Já er það ekki bara

Ef ég væri með bloggið mitt læst þá myndi ég úða ósmekklegum orðum yfir ákveðnar manneskjur sem ég kynntist í dag, en þar sem sumir gæti rambað inn á bloggið manns, þá ætla ég að vera dóttir móður minnar og þegja.

Það er eitthvað lítið um skóla þessa daganna, þar sem tveir kennarar af fimm eru bara ekkert til staðar til að kenna manni. Svo stundarskráin mín einkennist af eyðum, pásum, breikum sem og heimsóknum frá forsetanum. Já einmitt, hann Óli kallinn lét sjá sig í skólanum í gær. En vegna þess að við erum best buddies þá ákvað ég að leyfa mér barasta að fara fyrr heim heldur en að hlusta á ræðuna hans. Hann sendir mér hvatningarsms mörgum sinnum á dag, svo ég ákvað að vera svo góð að leyfa hinum nemendum skólans að njóta hans. Ég meina, ég má ekki alveg einoka hann? 

Hann Mikjáll minn kom heim í dag með stofuborð undir arminum. Haldiði að kallinn hafi ekki bara fengið það gefins a.k.a. frá Nytjagáminum. Voða flott borð meira segja, svo núna getur maður hætt að hafa lappirnar upp á eldhússtólnum þegar maður horfir á imbann. Greinilegt að kreppan er ekki að gera alveg út af við alla. En ekki kvarta ég nú  Joyful

IMG 0543

Kiddi totally happy, annað en ég Cool

Ég var með stærðfræði "kennslu" upp í skóla í dag. Veit ekki alveg hvaðan ég fékk þá grillu að ég gæti kannski kennt stærðfræði. En ég skalf eins og fáviti, svitnaði í lófunum og hné-in gáfu sig af stressi. Ég bullaði og frussaði út úr mér einhverju óskiljanlegu röfli meðan ég skipaði krökkunum að reikna. Þau sem ekki hlýddu, sló ég einfaldlega með kennaraprikinu mínu. Þetta tók svo mikið á að ég þurfti að fara 2x inn á bað að æla af stressi og svo leið einu sinni yfir mig. Eftir tímann þá fékk ég enginn epli gefins, svo ég held að ég leggi kennara skóna mína upp á hilluna. 

Ég hef ekki horft á fótboltaleik síðan Man Utd tapaði svona skemmtilega fyrir Liverpool fyrir löngu, en þar sem Viðar er vonandi að koma um helgina þá kannski nær maður að horfa á einn leik. Þangað til held ég bara áfram að fylgjast með football365.com! Það er gríðarleg stemning, stanslaus öskur og fagnaðarlæti þegar orðalýsingarnar fljúga um skjáinn!

Á sunnudaginn kom eitt stykki brjálaður nágranni og kvartaði yfir djöfulsins látum sem hefðu komið vegna partý-sins í íbúðinni minni á milli 4 og 7 um morguninn. Ekki bara það heldur var þetta víst ÖNNUR helgin í röð sem ég er með stanslaust partý og brjáluð læti. Wh0000t! Vá hvað ég kom af fjöllum. Er ekki vön að fá svona öskur og org yfir mig á sunnudögum yfir einhverjum sem ég kom ekki nálægt. Ég var nú bara sofnuð frekar snemma á laugardagskvöldið og ekki vaknaði ég við neitt einasta partý. Ég hef ekki verið sökuð um eitthvað svona síðan bara í Sölden.

Sölden

Liebe Sölden. Miðað við hvernig ástandið á Íslandi er í dag þá hefði ég ekkert á móti því að fara aftur út. Frekar auðveld vinna og svo alltaf bretti á frídögunum. Endalausar brekkur og dásemd. Ætla enda þetta blessaða þrusu blogg á tveim myndum frá Sölden. Ég var víst um daginn með eitthvað svona Myndir frá Sölden þema með blogginu, en það dó. Svo let's bring it in again Smile

Við vorum komin að áramótunum. Fyrstu áramótunum sem ég hef ekki verið á Íslandi og ég hef sjaldan verið jafn hrædd á ævinni. Ég ætla að láta fylgja með smá bút úr gamla blogginu mínu með;

 

 "Við íslendingarnir fórum saman eftir vinnu á stað þar sem við vorum með pantað borð og fengum okkur að éta. Við rákum reyndar einn íslendinginn í burtu ásamt þjóðverja og einhverjum sem ég man ekki í burtu því þau voru orðin alltof blekuð. Hehe. Maturinn var svo svona hélvíti góður.

Við fórum svo heim og það var partý í íbúðinni minni og Sunnu svona til tilbreytingar. Micro og Harold (sem vinna með okkur) buðu sér í partýið. Ég held nú að þeir hafi verið á einhverju "aðeins" sterkara en áfengi (voru til dæmis að éta sveppi um daginn, næs?) og þeim tókst að brjóta eina flösku og tvö glös. Mjög góður árangur. Hahaha.

Við vorum svo komin fyrir utan Fire & Ice rétt fyrir miðnætti og dísús hvað ég hef sjaldan á ævinni verið jafn hrædd. Fólk var ekkert að skjóta flugeldunum upp í loftið heldur bara í annað fólk. Og mesta sportið var að grýta fólk með hvellettum."
 

n634730322_4414033_736 

Atli, Ása, ég, Júlía, Sunna og Hanna Rós að fela okkur fyrir rakettunum

n634730322_4414035_1040

Við Íslendingarnir úti að borða Smile

Sunna, Atli, ég, Júlía, Ása, Gummi, Ágúst og Hanna Rós. Ragna tók myndina, Helga var á fylleríi með Michael og Frida og Hreiðar var ekki kominn til Sölden.

 

 Good Times

Anna Lóa sem er sjúk að flytja eitthvað út!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað þú ert dugleg að blogga, lýst vel á þig :) en ég sting uppá að þú flytjir barasta til suður noregs, mátt fá ókeypis gistingu því við eigum aukarúm sem max gleymdi hihihi.. og meiraaðsegja aukaherbergi ;) 

Binna (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 20:41

2 identicon

mátt alveg halda áfram að vera svona dugleg að blogga svo ég hafi alvöru ástæðu til að gera eitthvað annað en að læra ;)

en hey, komdu bara með til þýskalands... getur fengið ódýrt flug með express 28.feb :D

Hlakka til að sjá þig um helgina!

Ruth (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 21:37

3 identicon

Hei... ég sé engar myndir.

Og mér finnst að þú ættir að rifja upp ljúfari minningar, þar sem þetta kvöld er eitt af hræðilegustu kvöldum ævi minnar, hef aldrei verið svona hrædd held ég! Og pirruð, og reið.. allt sama kvöldið. Og ég frestaði áramótunum til kl. 1 þegar ég var hætt að vera brjáluð.

En... hvenær fórstu að kenna stærðfræði?

Sunna (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 21:45

4 identicon

gott blogg... flytjum bara eitthvað út, beilum á þessu helvítis landi!

Sóley (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 09:12

5 identicon

Já - voðalegt stuð er örugglega heima hjá þér þegar þú ert sofandi. Kannski eru þetta einhverjir álfar sem búa í sófasettinu þínu. Ég myndi láta kanna þetta aðeins :-)

Jón Sindri (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband