Færsluflokkur: Bloggar
18.3.2008 | 22:25
Greyilegur þriðjudagur
Stundum vildi ég óska að ég get flogið fyrir ofan mig og séð hversu aumkunalega aumingjaleg ég er stundum. Dagurinn í dag var sko enginn undantekning.
Ég vaknaði í morgun við orgin í sjálfri mér. Leit svo á Michael og hann spurði : hvaða fjárans mjólk ertu að tala um? Þá hafði ég verið organdi ða það væri sko mjólk útum allt. Þá var minni að dreyma að hún væri í vinnunni og það hefði farið mjólkurgrautur á gólfið og mjólkin lak útum allt. Alveg yndislegt að vakna og vera að fara í vinnuna í 8 tíma og vera eiginlega búin að vera í vinnunni alla nóttina, hehe.
Ég fór svo og fékk mér dýrindis morgunmat. Eitthvað sem gerist ekki betra. Búin að kúra upp í rúmi með elskunum mínum tveim, í hálftíma, og svo rúllaði mér framm úr, bjó mér til Beyglu með öllu því sem ég fann inn í ísskáp. Mmmmm. Best í heimi. Og ég hugsaði með mér : Ohh, þetta verður örugglega góður dagur. Svo fer ég og tek ruslið og fylli lúkurnar af dagblöðum og öðru rusli sem ég ætla að fara með út í geymslu. Ég stend í dyragættinni og geri þetta venjulega, gramsa í veskinu og vösunum til að tjékka hvort ég er ekki með allt. Veski + lykla + símann + vinnukortið. Þá tek ég eftir því að ég er lyklalaus. Man þá að lyklarnir múnir eru í Fabió, sem er læstur í bílakjallaranum.
Great.
Fer aftur inn, gramsa gjörsamlega í ÖLLU til að ath hvort við eigum nokkuð auka lykil einhversstaðar, þar sem ég er orðin way to late til að labba í vinnunni. Finn lykil í draslskúffunni, og hugsa með mér, ég VERÐ bara ða treysta að þessi lykill gangi að kjallaranum! Var búin að ýminda mér hvernig það yrði ef ég myndi neyðast til að skilj allt ruslið eftir útum allt og hlaupa í vinnuna. En neibb, lykillinn gekk að lásnum og mín komin inn. Fékk þá aftur þá flugu í kollinn að þetta yrði greinilega góður dagur. Not so fast elskan mín. Ég henti ruslinu og flokka það eftir minni bestu getu, og heyri svo óskemmtilegan dynk þegar ruslið datt ofan í tunnuna. Æjj nei, hvað var þetta! Gramsa í veskinu mínu og tek eftir því, mér til mikillar hamingju að síminn minn er horfinn. Svo, nú var komin tími á mína að fara með hausinn á undan ofan í tunnuna og grafa upp símann. Æðislegt.
Eftir þetta þá gat ég finally sest upp í Fabio og lagt af stað. Umferðin er æði svona rétt fyrir átta, já eða EKKI. Þó asskoti skárri en það sem maður lenti í í Reykjavík. Ég náði svo að koma mér í fötin og gekk inn í eldhúsið. Hugsandi um að þetta væri kannski ekki eins góður dagur og ég hélt í byrjun. Búin að hálf læsa mig úti og kafa ofan í ruslatunnu.
Vinnudagurinn einkenntist svo að því að skaðbrenna mig Í GEGNUM vettlinga af spaghetti, já ég sagði spaghetti, missa appelsínusafa ofan á löppina mína, fá flís úr svona ógeðslegu spítubretti, klemmdi mig á kössum og fleira skemmtilegt.
Held samt að toppurinn hafi verið þegar ég var að þrífa pottana eftir matinn. Ég er 161cm á hæð og einn potturinn er 180L ..svo you to the math.. Þegar ég var að þrífa botninn á pottinum, þá hefur örugglega ekkert sést nema bossinn á mér út í loftið. Svo er ég með svona slöngu með "byssu" á endanum til að skola sápuna og drulluna í burtu, og ég setti hana á gólfið og þá ætti að vera í lagi þar sem það kemur ekkert vatn nema maður ýtir á "gikkinn". En NEI, byssann lenti á gikkinum á gólfinu og festist í botni og vatn útum ALLT. Ég varð svo rennandi blaut sem og allir veggirnir, loftið og já allt saman.
Just perfect day. Var svo guðslifandi fegin þegar ég gat loxins farið heim.
Helgin var annars ágæt. Steffý kíkti í heimsókn á laugardagskvöldið og við enduðum selbverständlich á Kaffi Akureyri. Algjör snilld. Kíktum einnig á Amor, dönsuðum þar með Stellu C-cup. Hahahaha. Setning mánaðarins átti sér stað fyrir utan Amor
Anna Lóa, þú fórst á hnén, skiluru, hné-in!!
Getið misskilist helvítil illa, og þó. Held að þessi setning sem slæm hvernig sem maður skilur hana, hahahahahaha.
Var komin heim einhvern tímann og þá hringdi síminn minn - ég skellti á. Sama manneskjan hringdi í símann Michael - hann skellti á. Síminn minn hringdi aftur - og enn skellti ég á. Svo hringdi síminn Michael aftur - og hann ætlaði að slökkva á símanum, en ég bannaði honum það, sagði að þessi manneskja myndi aldrei hringja 4x nema það væri eitthvað að. Svo ég svara og þetta kemur :
Anna Lóa, ég þarf að æla
Hahahhahahaha. Thanx. ..mjög mikilvægt greinilega..
Annars nenni ég ekki að setja inn myndir strax. Er way to lazy til þess núna. Vinna á morgun 8-16 og svo 12-16 á fimmtudag og svo páskafrí !!!!! Get ekki beðið
Anna Lóa sem er að fara í páskafrííí
p.s. Rafn greyið bróður minn fótbraut sig á sunnudaginn og dauðvorkenni ég greyinu.
p.s.s. 31 dagur í Noreg (4vikur + 3 dagar) jeeeeeeeiiiiijjj
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2008 | 15:40
Útlendingar
Ég þarf aðeins að fá að röfla. Ætla að biðjast afsökunar fyrirfram ef ég hneyksla, móðga eða særi einhvern með því sem ég ætla að hreyta út úr mér.
Þetta verður ekki þetta typical föstudagsblogg þar sem ég ræði um alla þá yndislegu hluti *hóst* sem gerast í þessu lífi mínu yfir vikuna, hehe. Engar fyllerísögur eða neitt þannig, og þó Binna, þá efast ég um að ég haldi mér frá djammi þangað til 18. apríl, hahaha
Ég á kærasta sem er ekki Íslendingur, eins og þið vitið líklegast flest. Ef ekki, þá verð ég eiginlega að spyra ; hver í fjáranum ert þú og afhverju ertu að lesa bloggið mitt??
En anyways, ef að Michael minn kom með mér til Íslands hef ég tekið eftir því hvað fjölmargir Íslendingar halda alltaf að Ísland sé bezt og að fólk annarsstaðar úr heiminum sé ekki næstum því jafn duglegt, sniðugt, fallegt og frábært og við Íslendingarnir. Ég hef verið gerð orðlaus, og þið sem þekkið mig vitið að það getur verið ágætis challenge, hehe ..Orðlaus á fordómunum sem lifir í fólki, orðlaus á fávisku fólks og orðlaus á því að fólk skammast sín ekki einu sinni fyrir það sem það lætur út úr sér!
Útlendingur. Ef þú ert útlendingur á Íslandi, ertu um leið stimplaður sem Pólverji. Mest öll íslenska þjóðin hefur nú ekki mikið álit á Pólverjum og er ég þar engin undantekning. En ég er þá að tala um þá Pólverja sem neita að læra íslensku og halda að allar stelpur vilji að þeir nuddi sinni sveittu bumbu í sig! Mér myndi þó hrylla jafn mikið yfir sveitta belgnum þó han væri Þjóðverji, Rússi, Breti, Bandaríkjamaður eða bara Íslendingur. Ég er yfir höfuð á móti fólki sem flytur til annars lands og reynir ekki að læra tungumálið sem talað er í landinu og sýnir því ekki einu sinni áhuga.
Ég hef sjálf búið í öðru landi og verið því útlendingur og ég held að ég muni aldrei gleyma þeim fordómum sem ég og hinir íslensku krakkarnir urðum fyrir;
- Ég var margsinnis spurð hvort ég ætlaði ekki að flasha og dansa upp á borðum, þar sem það væri víst thing okkar íslenskra stelpna
- Ef eitthvað fór úrskeiðis í Mitarbeiter húsinu í Sölden þá voru við, íslensku krakkarnir, alltaf tekin á teppið
- Stól var hent út af 5tu hæð - NB, við bjuggum ÖLL (nema Ragna) á 4ðu hæðinni þegar þetta var. Nema Ragna hafi bara tekið sig til og hent stólnum út um gluggan? Skamm, skamm Ragna
- 10. febrúar þurftum við að mæta á fund, þar sem einhver gat ekki sofið um nóttina vegna hávaðar. Enginn annar þurfti að mæta á fund nema við íslensku krakkarnir. Þetta kvöld (9. febrúar) vorum við ÖLL farin snemma að sofa og vorum bara að horfa á video, þar sem við vorum flest öll þunn. Við djömmuðum full mikið kvöldið áður eða 8. febrúar á afmælinu mínu. En það kvöld var ekkert kvartað undan hávaða, vírd.
- Við mættum svo einu sinni á fund vegna þess að einhver braut ljós á hæð þar sem enginn íslendingur bjó, og meira segja var þetta HINU meginn í húsinu!
- Þegar einn þjóðverjir byrjaði að vinna á Giggijoch þá var honum sagt að hann gæti sofið hjá hvaða íslensku stelpu sem hann vildi, þeim öllum þess vegna. Því greinilega kunna íslenskar stlepur ekki að halda sér í brókunum.
Ég man hvað okkur sárnaði yfir þessum fordómum sem við lentum í og því sárnar mér alltaf þegar ég sé hvað Íslendingar geta oft verið slæmir. Sumir eru svooo rosalega þröngsýnir.
Heldur fólk virkilega að Þýskaland og Þjóðverjar hafi ekki þjáðst nóg útaf WW2 og Adolf Hitler og öllu því, svo það þurfi ekki að hlusta á fólk tuða um það núna 60 árum seinna.
Ég er Íslendingur og er í þokkabót það ung að ég hef aldrei upplifað neitt á borð við þessa harmleiki sem fólk hefur lent í og því er auðvelt fyrir mig að slá öllu upp grín og hafa gaman. En ég verð að gera mér grein fyirr því að það finnst ekkert öllum þetta fyndið.
Ég fór með Michael í Bakaríið við Brúna í sumar og það sat strákur á næsta borði við okkur í bol með mynd af Hitler og svo einhver agalega fyndinn brandari. Michael varð allur eins og kleina og spurði mig hvort þetta væri virkilega leyfilegt hér á Íslandi og að fólk fyndist þetta fyndið? Því í Þýskalandi yrði þér hent í fangelsi fyrir þetta.
Hann hefur einnig lent í því að minnsta kosti tvisvar að fólk orgar Sigael (veit ekki hvernig það er skrifað) á hann og svo hlær þetta fólk bara. Hefur ekki minnstu hugmynd hversu særandi eitt orð getur verið.
Útlendingar eru ekki geimverur. Þegar ég fer til Theisa, sem er 800 manna heimabær Michael, þá finnst mér eins og fólk horfi á mig eins og ég sé geimvera. Vera frá annarri plánetu en ekki bara frá öðru landi. Fólk er hrætt við það sem það þekkir ekki. Það gengur að mér eins og ég sé smitsjúkdómur, en kemur þó. Það er kurtiest og reynir að kynnast mér, passar sig samt mjög vel en er forvitið. Mér finnst að fólk hér á landi reyna að forðast það að kynnast útlendingum. Það mætti reyna meira að kynnast þeim og bjóða þeim kurteislega velkomin til landsins okkar. Landsins sem við erum svo stollt af.
Er ekki erfitt að vera með Þióðverja? Er klassík spurning sem ég er mjög oft spurð að. Afhverju ætti að vera erfiðara að vera með Þjóðverja heldur en Íslendingi? Karlmenn eru alltaf karlmenn, hahaha, smá fordómar
Michael ólst upp í litlum smábæ, eins og ég. Þegar hann var lítill fannst honum gaman að búa til snjóhús, fara út að hjóla og spila fótbolta með vinum sínum. Eins og öllum íslenskum börnum. Auðvitað alast krakkar í öðrum löndum öðruvísi upp, en krakkar í Reykjavík alast einnig oft öðruvísi upp en krakkar á Akureyri. Fjölskyldan i næsta húsi elur börnin sín öðruvísi upp en hitt fólkið í götunni.
Þegar ég fór til Belgíu þegar ég var 17 ára, þá var ég spurð hvort ég vildi dansa. Það var sem sagt strákur sem gekk upp að mér og spurði : do you want to dance? Það hefur ekki gerst síðan ég hætti að vanga. Hahaha, vanga.. Hér kemur strákur dansandi til þín og byrjar að nudda sér upp við þig og ef þú segir nei, eða ýtir honum í burtu, þá snýr hann sér bara að næsta fórnalambi.
Hann á aldrei eftir að vilja neitt meira en bara að soifa hjá þér! Vertu ekkert að gera þér vonir um eitthvað sem aldre á eftir að gerast og á bara eftir að særa þig! Þetta var sagt við mig þegar ég byrjaði að vera með Michael. Sá sem sagði þetta, þekkti Michael ekki baun, hafði aldrei séð hann eða hvað þá talað við hann. Vissi bara að þetta væri útlendingur og því væri þetta lost case og því fyrr sem ég gerði mér grein fyrir því, því betra.
Núna 14 mánuðum seinna er ég ástfanginn upp fyrir haus og hamingjusamari en ég hef áður verið. Mér líður frábærlega og ég get aðeins einni manneskju þakkað fyrir það og sú manneskja er
Útlendingur
Öll dýring í skóginum eiga að vera vinir
Ég veit að ég er enginn dýrlingur en ég bara varð að koma þessu út úr mér
Anna Lóa sem líkar ekki vel við fordóma
og sérstaklega þá sem hún hefur sjálf
p.s. 5 vikur í Noreg, víííí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.3.2008 | 19:55
Mánudagur
Ég er á lífi. En get ekki sagt að þessi helgi hafi verið auðveld. Svo aldeilis ekki. Einsog ég sagði ykkur þá byrjaði hún svona skemmtilega á aðfaranótt föstudagsins að mín ældi öllu því sem hún gat ælt og hefur örugglega vakið hálfa blokkina með látunum í sér, smekklegt?
Laugardagurinn fór svo allur í að aumka sér upp í rúmi og í sófanum fyrir framan sjónvarpið. Horfði á ófáa Gossip Girl þætti sem eru ágætis afþreying, kemst í smá svona O.C. fýling yfir þeim. Michael fór á bretti og ég var að sálast úr öfund og ekki skánaði það að hugsa um að Atli, Hreiðar og Ása hefðu verið í Sölden fyrir stuttu. Anna Lóa mjöööög svo afbrýðissöm.
Elsku besta Sölden, væri næstum til í að fara þangað aftur að vinna.
No worries, no stress og ENGAR skyldur
*Andvarp*
Ég sem var svo búin að plana að fara á djammið á laugardaginn, þar sem ég hef ekki drukkið snefil af áfengi í núna 17 daga. Ekki baun. Ekki einu sinni einn sopa af bjór. Spurning hvort maður haldi sig bara frá þessu áfram þangað til ég fer til Noregs...? Spurning, spurning, góð spurning.
Ég fór svo í vinnuna á sunnudeginum, sem var eitthvað það heimskulegasta sem ég hef gert síðustu, hmmm, síðustu daganna. Ég hélt allan morguninn að það myndi líða yfir mig, gleymdi helmingnum af því sem ég átti að gera og var bara í ruglinu. Eftir hádegi fékk ég svo nóg og spurði Hönnu hvort ég mætti ekki fara bara heim þegar ég væri búin, og jújú auðvita. Svo um kl. hálf þrjú þá var ég búin með mín verk og stóð upp við vegginn og beið eftir einni konunni til að ath hvort það væri nokkuð fleiri pantanir. Ég þurfti næstum að halda mér í vegginn svo ég myndi ekki detta í gólfið og stóð bara þarna sljó og útúr heiminum þegar ég heyrði öskrað : Anna Lóa FARÐU heim!!
Svo mín hunskaðist heim og lá upp í rúmi það sem eftir var dagsins, hálf sofandi og út úr kú. Út úr kú er þó betra en inn í kú, right?
Mér tókst allavegna með þessari ælupest minni að fá alla vinnufélaga mína til að halda að ég væri ólétt. Just great. Það að æla edrú og ekki í þynnku er ógeð. Ógeð og já ÓGEÐ!
Fojjjj
*hrollur*
Michael fór svo til tannlæknis í dag, tvisvar btw. Gaurinn klúðraði fyrsta skiptinu eitthvað svo Michael var orðinn út úr heiminum af sársauka kl.4 þegar ég var búin að vinna, svo það kom ekkert annað til greinaen að fara aftur með hann til tannsa. Ég sat svo inni hjá honum allan tíman og sá allt sem tannsinn setti upp í hann og ég er ekki frá því að ég eigi eftir að fá martröð í nótt. Nálarnar voru huges!
Eftir að hafa séð þetta life þá er ég næstum á því að það er betra að vera í stólnum en áhorfandi. Michael var deyfður til anskotans og fann ekki fyrir neinu en ég fékk illt í hjartað og gæsahúð á bakinu við að sjá þennan óþverra sem gaurinn notaði. Jakk!
Anna Lóa sem fer í sumarfrí eftir 39 daga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
8.3.2008 | 12:26
Laugardagur
Jamm, það er laugardagur og ég bloggaði ekki í gær. En ástæðan fyrir því er sú að ég og Michael fórum í sund og svo út að borða og svo kom ég heim og var þá búin að plana að henda inn stuttu bloggi en leið eitthvað skringilega og fór bara beint inn í rúm.
Kl.4 vaknaði ég svo og leið ÖMURLEGA og fór inn á bað og ældi og ældi. Núna er ég veik heima, með hita, hálsbólgu, hausverk og illt bara allstaðar. Sem betur fer er ég ekki við það að fara að æla og ég vona að það haldist þannig út daginn allavegna.
Þetta er ömurlegt.
Blogga aftur seinna þegar mér líður betur
Þangað til, tjá
Veika Anna Lóa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.2.2008 | 20:27
Föstudagur enn og aftur
Jæja.
Hvar á ég að byrja? Það sem hefur gerst síðan á laugardaginn er, ööö, er, skoooo, öööö, sko, hmmm, ég veit hvað er besta orðið til að lýsa því :
EKKERT!
Gjörsamlega ekkert. Já okei, það gerðist alltof mikið en megnið var bara leiðigjarn einsog vinna, koma heim, sturta, éta og svo sofna yfir einhverjum rosalega fræðandi og skemmtilegum þýskum þáttum. Ég held að mig fari bráðlega að dreyma á þýsku, haha. Það yrði nú gaman : ein, zwei - polizei. Hahaha
Ætti ég að segja eitthvað um hann Friðrik minn? Ég skal segja ykkur hvernig uppskrift frá Friðriki virkar alveg rosalega vel;
Bjór (FLEIRItölu) í forforforforrétt ásamt brauðstöngum með bræddum osti
Kokteill í forforforrétt ásamt saltfiski í bauk
Kampavín í forforrétt með engu, bara svona í tilefni þess að við konurnar erum fallegustu konur norðsins frá köllunum sem voru á borðinu við hliðin á okkur.
Hvítvín í forrétt með humar á fjóra vegu sem var btw geðveikt! Humarsúpa, steiktur humar, soðinn humar og svo einhversskonar humar sem ég man ekki hvernig var, át hann samt sem áður með bestu lyst
Eplasnafs í millirétt frá gaurunum á hinu borðinu, sem voru orðnir mjög svo háværir
Rauðvín í aðalrétt með hreindýravöðva í súkkulaðisósu, já ég sagði súkkulaðisósu!! Hún smakkaðist alltof mikið eins og súkkulaði, hahaha, þótt ótrúlegt sé. Ég ákvað að sökkva hreindýrinu mínu í einhverri annarri sósu svona til að reyna að minnka súkkulaðibragðið, það gekk ekki vel.
Í eftirrétt var svo eitthvað sem ég pantaði ekki og át Balli það örugglega með bestu lyst,
en ég hef ekki hugmynd um það því ég stakk af þegar Michael kom í heimsókn til Friðriks. Ég nefnilega ákvað að fá mér smá göngutúr og ákvað að það væri ekki viturlegt að gera það ein. Michael var orðin eitthvað skáeygður þar sem göngutúrinn endaði í soldnu miklum sveigjum og eiginlega bara einsog Z hahaha
Göngutúrinn endaði svo aðeins lengri en við bæði plönuðum og allt í einu, bara svona upp úr engu þá vorum við komin heim. Hahaha. Ekki nenntum við að labba tilbaka, herra skáeygður og frú ekkert minna skáeygð.
Gott kvöld samt sem áður, talaði við Herra og Frú Friðrik, sem eru voða fínt fólk. Maturinn var góður, nema súkkulaðisósan sem var já súkkulaðisósa ef ég þarf að segja það aftur!
Ég vil líka koma því á framfæri að ég var ekkert þunn á laugardaginn sem ég skil engann veginn, hahaha. Gott samt sem áður.
Hvað gerðist annað í þessari viku, hmmmm. Já, ég fór í sund í gær. Sem er nú enginn frétt nema það að mér tókst loksins að draga Michael með mér. Tókst að fylla hann af bulli hversu gott það væri að hanga þarna þegar það væri enginn þarna og það yrði örugglega eiginlega enginn. Ég er svo rétt að klára að sturta mig þegar hópur af stelpum og þá meina ég GELGJUM og enginn smá hópur. Allir skáparnir kláruðust og helmingurinn af þeim (stelpunum en ekki skápunum, hehe) gengu í hringi með fötin sín í körfu. Ég rétt náði að henda mér út úr klefanum og ofan í laugina. Mér langaði nú samt sem áður að hverfa þegar ég sá svipinn á Michael, greinilega að strákaklefinn var ekkert minna krádet. Haha. Við skelltum okkur svo í úti-stóra-pottinn og það var varla að við kæmust fyrir. Það voru gelgjur af báðum kynum útum ALLT. Við gerðum okkar besta að chilla, en omg. Það voru píkuskrækir útum allt og þá meina ég útum allt, ég ákvað að synda nokkrar ferðir og ég sver að ég heyrði píkuskrækina meðan ég var í kafi. Hryllingur.
Hundraðfjörtíuogtvær gelgjur eru núna sem sagt á Akureyri á bretti og greinilega vera í sundi
Ekki skánaði það þegar þau fóru að tala um að Akureyringar töluðu svo fyndið og héldu að þetta væru bara brandara um að við værum svo harðmælt en OMG greinilega ekki. Svo kom rosalegur svipur á eina stelpuna og svo sagði hún : Það var ein stelba geggt hneygsluð á mér og sagði hey það er aKureyri en eggi aGureyri og ég bara OMG, ogeiii.
*hrollur*
Ein stelpan labbaði þó um einsog einhver hefði stungið heilli skóflu upp í rassgatið á henni. Ég komst þó að því að hún var með brákað rófubein, sem er ekki gott en vonandi skárra en heil skófla.
Önnur var handleggsbrotin, sú þriðja grenjaði því brettið hennar var með sprungu, sú fjórða fór tvo hringi í stólalyftunni því hún komst ekki út úr henni og sú fimmta sagði að Agureyri væri hræðileg að gera þeim þetta.
Greinilega er það núna elsku Akureyri að kenna að gelgjur frá Reykjavík kunna ekki á bretti, ekki mógðast Kata þar sem ég þori að veðja handleggjunum á mér upp á það að þær voru ekki að stökkva þegar þær meiddu sig, hehe
-----------------------------------------------------------
En annars er ég bara heima núna, ein, btw að horfa á Grey's Anatomy. Var að vinna í dag, aukavakt og var því að vinna í dag fimmta daginn í röð og á sex daga eftir, lökkí mí. En ég ætla að vinna eins mikið og ég get þangað til ég fer út því ég vil geta eytt peningum út í Noregi, Þýskalandi og Austurríki. Jamm, við hjúin erum búin að ákveða okkur að skella okkur til Austurríkis, sem sagt Sölden, víí. Þannig að 22. apríl verð ég í Sölden vívívííí.. Road Trip.
En ég er sökkin ofan í hversdagsleikann og ætla að njóta þess í botn. En ég búin að vera ein heima núna í 3 tíma og ég er að verða geðveik. Held að ég verði að skella mér út og gera eitthvað, súrefnisskorturinn er að gera útaf við mig. Kannski ætti ég að opna glugga? Æjji nenni því ekki.
Anna Lóa sem er þreytt en í góðum fíling
bætt við 3. mars : sá að ég skrifaði brákað rifbein en ekki brákað rófubein hjá stelpunni, hehe
Bloggar | Breytt 3.3.2008 kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.2.2008 | 17:25
Jájá - beiler? neihei
Talandi um að þetta sé búinn að vera glataður dagur. Ég ætla bara rétt að vona að hann eigi eftir að batna. Það voru gjörsamlega ALLIR í vondu skapi í vinnunni. Ég hefði svo vilja vera í Sölden og vera að laumupúkast með bjór, haha, það gerði marga slæma hluti skárri. Gaman að þessu.
Hápunktur vikunnar var þegar ég keypti mér flug til Noregs & Þýskalands og Michael til Þýskalands ..Ég fer sem sagt 18. apríl Keflavík - Osló - Kristiansand og verð hjá Binnu yfir helgina og planið verður víst að sýna Norsurunum hvernig á að skemmta sér, það er að segja ef Svala verður ekki búin að sýna þeim það út í ystu æsar, hahaha. Og sama dag fer Michael Keflavík - Berlín. Ég fer svo á mánudeginum 21. apríl Kristiansand - Osló - Berlín og Michael sækir mig til Berlín og so bara roadtrip og fjör í Germaníunni til 2. maí en þá eigum við saman flug Berlín - Keflavík. Lúkkar asskoti vel verð ég að segja. Get ekki beðið eftir að fá frí á launum, hef aldrei átt sollis, maaaagnað.
Binna, here I come
Góður svipurinn á gellunni hægra megin
Annars hefur lítið sem ekkert gerst hjá mér síðan ég bloggaði síðast. Bara vinna alla dagana og svo fórum við systur í fjörðinn í gær, það var ágætt. En ég lærði einn hlut í þessari viku og þar sem þetta er svo asskoti merkilegt þá verð ég að deila því með ykkur. En ég er búin að finna út hvað getur fengið hvern sem er til að langa að murka úr sér lífið. Bara fara framm á svalir og já do what ever, en það er að horfa á Undankeppnina í ÞÝSKU Eurovision. Þið sem haldið að íslenska undankeppnin sé horbjóður með meiru og fær yndislegasta fólk til að grenja af sorg þá ættuð þið að sjá þetta. Þetta er svo hræðilegt að ég bara gat ekki meir, mig verkjaði í hausinn yfir "sönghæfileikum" fólksins, mér langaði að stinga úr mér augun þegar ég sá dansana og FÖTIN sem þetta pakk klæddi sig í, já og EKKI í og ekki má gleyma að ég tróð næstum greyið Sophie inn í eyrun á mér til að þurfa ekki að hlusta á þetta *hrollur*
Flott?
Svo ég haldi áfram að tala um undankeppnina í Euro þá má ekki gleyma þessum hryllingi sem er að komast í gegn þetta árið. Hey, hey, hey we say ho, ho, ho, með gaurum sem eru að drepa karlmenn Íslands. Þeim er að takast að troða því í hausinn á þessum gaurum sem við stelpurnar eigum að vera hrifnar af til að raka sig ALLSTAÐAR, hvort sem það er inn í rassinum eða undir höndunum eða já á bringunni, fara í ljós 10x í viku og má alls ekki gleyma strípunum sem er víst svo töff að vera með í hárinu.
Fojjj
Eitthvað hefur þetta farið framhjá mér að sé dead sexy. Endilega látið mig vita ef ég er að missa af einhverju. Kannski við stelpurnar ættum að vinna upp allt þetta hármissi og byrja að safna hreiðri undir höndunum og skógi á fæturnar?
Góóóð hugmynd. Pant vera EKKI fyrst
En well well
Atli, Ása og Hreiðar eru að fara til Sölden og ég væri sko að ljúga ef ég myndi segja að ég væri ekki öfundsjúk. Mig sko dreymdi í nótt ekkert nema Sölden. Laaaangar skíðabrekkur, flügel, Isidor, Thomas, Zipfer, Bistro, yndislega konan í Spar og bara allt hitt. Saaaaaaknað þess svoooooo.
Í dag er Þorrablót hjá Miðstöð. Sem þýðir að Michael er að fara upp í verkstæði, drekka brennivín og éta hákarl. En konunum, sem og konunum þeirra sem vinna hjá Gúmmíbátum og einhverri fatabúð niðrí bæ er boðið á Friðrik V. Þangað hef ég aldrei farið, en á víst örugglega eftir að éta og dre *hóst, hóst* kka yfir mig, hahaha.
Núna er ég að horfa á Simpsons með þýsku tali og ég er farin að halda að ég sé að fá skallablett. Jakk. Þetta skemmir alveg þáttinn. Er að spá í að skella mér barasta í shower, er komin með gæsahúð á rassinn yfir þessum fáranleika.
Sjáumst,
Anna Lóa sem er að fara að hitta Friðrik
p.s. Sunna það er sybbinn en ekki sibbinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.2.2008 | 22:23
Sunnudagur
Vá hvað ég er þreytt. Ætla að blogga og svo er ég rokin inn í rúm, úff.
En gærkvöldið var helvíti fínt. Ég var að vinna til kl.20 og kom þá heim, skellti mér í sturtu og svo um kl.21 var þjóðverja partý heima hjá mér. 4 þjóðverjar og ég. Gott partý. Að vera ein með 4 þjóðverjum hefur rosalega mikil áhrif á hálsinn á manni, ég varð bara allt í einu svo rosalega þyrst
Ég náði samt að plata Steffý til að koma til mín og hún varð einnig vör við þennan rosalega þurrk sem hafði myndast í loftinu og var rosalega þyrst ..Við reyndum svo okkar besta að stoppa þennan þorsta, það gekk ágætlega en þar sem við höfðum innbyrgt svo mikið vökvamagn þá ákváðum við að við yrðum eiginlega að fara niður í bæ og dansa & svitna til að losa okkur við eitthvað af þessum vökva.
Dísa, Fjóla og Klara komu í smá heimsókn í Hjallalundinn, þegar þær komu frá Ólafsfirði og greinilegt að það var líka þurrkur í loftinu í firðinum.
Kaffi Akureyri sá svo um að skemmta okkur langt framm undir morgun.
Það var mikið af góðu fólki í bænum. Á Amor fann ég SS og Gunna í Mó, svo gróf ég Freyja einhversstaðar upp og það var mikið faðmast og spjallað.
Ánægja kvöldsins var án efa þegar ég var að tala við Dominic. Ég var eitthvað að forvitnast um hann og talaði bara þýsku við hann. Svo sný ég mér að Steffý og við erum eitthvað að tala saman og Dominic var farinn að horfa stórundarlega á mig og svo segir hann ;
Dominic : Afhverju ertu svona góð í íslensku?
Ég : Haaa, hvað meinaru? *skil ekki alveg hvað hann er að meina, fer að spá hvort ég hafi misskilið þýskuna hans eitthvað*
Dominic : Hvað ertu eiginlega búin að vera lengi á Íslandi?
Ég : Hmmm, ég er Íslendingur!
Dominic : *roðnaði smá* ó, ég hélt að þú værir þjóðverji
Svo góð tilfinning þegar þjóðverjar halda að maður sé líka þjóðverji
Þetta er Dominic þarna hægra megin. Ég held að ég hafi spurt hann á að minnsta kosti 10 min fresti hvað hann héti því ég steingleymdi því alltaf, einu sinni gleymdi ég því í miðju samtali. Vandræðalegt!!!
Pirringur kvöldsins var þegar við vorum að labba inn á Kaffi Akureyri og ég ætla að setja jakkann minn og Michaels í fatahengið. Ég er komin fyrir framan konuna þegar ég fattaði að Michael týndist á leiðinni, þannig að ég sný mér við til að ná í jakkann hans og ríf hann af honum og *búmm* slæ honum í hendina á huges gaur sem missir bjórinn sinn í gólfið.
Gaurinn ætlaði að ráðast á Michael og var alveg snælduvitlaus. Skytturnar 3 (Michael, Simon og Dominic) réðust til varnar. Gaurinn heldur áfram að öskra á Michael og ég byrja að ýta í gaurinn og segja að þetta hafi verið óvart og það gangi ekkert að öskra á þá á íslensku, þeir skilji hann ekkert. Gaurinn hlustaði nú ekkert á mig, svo ég reyndi að ná sambandi við stelpuna sem var með honum.
Ég bað hana vinsamlegast að róa gaurinn niður og koma því í hausinn á honum að skytturnar 3 skildu ekkert hvað hann væri að ausa yfir þá.
Hún : *horfir á mig með þennan ýkt hneykslunarsvip* Eru þetta pólverjar?
Ég : Nei, þeir eru frá Þýskalandi
Hún : Já, okei, en gaman, ég kann nefnilega þýsku, ég skal tala við þá *gellan labbar að strákunum* Ich habe ein kugelschreiber
Ég hélt að ég myndi deyja. Fékk nóg og reif Michael í burt.
Mynd kvöldsins er myndin sem ég tók á Kaffi Akureyri af Dísu, Klöru og Fjólu þar sem ein er með eitt brjóst úti! Ákvað að gera það manneskjunnar vegna að pósta henni ekki hér, hahaha
Vandræðalegasta móment kvöldsins var þegar ég var að labba inn á Kaffi Akureyri og maðurinn sem gerði við Fabio í október kom að mér og sagði Hæææææææææjjj og knúsaði mig. Ég ætlaði bara að labba í burtu en ákvað svo að snúa mér við og spurði gaurinn afhverju hann mundi eftir mér, hann hafi gert við bílinn minn fyrir 4 mánuðum og það var EINN dagur. Þetta var sko ekki í fyrsta skiptið sem hann heilsar mér, en fyrsta skiptið sem hann knúsar mig. Og þá sagði hann : þú ert svo eftirminnileg og strauk mér um andlitið ..næs..
Gott kvöld. Best að fara á djammið þegar maður ætlar sér það alls ekki.
Takk allir fyrir gott kvöld, ég skemmti mér konunglega
Sara Lind Vilhjálmsdóttir til hamingju með árs afmælið, þú ert sætust
Anna Lóa sem er svooooo þreytt eftir helgina
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.2.2008 | 20:19
Hið vikulega föstudagsblogg
Ég ákvað að gera eins og Haddý stakk upp á (stinga hvar) að loka mig inn í lokuðu rými, tilefna sjálfa mig sem boss yfir bloggnefndinni sem og kjósa mig. Bömmer að eina lokaða rýmið sem ég fann var frystikistan og hún var læst utan frááááá (sungið eins og gaurinn í Greifunum).
Okei, nú missti ég það alveg. Vatnið?
Hey, þú, gamla kú! Meeeeeeeeee
Haha, ég man þegar ég var lítil og amma vildi endilega kaupa eitthvað handa mér að drekka og þar sem það var Egils en ekki Vífilfell þá var ekki Sprite í boði heldur bara 7up og ég setti upp fýlu svip og sagðist ekkert drekka svoleiðis sull. Eftir smá röfl af ömmu hálfu þá tókst henni að sannfæra mig um að 7up væri alveg eins og Sprite. Þannig að ég lét til leiðast og leyfði henni að kaupa sullið handa mér. Ég borgaði henni svo rækilega fyrir með því að frussa yfir hana fyrsta sopanum þar sem þetta smakkaðist eins og hrisst, heitt og gamalt sódavatn.
Svo fann ég túkall
Ég gerði svo magnaðan hlut í dag. Ég þurfti að fara í Pedromyndir fyrir mömmu og biðja þá að framkalla nokkrar myndir fyrir konuna. Ég fór með 2cd með mér, annan sem var frá pabba og ég gat engann veginn opnað í tölvunni minni og svo annan sem ég skrifaði sjálf. Diskurinn minn var með 50 myndum sem ég hafði valið fyrir mömmu og megnið af þeim í bmd (bmx?) forriti og gaurarnir neita að taka því, svo ég gat bara hunskast heim og breyta myndunum í jpg eða sleppt þessu bara. Ég varð alveg himinlifandi yfir þessu, eins og þið getið rétt ýmindað ykkur, þrumaði seinni disknum í gaurinn og sagði að mig vantaði myndir úr x-möppunni en gæti ekki sjálf opnað hana. Gaurinn horfði á mig eins og ég kynni ekkert á tölvur nema á msn og myspace! ..Hann setti svo diskinn í tölvuna hjá sér, opnaði diskinn og daramm tölvan hrundi .. Hún hökkti og hökkti og svo bara búmm alles tot. Gaurinn reif diskinn úr tölvunni, tróð honum í umslagi, slengdi honum í mig og sendi mér augnaráð sem sagði að hann vildi óska að ég myndi drukkna í polli með rassinn upp í loftið og buxurnar niður um mig! Sætur gaur
Annars var þetta ágætis dagur, var bara ein heima með Sophie sem ákvað að hafa blómin mín sem snakk. Þegar ég bannaði henni að éta þau þá fór hún að jappla á rykinu sem er um öll gólf, alla veggi, allar hillur og já eiginlega bara í loftinu líka. Ég ákvað að taka því ekki sem sign að ég ætti að ryksuga, þó ég væri með hnoðrakisu. Er að vinna á morgun og þá getur Michael dundað sér við það. Haha. Ég er ömurleg
Nú er svo komin tími á Friends. Þáttinn þegar Joey og Chandler gleyma Ben í strætónum. Snilld.
Anna Lóa sem bloggar á föstudögum og stundum oftar
Ég sakna þín Binnan mín
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.2.2008 | 20:29
22 ára og ung sem lamb
Já, það gerðist. Ég varð 22ja ára á föstudaginn. Það var nú asskoti gaman, nema auðvitað þetta glataða veður? Hvað á það að þýða að svo margir vinir manns urðu veðurtepptir í Reykjavík? Það er eitthvað við það að eiga afmæli þennan dag, fólk verður veðurteppt eða veikt og kemst ekki að halda upp á það með þér. Fyrir tveimur árum var svo vont veður að ég var sjálf veðurteppt og komst ekki í mitt eigið partý. Það var nú fjör
Ég og Michael ákváðum að reyna að sofa eins lengi og við gátum, sem var alveg til kl.10. Ótrúlegt hvað maður getur sofið lengi, já eða ekki. En svo var bara BvB í morgunmat/hádegismat, sofið og haft það eins gott og hægt er.
Bauð Sóley og Gunna í brauðtertu, sem var btw svo góð að ég og Sóley átum þangað til við gátum ekki étið meir þar sem maturinn var búinn, hahaha ..
Það var hattaþema og ég var búin að ákveða að vera svo hard að fólk sem mætti ekki með hatt mætti ekki koma inn og ég var svo leiðileg að ég sendi Sunnu heim til sín að ná í hatt handa sér og Elmari ..en Sunna fær stóóóran plús fyrir hattinn sem hún mætti svo með
Annars var þetta bara mjög hresst kvöld. Þangað til "sumum" var hent út af Kaffi Akureyri ..vá hvað það var glatað/fyndið og já SORGLEGT! Hahaha. En þar sem veðrið var ömurlegt og fáir í bænum þá vorum við komin heim um kl.3.
Laugardaginn var svo bara sofið til kl.14 og þá rúllaði ég mér framm til þess eins að komast að því að ég væri bara pínu þunn. Hahaha. Við elskurnar brunuðum svo í fjörðinn þar sem mútter var með þennan dýrindis reyktalambahrygg og omg hvað við átum mikið, hahaha. Ég reyndi eitthvað að afsaka mig þegar við sleiktum kjötið af beinunum að við værum sko ekki búin að borða í allan dag hahaha. Svo var auðvitað ís í eftirrétt, heimagerður, *sleeeeef*
Annars nenni ég ekki þessu ,,ég fékk mér cheerios í morgunmat" bloggi einsog Sóley kallar það, hahahaha.
Þetta var partý-blaðran, sem breyttist svo í ..
...
...
...partý-Hitler ..hann var sko að gera sig..
Hér er hann for eksampel fljúgandi um partý-place-ið
Hann var algjör snilld. En Sophie líkaði eitthvað illa við hann og slátraði honum á sunnudaginn. Hann fékk mjög góða athygli frá kvenþjóðinni í partý-inu ;
Sophie var einnig að fýla alla athyglina sem hún fékk og þá sérstaklega frá Haddý. Ég viðurkenni að ég var nú hálf smeyk á tímabili þar sem ég hélt að Haddý myndi ekki fara ein heim
Ég var mjög ánægð með helgina og vil ég þakka fyrir öll sms-in, allar kveðjurnar á MySpace, hér á blogginu og allsstaðar annarsstaðar. Takk æðislega fyrir mig ..og þið sem mættuð í partý-ið, takk fyrir gott kvöld og mjööööööög góðar gjafir, algjör snilld. Takk enn og aftur fyrir mig
Anna Lóa sem lofar betra bloggi sem fyrst
p.s. Gleðilegan Valentínusardag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.2.2008 | 21:22
Jæja
Aðeins 2 og 1/2 tími eftir af sweet tuttuguogeinsárs! Ég er að pæla að fara að sofa og sofa til hádegis, hljómar vel ?
Ástin mín fær allavegna ekki að hoppa á mér og troða í mig rauðvín bara til að halda upp á að áfengisbanninu mínu sé lokið og að ég sé ekki tvítug lengur, hehe. Ég ætla sko að sofa, takk
Sjáumst á morgun elskurnar
Anna Lóa sem er bara tuttugueins í smá stund lengur
Trúi ekki að það sé að verða 7 mánuðir síðan þessi mynd var tekin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)