Það sem maður getur lent í!!!

 

Jæja...eftir gærkvöldið þá hélt ég að allir mínir vegir væru færir. Ég sem sagt tók mér rúman klukkutíma til að reyna að mana mig upp í að banka hjá kínversku stelpunni sem býr hérna með mér og spyrja hana hvort henni langaði að koma út að éta og spjalla og svona. Svo þegar ég kom mér loksins í að banka hjá henni, þá sagði hún bara "nei", þar sem hún væri víst svona agalega þreytt og ég veit ekki hvað. Svo sem skiljanlegt, þar sem hún kom bara í gær, en hún vildi endilega koma með næst.

Eníhú, þannig að ég ákvað að fara bara ein út að borða. Skellti mér bara af stað og labbaði eftir einni götu sem ég valdi eftir dágóða umhugsun. Þetta var svona rosalega smart ákvörðun hjá mér, því þessi gata endaði bara down town Wink  ..ég fór svo á einn stað sem mér leist vel á og settist þar inn og fékk mér að éta. Agalega fínn staður og eiginlega meira svona "kokteila-bar" heldur en restaurant. En ég fékk allavegna gott að borða og fékk mér auðvitað einn kaldan með, fannst ekki annað hægt þegar 0,5L af bjór kostaði minna en 0,4L af gosi!! Barþjóninn var samt alltaf eitthvað að tala við mig, held að hann hafi eitthvað vorkennt mér að sitja svona ein, haha! En svo labbaði ég bara heim aftur og nó problemmó, svo ég var agalega stolt af mér!  

Í dag var svo fyrsti svona "skiptinemadagurinn" og fengum við að vita alltof mikið af upplýsingum á alltof stuttum tíma. En þetta verður vonandi allt í orden. Það var reyndar mjög fyndið þegar við vorum að labba frá byggingunni sem ég verð mest í og að byggingunni sem bókasafnið er í, var sú sem var að sýna okkur allt að tala við alla á ensku. Svo sneri hún sér að mér og talaði þýsku og spurði hvað ég væri að læra og afhverju ég væri eiginlega að hanga með útlendingunum, ég hefði alveg mátt fara heim. Þá hélt hún að ég væri þjóðverji sem væri svona "contact buddy" með einum útlendingunum þarna. Hún skildi ekkert hvað ég væri eiginlega að væflast með þessum útlendingum, hahaha Wink

Annað gerði ég ekki í dag nema ég kynntist stelpu frá Úkraínu, sem vildi endilega að ég myndi hjálpa henni að redda einhverjum hlutum. Hún sem sagt vissi ekki neitt og tókst einhvern veginn að villast heiman frá sér og að strætóstöðinni. Hún var eins og týnd geit út á miðri götu, alveg við það að fara að grenja þegar ég fann hana þegar ég var að fara í strætó. Svo ég þorði ekki annað en að segjast ætla að fara með henni hvert sem hún þyrfti að fara. Meðan við vorum að labba í bænum þá spurði hún mig að gjörsamlega öllu og ég veit ekki alveg hvernig ég á að taka henni lengur, þar sem það sem hún spurði mig að, er ekki einu sinni nethæft!! Og þetta vall upp úr henni út á miðri götu eins og ekkert væri venjulegra. Stórundarleg stelpa, en ég held samt sem áður að við eigum eftir að vera ágætar saman Wink

En já.. ég kom svo bara heim og gekk aðeins frá og settist í tölvuna. Svo datt mér nú í hug að skella mér bara aftur út að borða, þar sem ég nennti ekki að smyrja mér eitthvað frammi. Ég full sjálfstraust eftir að allt gekk svo vel í gær, klæddi mig upp og rauk út. Ég var varla komin út að fyrstu ljósunum þegar það kom gaur labbandi upp að mér og byrjaði að tala við mig.

Hann : Alles klar?

*ég þóttist ekki heyra í honum*

*hann labbaði fyrir framan mig, benti á headphone-ana mína* Alles klar?

Ég : ja

Hann : hvert ertu að fara?

Ég : ekkert

Hann : viltu koma með mér á bar?

Ég : nei

Hann : hvert viltu fara?

Ég : ekkert með þér

Hann : ég nefnilega veit um svona agalega flottan pubb bara hérna rétt hjá

Ég : ööö, nei

*ég held svo áfram að labba og hann eltir mig*

Hann : hvað heitir þú?

Ég : það kemur þér ekkert við

Hann : hvert ertu að fara?

Ég : ég er að fara heim núna!! *byrja að snúa mér við og leggja af stað í hina áttina*

Hann : hvar get ég hitt þig um helgina?

Ég : hvergi

Hann : það er rosalega gott disco á laugardaginn þarna *bendir á einhvern stað* ..sé ég þig ekki þar?

Ég : nei *labba í burtu*

*hann kallar á eftir mér* : við sjáumst á laugardaginn

--------------------------------------------------------------------

Ég fór því að labba í áttina heima hjá mér. Enn að reyna að ákveða hvar ég ætti að éta og steinhissa á þessum ógeðis gaur! NB þetta var EKKI þjóðverji Wink  ..en já, ég var svo komin langleiðina heim og var næstum bara búin að ákveða hvað ég ætlaði að éta þegar ég þurfti að stoppa á ljósum og þá koma þrír gaurar og stoppa við hliðin á mér. Ég held mig bara við það að horfa framm á við og þykist ekki heyra í þeim. 

Einn labbar svo að mér og byrjar að tala við mig. Ég held áfram að þykjast bara ekkert heyra og þá gerir hann eins og hinn gaurinn og labbar framm fyrir mig. Ég tek af mér headphone-ana og segi :

Hvað?

Hann : Alles klar?

Ég : ja

Hann : hvert ertu að fara?

Ég : heim!

Hann : hvar áttu heima?

Ég : það kemur þér ekkert við

*hinir gaurarnir koma og færa sig nær*

Hann : áttu heima þarna *bendir í áttina að götunni minni*

Ég : það kemur þér ekkert við

Hann : áttu kærasta?

Ég : já! *með von um að ég yrði þá látin vera*

Hann : okei. Má ég fá númerið þitt?

Ég : nei

Hann : afhverju ekki?

Ég : afþví bara. Ég vil ekki láta þig fá það og ég á kærasta! Láttu mig vera.

Hann : en mig langar ða hitta þig aftur, má ég fá númerið hjá þér?

Ég : nei, bless!! *strunsaði í burtu*

-----------------

Þeir löbbuðu eitthvað á eftir mér og ég viðurkenni vel að ég var skíthrædd um að þeir myndu elta mig alla leið heim Shocking ..svo ég tók mér bara stóran krók. Þegar ég var ekki búin að sjá þá í korter, labbaði ég að þessum fína ítalska veitingastað og skellti mér þangað inn! Agalega rómantískur veitingastaður og þjóninn spurði mig með geðveikt svona "I feel your pain" svip hvort ég væri bara ein?  Ójá og ég hlussaði mér í sætið og fékk mér geðveikt gott pasta að éta. 

Ég viðurkenni vel að ég var ekkert að drífa mig út eftir þetta. Ætlaði svo klárlega ekki að lenda í þeim aftur. En ég komst svo heim og núna er ég að spá í að fara bara að sofa. Er búin að labba í svona samtals 4klukkutíma í dag og maður er að verða aðeins þreyttur !!

En eftir þetta, þá er ég að spá í að vera ekkert mikið að þvælast ein út í bæ eftir að það er komið myrkur, haha! En það er þó allavegna einn kostur við þetta allt saman að ég hef ekki enn farið út án þess að sjá lögga sífellt vera að keyra um. Það er allavegna good sign!!

En núna er ég búin að koma þessu frá mér og er að spá í að halda áfram að lesa Týnda Táknið eftir Dan Brown! En ég ætla samt að nefna það aftur að enginn af þessum mönnum voru þjóðverjar Wink

 

En ég ætla að láta einhverjar myndir fylgja með og planið er svo að fara á föstudaginn og taka almennilegar myndir. Af skólanum mínum sem er eins og Harry Potter kastali Smile

 

IMG 5746 

Þetta eru Binna og ég í Norge á laugardagskvöldið Grin

IMG 5754 

Ég þurfti að bíða í klst á lestarstöðinni í Hamburg. Takið eftir Hr. Hans Müller sem situr þarna vinstra megin Wink ..hann kvaddi mig þegar ég fór án þess að við höfðum sagt eitt orð á milli okkar meðan við sátum þarna í 45min. 

IMG 5758 

Þetta er tekið úr lestinni á leiðinni frá Hamburg til Osnabrück. Ágætlega grænt grasið hérna í Germaníunni Tounge

IMG 5768 

Þetta er svo útsýnið út af svölunum hjá mér

IMG 5772 

og síðast, en ekki síst Asna Apótekið sem ég þarf að taka strætó-inn hjá Cool

 

hafið það annars gott, með ást

Anna Lóa sem er þreytt eftir daginn!! 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Farðu nú varlega Anna Lóa! Ég get svarið það að hjartað var farið að slá hraðar bara við lesturinn. BTW er stórhrifin af Asna apótekinu og okkur Hauk finnst útstillingin í gluggunum alveg últra "flott" Kv.

Hanna F. Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 21:08

2 identicon

Ég hef svooo gaman af því að lesa svona byrjendasögur úr útlöndunum haha, hvað maður getur verið grænn og það sem útlendingum dettur í hug að gera! Hef lent í svona álíka kjánalegum aðstæðum. Maður hlær nú alltaf að þessu eftirá samt;)

 Hljómar ævintýralega hjá þér en farðu nú varlega, allavega þegar þú ert ein!

Það verður gaman að fylgjast með ferðum þínum.

Olga Yatzie (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 21:32

3 identicon

Haha

EN anywho þá var kjötsúpa í matinn í vinnunni í dag! ætlaði að taka restina með heim og senda í pósti til Dojtslands en því miður gelymdi ég því sorry....

Ég legg samt til að næst þegar þessir útlensku herramenn koma upp að þér skaltu leggjast á götuna og fá "túrett-flogakast (já ég veit það er ekki fallegt að gera grín að fólki með sjúkdóma) og baða út öllum öngum og öskra blótsyrði á íslensku er nokkuð viss um að það sé turn-off á þá! ;)

Haukur Árnason (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 22:30

4 identicon

hahahaha! djöfull ertu klikkaður haukur

En já viltu gjöra svo vel og passa þig!

Sóley (IP-tala skráð) 3.3.2010 kl. 22:36

5 identicon

Góður Haukur! Ég skal reyna það næst ;)

En já ég mun reyna að passa mig, en málið er samt það að maður má ekkert verða hræddur og loka sig inni. Ég á heima hérna og verð að vera hérna næstu mánuðina. Maður getur lent í svona krípí gaurum hvar sem er, meira segja á Akureyri.

Spurning um að fara í ræktina og lyfta og massa sig aðeins upp ;)

Anna Lóa (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 07:47

6 identicon

Ég lenti í einhverji útúrdópaðri stelpu á lesterstöðinni í Helsinki. Hún elti mig útum allt og bað um pening. Eftir að ég hefði sagt henni 5 sinnum að ég ætti engan pening handa henni ákvað ég að öskra á hana á íslenku öllum blótsyrðum sem ég kunni... Hún varð frekar skelkuð og lét mig loks í friði. Ahh yndislegt að eiga oft á tíðum svona hranalegt, hart og sterkt tungumál, eins og íslenskan getur verið, til að grípa til.

En Anna þú hefur of mikla krafta í kögglum (heheh, kögglum) þú bara blæst þessum durgum í burt. ;) Hafðu það gott.

Kata (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 14:31

7 identicon

Hehehe.. þú verður að gæta þín Lúlli minn. Hafðu bara úkraínsku stelpuna með þér og hún spyr næstu ógeðisgaura í kaf... :)

Knús.. og rétt hjá þér, ekki loka þig inni, það er ekkert gaman :)

Sunna (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 09:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband