnum, býrð þú að líkindum líka yfir mestri greind. Það eru vísindamenn við háskólann í Osló sem hafa greint niðurstöður úr greindarprófum um 250 þúsund ungra hermanna frá 20 ára tímabili. Niðurstaðan varð sú að frumburður fá að meðaltali 2,3stigum meira en barn númer 2. Þessi tilhneiging heldur áfram niður systkinaröðina þar eð annað barnið í röðinni er að meðaltalið greindara en hið þriðja o.s.frv. 

Mestur er þó munurinn á tveimur elstu börnunum....Það að elsta barnið nái hæstri greindarvísitölunni skýra vísindamennirnir þannig að foreldrarnir hafa mestan tíma til að örva einbirni. Þegar börnunum fjölgar, vex greind elsta barnsins líka, þar eð það lendir í hlutverki eins konar lærimeistara hinna yngri.

Takk fyrir pent.

Ég er sauðhaus og hef finally fundið ástæðu fyrir sjúkdóm mínum. Þrátt fyrir að Binnan mín segir að ég sé aðallega með tvo sjúkdóma ; það að vera örvhent og ólafsfirðingur ..verst að þetta er eitthvað sem enginn lækning er til við. En ég ætla að halda því áfram framm að ég sé bara með MER sjúkdóminn sem er undirgrein Alzheimers; Man Ekki Rassgat! Smile

Best að fara að leggja sig aðeins. Held að það yrði ágætt. Er að fara að vinna á morgun kl.8 og fleira skemmtilegt. 

Í gær átti ástin mín afmæli InLove og óska ég honum til hamingju með það Kissing 

Í dag á svo Gabríela afmæli og pabbi á morgun. Alveg hreint brjálað að gera. Svo þegar Maí kemur þá eiga öll verslóbörnin (börn sem voru getin um versló) afmæli Wizard ..víííí..

Ég er að spá í að setja inn nú í smá tíma alltaf eina mynd af mér frá Sölden. Svo þið getið séð aðeins hvað það var gaman hjá okkur, hihi LoL

Anna Lóa - tvær vikur í Noreg W00t

Ég og Sunna í Sölden

Þessi mynd er tekin 18. desember. Sunna var bláedrú eins og sést og ég líka Shocking

Þetta kvöld var algjör snilld. Helga & Ása dönsuðu upp á borðum og var hent niður. Michael fór í fyrsat skiptið á djammið með Íslendingum og drakk aðeins of mikið af Tópas skotum sem ég tróð í hann Whistling  ..hihi.. Daginn eftir mætti hann dauðþunnur og Matthias yfirchef sagði honum að halda sig frá Íslendingunum, og eins og þið sjáið þá hlustaði hann á Matthias hihi Tounge


Svo ánægð með þetta!!!

Vá hvað ég myndi mæta á þennan fund ef ég væri í Reykjavík. Það var mikið að einhver tók sig til og mótmælti.

Ég er himinlifandi yfir þessu og ég er svo stollt af þessum 4x4 klúbb.  Langar mest barasta til að skrá mig í klúbbinn. Hvernig væri það? Ég á mínum framhjóladrifna Skoda Fabia í 4x4 klúbb, hahahaha. Gengur kannski ekki alveg Cool

Og þó, ætli það sé til FanClub of 4x4 club? Ef svo er þá ætla ég að skrá mig í þann klúbb og ef hann er ekki til þá ætla ég að stofna hann.

 

Anna Lóa wannabe 4x4 klúbbsmeðlimur

Fallegi Fabio


mbl.is Þingforseti tekur við mótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsblogg á laugardegi

Ég vaknaði í morgun eftir ógeðslegan draum. Ég var svo viss um að þetta væri í alvöru, það tók mig örugglega korter að gera mér grein fyrir því að þetta væri bara draumur. Ekki nóg að þessi manneskja angri mig í mínu venjulega lífi, nei hún er farin að angra mig í draumunum mínum líka. Baaaaah. Mér leið þó eitthvað betur að ég barði þessa manneskju svo rækilega í buff og reif af henni allt hárið í draumnum. Og svo þegar ég vaknaði alveg í sjokki, þá var svo gott að geta bara knúsað Michael minn og reynt að fara aftur að sofa Sleeping

Í dag erum við svo bara búin að liggja upp í rúmi og horfa á Friends, Fótbolta og hanga á netinu. Ótrúlega næs eitthvað. Eins góður laugardagur og maður getur hugsað sér og á vonandi eftir að verða bara betri. Ekki skemmir líka að ég fékk bestu fréttir í laaaangan tíma, úúúú, til hamingju ástin Kissing

En jamm...hmmmm..einsog ég sagði þá kíkti ég út þarna 15. mars með Michael mínum og Steffý minni. Það var voða fjör Cool ..var þá ekki búin að fara út í mánuð og ekki búin að drekka dropa af áfengi allan þann tíma, góð Anna Lóa

Ég og Steffý :-)

Hahahaha..ég komin með lúkkið..

Ég held samt að Sophie hafi eitthvað verið að snuffa bjórflöskurnar okkar meðan við vorum úti, því daginn eftir var hún ekkert smá undarleg. Borðaði eiginlega ekki neitt og var öll rosalega ringluð. Labbaði bara í hringi og ég prufaði að ýta aðeins í hana og búmm greyið lá í gólfinu. Stóð engann veginn í labbirnar. Svo svaf hún bara allan daginn og við höldum að hún hafi bara verið þunn greyið. 

Sophei var þunn hahaha

Svo komu páskarnir með öllu því áti og drykkju sem þeim fylgdu. Byrjuðu á fimmtudeginum þegar ég keyrði út í Ólafsfjörð, og ég hélt í alvöru talað að þetta yrði mitt síðasta. Það var svo mikið slapp og viðbjóður. Ég hef örugglega verið 5 korter (hahaha, elska þetta) á leiðinni. 

Snjóflóð í Múlanum

Snjóflóð í múlanum í skítaveðri Shocking

Greyið Fabio meikaði svo ekki að keyra heim til mömmu og Jónasar svo ég lagði bara hjá Höllinni þar sem við árgangur &#39;86 ætluðum að hittast. Það var fámennt en mjög góðmennt. Æðislegt að hitta þau aftur Smile ..

Föstudagurinn langi var fallegur dagur.

Fjörðurinn fagri

Var reyndar pínu þunn en lagaði það með því að sofa framm að hádegi og skella mér svo í bað. Ljúft. Fór svo í göngu með Kötu um Ólafsfjörð, en það hef ég örugglega ekki gert síðan ég kláraði 10unda bekk, hehe. Michael, Sóley, Viðar og Ruth komu svo um kvöldmat og mamma eldaði þennan dýrindis kvöldmat. Auðvitað át maður yfir sig einsog alltaf. Hehe. Rafn lítur miklu betur út og er að braggast alveg helling.

Rafn fótbrotinn

Þegar við vorum svo komin til Akureyrar þá kíkti Ágúst í heimsók. Við spjölluðum aðeins og kíktum svo heim til Dísu&Fjólu þar sem Dísa var með smá teiti. 

Viðar og Ruth

Kíkti svo á Kaffi Karó með Árný og það var algjör snilld. Það var e-ð HipHop kvöld í gangi. Ég & Árný vorum í hláturskasti þegar þau voru í Battli, hahaha. Gaurinn rústaði stelpunum svo, hahahaha. Snilld. 

Café Karó

Við kíktum svo eitthvað aðeins út þegar stelpurnar (Kata, Dísa og Klara) komu sér í bæinn. Þær meðal annars vorum með kynferðislegt áreiti við greyið Snæfinn, hahaha

Stelpurnar að reyna við Snæfinn

Kvöldið endaði svo að ég var alveg brjáluð. Vil ekkert vera að segja afhverju hérna. Við skulum bara segja að strákar sem berja stelpur eru aumingjar .. ég og Árný vorum alveg æfar af reiði, hehe. 

Laugardagurinn fór svo bara í "þynnku" og að sofa og sofa. Svo um kvöldið elduðu ég og Michael dýrindis máltíð og kíkti Ragna í heimsókn. Voða fjör að hitta hana aftur, þessa elsku. Viðar og Ruth kíktu svo í heimsókn og gáfu mér afmælisgjöf, svona Kokteil pakka, algjör snilld. Takk fyrir mig Kissing

Hjúin

Svo var bara kíkt í bæinn. Löbbuðum btw og ég hélt að við myndum deyja. Ég og Ruth tókum nokkra dansa á Kaffi Akureyri en Viðar og Michael komust ekki inn þar sem það var lokað kl.3 og hætt að hleypa inn. Algjört bull.

Ruth

Ruth og ég flashaðar

Var búin að sakna þess svo að djamma með henni Kissing

Páskadagur rann svo upp og ég var þynnri en ég hafði verið hina dagana. Bætti mér það með því að renna niður á Kaffi Akureyri með Michael og Viðari og horfa á Man Utd vinna Liverpool. Snilld, ákvað að redda þynnkunni þar með því að fá mér bjór. Og viti menn, það virkaði. Hehe. Komum svo heim, lögðum okkur aðeins. Horfðum á Friends og átum páskaegg

páskaeggin okkar :)

Michael til vinstri og ég til hægri Grin

Ég fór svo með Rögnu á Voice 987 prepartý á Kaffi Akureyri, en það var algjör snilld. Það var opin bar í tvo tíma og ég og Ragna stóðum okkur asskoti vel, haha. Ég var nú samt komin frekar snemma heim, hahaha. 

Ég og Ragna á Kaffi Ak á páskadag

Mánudagurinn var svo frekar erfiður. Var að vinna 12-20 og þá beint heim í sturtu og á Greifann. En þar hitti ég Sunnu, Ruth, Haddý og Döggu. Við átum á okkur gat og spjölluðum. Voða næs að hitta þessar elskur. 

 

Nú held ég að þetta sé komið gott. Orðið alltof langt, hehe.

Anna Lóa sem er í fríi og ELSKAR það Cool

Flott

Ég morgunin eftir fyrsta djammið í Sölden, hahaha

 

p.s. bara 20 dagar þangað til ég verð í flugvél til Noregs, víhjúúúú..

 

 
 

 


Páskar

Páskar = djamm og vinnufrí
 
Svo almennilegt blogg er lofað eftir páska, eftir djamm, eftir gott frí og eftir mikið súkkulaðiát Smile ..þá koma einnig myndir og fleira skemmtilegt Cool
 
Anna Lóa sem er djammandi

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband