Strætóferð

Ég fór í strætó í dag, sem er kannski ekki neitt frásögufærandi miðað við kreppu og vesen, en ég stóð sem sagt eins og bavíani fyrir framan nætursöluna og reyndi að rína í þetta hrafnarspark sem strætókerfið er og náði einhvern veginn að lesa út úr því að það væru 4 min í næsta strætó sem ég gæti nýtt mér. Svo ég gekk út og labbaði þá á eitt stykki gamla konu sem var eitthvað að hangslast í stiganum.

Konunni varð voða um og ó, og spurði mig svo hvort að næsti strætó sem kæmi væri að fara upp í þorp og ég sagði að ef ég hefði skilið blaðið rétt, þá já. Konan fór þá að upplýsa mig um það að hún þyrfti sko að fara út hjá farfuglaheimilinu við Hörgárbraut. Ég uppfull af áhuga að vita meira kinkaði kolli og sagðist svo því miður bara ekki hafa hugmynd um hvernig þetta strætókerfi virkaði. En reyndi svo að hressa þá gömlu við með því að segja að það ætti bráðlega að koma Strætó nr.3 og hann færi upp í Þorp og þá gæti hún spurt bílstjórann hvort hann myndi ekki alveg örugglega stoppa við gistiheimilið við Hörgárbraut. 

Sú gamla horfði þá illilega á mig og sagði; Þessir strætóbílstjórar vita stundum ekki einu sinni hvert þeir eru að fara og tala oft ekki einu sinni íslensku! Ég verð nú að viðurkenna að ég varð pínu smeyk þarna. En svo kom strætó-inn á fullu að Nætursölunni, skrensaði þar eins og tjokkó á Hondu Civic. 

Ég gekk inn á eftir þeirri gömlu sem spurði strætóbílstjórann hvort hann stoppaði hjá Hörgárbraut. Hann sagði : ég fara mína leið og þú hringja bjöllu og ég stoppa! Það sko rauk úr þeirri gömlu og ég var viss um að hún myndi dangla pokanum sínum í hann. Hún lét sér það nægja að hnussa og frussa yfir manngreyinu og slá pokanum í sæti hans.

Af einhverjum ástæðum hélt sú gamla áfram að spjalla við mig en mér tókst að koma mér undan og settist svo eins aftarlega og langt frá henni og ég gat! Ætlaði ekki að verða fyrir barðinu á pokanum hennar ef henni myndi eitthvað ekki líka það sem ég segði.

 

Annars er bara vitlaust að gera í skólanum og maður nær varla andanum fyrir verkefnum. Ég held þó áfram að vera casual löt á öllu saman Smile ..

Helgin var fín og ég held að ég ætti að taka upp á því að klæða mig oftar sem kúreki. Ætti ég gæti komið svona kúreka-þriðjudögum í tísku? Svona eins og Joey og naked Thursdays.

n767701413 1448384 2051

 

Anna Lóa kúreki


Afi minn

Ég átti svo æðislegt samtal við afa minn á mánudaginn

Afi : Mér finnst alveg nóg að borga á ríkissjónvarpinu, ekki eins og það sé samt eitthvað skemmtilegt sjónvarpsefni, en maður lendir stundum á einhverju skemmtilegu.

Ég : Já, þú hlýtur samt að hafa gaman af Klovn

Afi : Klám? Ég þarf nú ekkert að vera að horfa á svoleiðis

Ég : Klovn, ká - ell - o - vaff - enn .. ekki klám

 

 Anna Lóa sem er að fara á skrall


Sælar

Eigum við að fá okkur gott í kroppinn?

Ég var í mínu mesta sakleysi að labba í skólann í morgun, flaug ekki nema þrisvar á hausinn í hálkunni og fékk snjóslappsskvettu yfir mig frá tveim bílum. Svo þegar ég hélt að ástandið gæti ekki versnað þá labbaði ég frammúr tveim strákum, sem voru nú ekki mikið eldri en tólf ára og annar kastar snjó í hnakkann á mér. Þá var mér nú ekki skemmt svo ég sneri mér við á punktinum og dúkkaði strákgerpinu á kaf í snjóinn, vini hans varð svo um að það varð gulur snjórinn fyrir neðan hann! Ég gekk svo í burtu svo spígspert af stollti að fólk gæti haldið að ég hafi fengið heilan ljósastaur upp í boruna.

Annars gengur lífið hjá gömlu sinn vanagang. Er síkafnandi úr leti, hori og þreytu. Ég held að við mannfólkið ættum að ná þeim eiginleika að leggjast í dvala. Til dæmis núna þegar vetrarþunglyndið er að leggjast yfir mann með öllum þessum kulda og blauta snjó, þá væri gott að geta bara lagst í dvala og sofið í mánuð eða svo. Svo vaknar maður endurnærður og getur tekið á amstri dagsins af fullum krafti, brillerað í skólanum og kannski nennt að gera eitthvað eftir skóla. Ég er mikið að spá í að nefna þetta undir nefnd, stóra spurningin er bara hverjir ætli séu í þessari nefnd? Ef það eru sömu fávitarnir og eru að sjá um fjármál Íslands þá neita ég að tala við þá, bý barasta til mína eigin nefnd!

Ætli það sé hægt að stofna svona trúarhóp? Fólk sem trúir því að mannfólkið geti lagst í dvala og lifað betra lífi fyrir því? Ég held að ég verði að leggjast mikið í það skoða þetta mál. Ég mun halda ykkur uppdeituðu yfir gangi mála!

Svo að þessari kreppu sem er að ganga yfir landið. Ég ásamt fólki á mínum aldri er kynslóðin sem á eftir að lenda í því að bjarga Íslandi frá þessum volæðum og ég spyr bara; hvernig í fjáranum eigum við að fara að því þegar við getum ekki einu sinni fjármagnað nám okkar??? Maður á varla fyrir borunni á sér, vegna ástandsins og svo eru þessir menn sem standa þarna efstir, sitjandi á fjármunum sínum sem þeir hafa stolið héðan og þaðan, eins og geitur á gulli!!! Fojjjjj...

tal_61_david

 

Ég held að því fleira fólki ég kynnist því betur kynnist ég sjálfri mér. Það sem ég hélt að væri alveg normal er kannski frekar ónormal í augum almenningsins. Ég Ólafsfirðingurinn var totally ekki að gera mér grein fyrir því að ég væri svona absúrd.

  • Þegar ég borða þá stappa ég öllu saman í einn mauk, svo maturinn lítur einna mest út eins og æla á disknum.
  • Ég smyr smjör með teskeið
  • Ég borða ekki ávexti eða grænmeti nema í undatekningaratriðum (svo sem appelsínu, jarðaber, kíví, aspas, baunir, sveppi og ekki má gleyma vodka-eplum)
  • Ég er mjög fóbíu fyrir hári. Ég get alveg drepið geitunga og fangað köngulær, en ef ég sé hár einhversstaðar þar sem það á ekki að vera það fæ ég flog. Verst er í sundi þegar hár kemur syndandi til mín, þá er ég oftast fljótt að stökkva upp úr eða busla hárinu í burtu sem og vatninu úr hálfri sundlauginni
  • Ég sef ekki með kodda. Skiptir engu þó að koddinn sé bara koddaver, ég fæ hálsríg.
  • Ég er á móti því að taka leigubíl, en þegi þó ef einhver annar borgar hann
  • Ég er á móti því að fara í bíó. Læt mig þó hafa það í Reykjavík þegar bíósalirnir eru skömminni skárri en þetta rusl hérna á Akureyri, en ekki að ræða það að borga meira en 800kall!
  • Ég er hrædd við hunda og eiginlega flest öll dýr sem ég get ekki drepið með því að berja það með dagblaði eða stíga á það.
  • Ég er stelpa en á ekki málningardót. Ég á einn maskara en ég veit ekki einu sinni hvar hann er. Sama er að segja um skarpgripi, ég geng aldrei með þá og er ekki með göt í eyrunum
  • Ég hata Reykjavík og flest allt sem tengist henni
  • Ég drekk ekki glyðrugos

Eins og Binna segir þá gæti ég ekki verið meira ekki í lagi þar sem ég er frá Ólafsfirði, ég er örvhent OG ég nota gleraugu. Ég bara átti aldrei neinn sjéns, er það?

tal_27_nennetekki

 

Svo er víst sprellmót hjá Háskólanum á morgun þar sem búið er að skrá mig í Skotboðhlaup, sem verður nú eitthvað skrautlegt. Sprellið mun byrja á hádegi og enda þegar fólk hefur skrallað yfir sig.

 

Anna Lóa sem hatar kreppuna

 


Mánudagur - fojj

Mánudagar eru uppáhald - NOT! Ég er bara örsjaldan yfir önnina í skólanum til 4 og það þarf þá að vera á mánudögum. Dísús. 8-16 *gubb* ..maður er ekkert vanur þessu Pinch ..enda kannski ekki furða að í tímanum sem er frá hálf 3 til 4 er tíminn sem ég er búin að sofna í. Veeeel gert! Það var reyndar alveg skelfilega vandræðalegt, sit eiginlega fremst svo ég gat ekki verið meira fyrir augunum á kennaranum og ég steinsofna. Hrekk svo upp við það að ég fæ högg á öxlina og heyri kennarann segja : jæja eigum við ekki að taka frímó svo þessi geti fengið sér kaffibolla og horfir svona frekar illilega á mig.

Alveg hreint bráðskemmtilega vandræðalegt. 

Á föstudaginn fór ég til Ólafsfjarðar með Sóley & Martin og var komin þangað svo eitursnemma að það var agalegt. Nýtti tímann meðan Sóley keyrði út í skurð að taka stærðfræði próf á netinu sem ég btw brilleraði á Cool  ..svo var étið þangað til það bara komst ómögulega meir fyrir í bumbus, bara svona eins og vanalega þegar maður fer í mat til þeirra hjóna. 

 

130908 044

 

Þótt ótrúlegt sé þá endaði maður á skrallinu á föstudagskvöldinu, alveg hreint ótrúlegt Halo ..reyndi eftir minni bestu getu að vera samt frekar róleg og það gekk svona ágætlega, þó ég segi sjálf frá. Michael kom svo með flugi á laugardeginum og mér tókst að gleyma sækja hann Shocking ..hann var svo kominn hálfa leiðina inn í bæinn þegar ég finally komst brunandi út á flugvöll. Enn og aftur, vel gert Anna Lóa!! Fæ alveg stóran plús í kladdann Whistling, ekki að það hafi verið eini plúsinn í kladdann sem ég fékk þessa helgina þar sem mér tókst að brjóta rauðvínsflösku í bílinn hennar Sóley Undecided ..þetta er greinilega búin að vera hreint frábær vika til að vera ég!!! 

n511060021 4193327 7906

 

 En annars er bara voða fínt að frétta. Er búin að sjálfkjósa mig í skemmtistjórn bekkjarins, hehe og er búin að plana partý næsta föstudag þar sem planið er að troða þessum blessaða bekk aðeins saman. Ég er komin með laaaangan lista af skemmtiatriðum sem ég ætla að standa fyrir - RIGHT! Það er einmitt svoooooo ég, hahahaha. En jú, þetta verður vonandi voða gaman, kominn tími til að maður kynnist eitthvað af þessu fólki sem maður er með í bekk. Vantar alveg svona busun eins og var í Sjúkraþjálfuninni Happy

Ég er svo búin að horfa á 3 Star Wars myndir. Já ég sagði þrjú stykki af Star Wars og ég er viss um að nördastuðullinn minn hafi hækkað um þónokkur stig við það. Og versta er að mér finnst gaman að horfa á þetta Blush ..hehe..

En best að hypja sig aftur í skólann Angry

Anna Lóa nörd með meiru

130908 035

 

 


Miðvikudagur sem merkir dagur fyrir helgarfrí

Það sést laaaangar leiðir að ég er byrjuð í skólanum. Ég er búin að stara á bækurnar og athuga hvort þær opnist ekki sjálfkrafa og orðin fljúgi inn í hausinn á mér og setjist þar að. Þar sem ég hef ekki þróað hugarorkuna nóg í það þá hef ég fundið mér ýmislegt til dundurs annað en að læra og þar sem ég var búin að gera allt sem mér datt í hug núna, nema blogga þá ákvað ég að enda bara á því og svo fer ég og les aðeins Halo

130908 017

 

Gestir gærdagsins voru yfir tvöhundraðogtuttugu og var það vegna þess að ég asnaðist til að blogga um frétt og skýrði titillinn ,,Fólk Er Fífl" sem ég held ennþá framm reyndar. En mesti bömmerinn er að fá svona marga "gesti" er að kommentin voru alveg heil 4..og þar af eitt frá mér svo það telst ekki með, svo það eru 3 komment fyrir 220 manns, er meira en 70 manns á komment..... 

Hvað er málið með þetta rok? Það mætti halda að ég byggi enn í Keflavík! Miðað við hvað það er hvasst hérna þá vil ég ekki vita hvernig ástandið er á RokRassgatsHorni Íslands, fojj. Sophie var ekki hress með þetta rok og hélt að nú værir heimsendir í nánd. Hún róaði sig niður með því að sofa ofan á fésinu á mér, mér til gríðarlegar ánægju. Ég reyndi að hafa hana frammi en þá vældi hún eins og stunginn grís. Svo það var lítið sofið þessa nótt og ég vaknaði svo með hálsbólgu svo ég skrópaði í skólann. Var bara frekar heima og lærði, sem gekk svo vel að ég sofnaði ofan í bækurnar og rétt náði að vakna fyrir tímann sem ég átti að fara í kl.12.35 Shocking ..alveg hreint frábært..labbaði niður í Oddfellow og mætti þar með hárið úfið og tár í augunum af vindinum.

 

130908 040

 

Annars var mér boðið að taka próf á netinu : How Girly Are You ..og eins og þið sem þekkið mig vita þá er ég sko sú stelpulegasta! Svo ég ákvað að taka prófið og þetta varð niðurstaðan ;

You are 60% girly! You are the type most people like,

you are girly, but not annoying or pretending to be cute.

You are well balanced on studying and sports.

Keep your habits!

Svo heyriði það Tounge ...ég næ allavegna yfir 50%, sem þýðir að ég er allavegna réttu megin við strikið. 

Ég fór í Pool um helgina með Gumma og Stebba (X-Vínbúðarpakk) og ég hef ekki farið í Pool síðan Ali var og hét. Það var voða fjör og þeim tókst aldrei að vinna mig, ég bara tapaði Grin  en ég vann þó einhverja leiki haha Wink

Nennir þú að bjóða mér í mat? 

Anna Lóa letidýr

130908 009


Fólk er fífl

Ég fór í skólann eftir hádegi eins og vanalega og þegar ég gekk inn á hið bráðskemmtilega bílastæði hérna við Háskólann á Akureyri þá tók ég eftir því að það voru bílar lagðir svona 3 í lest, þannig að það var búið að festa miðju bílinn inni. Þetta hefði kannski verið skiljanlegt ef þetta hefðu verið einhverjir að gera at í vini sínum, en málið er að öll lengjan sem er allavegna 10 bílar hlið við hlið voru lagt svona.

160908 003

 

Veit ekki hversu vel myndin sýnir þetta en þetta er svo vitlaust. Hehe, mér finnst líka fyndið að þetta er fólk í háskóla sem er að gera þetta. Ég hefði örugglega fengið vægt kast ef bílinn minn hefði staðið inn í miðjunni og ég ekki komist neitt.

Og svo er þetta með þennan gaur sem hringir og kallar út allt slökkviliðið! Ég meina halló, gat enga skýringu gefið á athæfi sínu og ég veit ekki hvað. Sauðhaus, með meiru (sjá link neðst).

 

En annars var helgin mjööög góð, vil ekki fara neitt nánar út í hana Smile ..fengi örugglega mínus í kladdan frá æðri völdunum, hehe. En myndir eru á Facebook sem og MySpace, tjékk it át  gæs.

130908 056

 

Anna Lóa letihaugur


mbl.is Handtekinn vegna gabbs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flöskudagur

Vá hvað ég kann ekki að sofa út, fór að sofa um 1 og hugsaði auðvitað hvað ég ætlaði þokkalega að sofa til hádegis, en neibb. Vaknaði fyrst 6.57! Alveg skelfilegt, er að spá í að kenna kettinum um þetta.

Ég fór til Tannsa í dag og það var svona bráðskemmtilegt, kostaði annan handleggin og hægri fótinn fyrir neðan hné. Algjört morð, en ég get svo sem ekkert kvartað þar sem ég borgaði ekki Woundering ..takk elsku mamma Kissing ..Ég hef sko ekki farið til tannlæknis síðan á Eiðum '73

Hann tók myndband úr kjaftinum á mér of frísaði svo á einni myndinni til að sýna mér eitthvað, alveg hreinn unaður, úff. Hann sagði að ég yrði að koma á svona 1 og 1/2 árs fresti því það væri nú ekki gefið að vera með svona fínar og góðar tennur Smile

Svo kom Gunni Mó eins og lifesafer á SAAB-num og gaf Fabio smá rafmagn og hann rauk í gang, svo ég skellti mér á rúntinn og gaf bílnum smá líf. Ég er ekki frá því að Fabio hafi brosað yfir þessu öllu saman.

Mamma vildi samt taka mig með sér í sveitina um helgina og ég afþakkaði það, því ég veit að Páll nokkur Óskar er að bíða eftir mér, komin með frímiða og alles. Stelpan kann þetta. Og svo er ég að spá í að fara með stelpunum á smá gítarglamr á Kaffi Akureyri á eftir. Svo er leikur leikanna í fyrramálið Shocking

Þannig að það er nóóóg að gera á þessu heimili, en ég er rokin að horfa á fréttirnar. Vínbúðin enn einu sinni mætt í fréttirnar,  gjörsamlega allt að gerast Whistling ..tjékk it át krakkar..

Anna Lóa sem lærði yfir sig í gær

08.02.07 107

 


Ekki minn dagur!!

Þetta blogg var skrifað í gær, en vegna netvandamála þá gat ég ekki sett það inn fyrr en núna!!

 

Stundum held ég að ég hafi verið rosalega óþekk í fyrra lífi þar sem ég get verið svo skelfilega óheppin í þessu lífi. Nema ég sé bara svona vond yfir höfuð og karman sé að láta mig borga

What goes around, comes around

En sem sagt, fyrir næstum tveim vikum þá var ég í mínu mesta sakleysi að læra heima í stærðfræði og er með opið út á svalir vegna hita. Sophie mín er bara eitthvað að leika sér og voða fjör. Svo allt í einu þá lít ég út á svalir og engin Sophie. Hvert hún hefur farið eða hvernig, er mér dulin ráðgáta. Allavegna þá er ég ekki búin að sjá hana síðan, fyrr en í gær þá hringir Guðrún mín í mig. Þá er hún á bílastæðinu og sér Sophie undir einum bílnum. Svo ég rýk út og næ í greyið, sem er grindhorað, skítugt og dauðhrætt. Ég kem með hana inní íbúðina og hún sturlast fyrir framan matardallinn sinn þar sem hann var tómur og ég átti engann mat handa henni. En við redduðum því og hún var í fanginu á mér allt kvöldið. Ég gat ekki lagt hana frá mér því þá vældi hún og vældi.

En þá kemur að því góða. Í morgun var ég í eyðu frá 10-12.35 og ákveð að fara með greyið til dýralæknis, svona til að ath hvort hún sé í lagi. Hvort maginn sé ónýtur eftir að hafa verið að éta steina í tvær vikur. Ég tek hana með mér út, sest upp í Fabio og starta bílnum.

En þá vill Fabio bara ekki í gang, great!

Eftir nokkrar tilraunir þá fer ég út úr bílnum, en skil lyklana eftir í raufinni og loka hurðinni og þá gerist það - bílinn læsist! ..Ég hélt að það ætti ekki að vera hægt, að bílinn læsist þegar lyklarnir eru í raufinni. En þá varð mín bara að hlaupa upp og ná í varalyklana og opna bílinn. Ég sest í bílstjórasætið og fer að spá hvað í fjáranum bændur skulu nú gera. Þá tek ég eftir því að þegar ég tek lykilinn úr raufinni þá eru græjurnar samt í gangi.

Hvernig í fjáranum það getur gerst, er avleg ofar mínum skilningi.

Svo núna held ég að Fabio sé barasta andsetinn og hafi verið með tónlistarparý í alla nótt og sé því rafmagnslaus.

Ég ætla allavegna að vona að hann sé rafmagnslaus því þá get ég allavegna reddað því í kvöld, en annars þarf ég að koma honum á verkstæði og ég hef hvorgi tíma né nenn í eitthvað svoleiðis kjaftæði.

Baaaaaaahhh!¨

Annars hef ég verið dugleg að láta bjóða mér í mat síðustu daga, ég meina girl gotta do what girl gotta do! Guðrún bauð mér í kjúklingabringur mmmm og svo mætti ég í grill á föstudaginn þar sem mér var sagt að yrði grillaðar alisvínakjúklingafætur með nepölskum truflusveppum og slátri.

Lostæti

Svo verður maður mannanna í Sjallanum á laugardaginn næsta og þar ætla ég að gera innrás sem menn munu seint gleyma. Ég hef staðið mig vel í því síðustu ár, allavegna man fólk ennþá eftir Cocoa Puffs atvikinu !


image
 
 


Anna Lóa lökkí bastard
 
pic 339

 

 

p.s. hann sem getur giskað úr hvaða lagið þetta er (bannað að gúgla), hann fær verðlaun!

 

Minn besti vinur hverju sem dynur
Ég kyngi tári og anda hári
Illum látum, í faðmi grátum
Þegar að við hittumst
Þegar að við kyssumst
Varirnar brenndu, höldumst í hendur


 

 

Mánudagur 1. september

Jæja núna byrjar nýr mánuður og ég hef ákveðið að hér með byrjar nýjir tímar. Ætla að hætta öllu (eða næstum) þessu bulli og einbeita mér að því að vera hamingjusöm og njóta lífsins. Inn á milli ætla ég svo að reyna að vera dugleg í skólanum Cool ..hljómar allt eins og ég eigi eftir að brjóta þessar lífsreglur mínar fyrir hádegi á morgun!

En yfir í stórskemmtilegan atburð sem átti sér stað í dag. En það var þannig að ég lá í mínum mestu makindum upp í rúmi og las blað þegar síminn minn hringir. Ég í mesta sakleysi svara;

Ég : Halló

Stelpan hinu megin : Já er þetta Anna Lóa

Ég : Já *hugsandi hvur fjárinn*

Stelpan : Sæl, ***** heiti ég og er að hringja hérna frá ($(%"$Y/&"   *einhverju sem ég ómögulega heyrði*

Ég : ööö...okeeiii..

Stelpan : ég var að velta fyrir mér hvort ég mætti ekki lesa eitthvað fallegt fyrir þig úr biblíunni

Ég : haaaaaaa? *hækkaði róminn ísskyggilega mikið*

Stelpan : já mig langar að lesa úr bíblíunni fyrir þig

Ég : veistu, NEI

Stelpan : jæja, allt í lagi, takk bless

 

Alveg hreint bráðskemmtileg lífsreynsla. 

Ég er að spá í að hætta að svara símanúmerum sem ég þekki ekki. Lendi alltaf í einhverju svona rugli, síðast var það gaur sem hringdi á sunnudagsmorgni um kl.6 og vildi endilega tjá mig um það að hann væri að farast úr greddu í mig og hvort hann mætti ekki kíkja í Hlíðargötuna til mín. Ég hélt nú ekki. 

*Hrollur*

P8011465

Tekinn hinu megin í Eyjafirði á föstudeginum í versló

 

Annars var helgin bara ágæt, uppfull af drama og veseni. En asskoti skemmti ég mér nú á laugardaginn. Ég var komin niður í bæ fyrir allar aldir (a.k.a. kl.20) og horfði á Hjaltalín spila í göngugötunni - þau voru nú mun betri en ég hélt. Svo var horft á Bubba góla í gilinu og Kaffi Karólína bauð bjór á 350kr, ekki amalegt það. Eftir að Bubbi hafði gólað í of stuttan tíma lá leið mín með Hönnu og Rögnu á Kaffi Akureyri, þar sem Einar Ágúst söng & glymraði á gítar. Ég dýrka svona gítarstemningu á djamminu.  Asskoti gott kvöld bara í flesta staði Smile

P7261425 

Tekinn á Mærudögunum áí Húsavík

 

Annars er skólinn bara byrjaður á fullu. Vika 2 hafin og ég á ekki enn allar bækurnar - sauðhaus! Redda þessu á morgun býst ég við, eða hinn, já okei allavegna fyrir helgi. Ég skrapp niður í Eymundsson og verslaði þar stærðfræðibókina sem kostaði 7500kall og ég var svo miður mín að ég lét hana nægja í bili. 

Ég er samt svo að dýrka þessa stærðfræði. Það er gaman að vera að gera eitthvað sem manni finnst létt og kann að gera eftir að hafa tekið 21 einingu í framhaldsskóla og 15 einingar af þeim voru hard work

En vá hvað skólinn byrjaði nú alveg hrein frábærlega. Fyrsti nýnemadagurinn var á miðvikudegi og þá enduðum við í Viðskiptafræðinni á Greifanum og svo bjór á Amor. Á fimmtudeginum var það strikið, sem ég reyndar mætti ekki á. Og svo á föstudeginum vorum við keyrð upp í Kjarnaskóg þar sem við sprelluðum - edrú - í einhverja tíma, áður en við fengum pylsur og bjór.

Á mánudeginum eftir var svo loxins skólinn byrjaður og þá vorum við bara tekinn í þurrt rassgatið strax kl.08:10 um morguninn. Ég fékk alveg svona : shit, hvað er ég búin að koma mér í

Allavegna byrjar Háskólinn með bjór! Ég veit nú ekki hvort það sé eitthvað sniðugt.

P8021496

Eftir vinnu í Vínbúðinni á laugardeginum í Versló 

 

Það sem er næst á dagskrá hjá Lóu litlu er að klára að koma mér fyrir í nýju íbúðinni (Drekagil 21), hitta Ruth þegar hún kemur til Ak um helgina og svo er það mjög líklega Reykjavík 18. september.

Hahaha, já ég verð að segja ykkur frá því að ég er loxins búin að horfa á Næturvaktina. Ekki nema svona ári of seint og því er ég komin með þessa blessuðu frasa já sæll og  fínt og hva, öll ljós kveikt en enginn heima?  og auðvitað bara sæææææææll alveg heilu ári á eftir öllum hinum. 

Daníel, ég heiti DANÍEL en ekki Samúel

Ég hef alltaf verið þekkt fyrir að vera alltaf svona new í öllu Woundering 

Er þetta ekki annars komið gott svona í bili? Ég er enn að bíða eftir að gamli bloggandinn komi yfir mig, hann er aðeins farin að láta á sér kræla Smile

Anna Lóa sem langar út að hitta fólk

p.s. ef þig langar alveg hreint rosalega að hlusta á unaðslega tóna þá mæli ég með 

  • Sigur Rós - Inn í mér syngur vitleysingur
  • Megas - Ástarsaga
P7261429
Ragna, ég og Atli á Mærudögum á Húsavík

 


Jæja

Ég hef verið að spá í því hvort ég ætti að byrja aftur að blogga?

 pic 334

 

Anna Lóa sem er að fyllast af blogg"þrá"

p.s. http://visir.is/article/20080829/FRETTIR01/815981040  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband