Laugardagur!!

Sælar!

Það hefur eitthvað tekið á að reyna að fá mig til að blogga..en núna er ég komin í gírinn.. ég fór ekki að sofa fyrr en eitthvað yfir fimm í nótt og var vöknuð kl.9, tók þá frábæru hugmynd að fara barasta á fætur þá. Mikki ákvað að fara upp í fjall en ég ákvað að fara ekki með honum, ætla frekar að reyna að taka aðeins til hérna heima og læra. Ætla svo að leyfa mér að fara í fjallið á morgun Cool

fyrirparty 005

Ég og Jara í fyrir-annar partýinu 10.jan

Mig dreymdi um daginn að ég væri í Afríku. Ekki bara að ég væri í Afríku heldur var ég að keppa í Survivor Africa. Þetta var ekki alveg eins og Survævor í sjónvarpinu, því hérna þá var maður bara drepinn ef maður var ekki nógu góður. Við vorum öll hlaupandi um eins og fávitar og reyna að leysa einhverjar þrautir og alltaf þegar ég leit tilbaka þá var verið að slátra einhverjum úr liðinu. Mjög scary. Ég hef sjaldan verið jafn kát og þegar ég vaknaði þann morguninn. 

Síðustu helgi var bærinn fullur af fólki..HR, Bifröst og Heilbrigðisdeildin úr HÍ voru í skíðaferð. Þetta var algjör snilld. Hitti Daða frænda minn og Siggu í fyrsta sinn í alltof langan tíma..ég fór edrú út á föstudaginn og var mætt á kaffi ak um kl.22 og það var ekki eitt sæti laust í húsinu..það var alltof stappað í bænum svo ég gafst upp kl.2 og brunaði bara heim. En á laugardeginum var svo sprell í Sjallanum þar sem maður dansaði langt framm á nótt..algjör snilld!

haskoladjamm 023

Já..ég verð svo að segja ykkur frá einu, hahaha.. ég var um daginn eitthvað að vesenast í bænum og þurfti að fara þar sem Eining-Iðja er...og þegar ég kem þangað þá var ég að spá hvort ég ætti að taka lyftuna en ákvað svo að ég hefði barasta gott af því að labba upp þessa ófáu stiga.. þegar ég kem svo upp á hæðina þar sem Eining-Iðja er þá heyri ég einhver öskur og skræki. Þá festist lyfta á milli hæða og það var kona í lyftunni, ekki sú minnsta og það voru þrír karlmenn að reyna að draga hana útúr lyftunni. Ég veit að ég er vond en ég bara gat ekki haldið hlátrinum inn í mér, þetta var bara of fyndið. Djöfull var ég þá fegin að hafa ákveðið að labba bara upp stigana, því annars hefði þetta geta verið ég! Ef ég hefði verið í lyftunni og verið föst á milli hæða, ég hefði örugglega sturlast úr hræðslu og ætli það hefði þá ekki bara verið endir á lyftuferðunum mínum, hehe..

Konugreyið!

Svo var annað, hehe. Ég og Michael reyndum að henda sem mestu þegar við fluttum svona til að reyna að minnka þetta drasl sem maður er búinn að sanka að sér yfir árin. Við ákváðum samt að setja allt sem var heilt, eða heillegt í nytjagáminn upp á haugum. Þar á meðal var skrifborð sem ég er búinn að eiga í einhver 3 ár..alltaf hef ég dröslað þessu borði með mér. Það hefur verið notað sem eldhúsborð, skrifborð og fatageymsla og ég ákvað að núna væri komin tími á að henda því, þar sem við erum eiginlega ekki með pláss fyrir það hérna á nýja staðnum. Michael fór með það í nytjagáminn og ég var voða kát að þetta myndi kannski gleðja einhvern sem væri að fara að byrja að búa og vantaði ókeypis húsgögn í kreppunni. 

Michael er svo í fjölsmiðjunni einhverjum dögum seinna, en þeir úr vinnunni fara oft þangað til að éta og er þá ekki borðið þar til sölu á heilar fjögurhundruðkrónur! Spotprís alveg LoL ..hahaha.. Michael var eitthvað að horfa á borðið og bara hey, þetta er eins og við áttum..svo horfði hann aðeins meira á það og bara, hmmm..það er eins rispa á því og eitthvað kannast ég við þessa sprungu..hahahaha!

En það er nú bara gaman að þessu! 

Annars er skólinn bara byrjaður á fullu og ég skráð í 6 fög eða 18 einingar. Þetta verður löng önn og því verð ég eiginlega að fara að byrja að læra eitthvað. Ég er búin að ná að gera tvö verkefni (9,1 og 10) og lesa einhverja kafla. En ég verð eiginlega að fara að byrja bara alveg af krafti. En eins og vanalega þá finn ég nenn-ið mitt hvergi..bara gjörsamlega búin að týna því!

Svo kannski ég ætti bara að hætta þessu og fara að opna eina bók eða svo..og athuga hvort orðin fara bara ekki inn í kollinn á mér af sjálfdáðum..

Anna Lóa Letihaus

 

Sölden mynd bloggsins : er tekin 12. janúar.. fyrsta djammið mitt í Sölden þar sem ég var edrú. Ég og Atli dönsuðum edrú alla nóttina. Það var ekkert smá gaman. Þetta kvöld var algjör snilld út í eitt, enduðum á einhverjum bar þar sem allir drukku eitthvað cream ógeð sem varð þess valdandi að fólk gat ekki andað fyrir þynnku daginn eftir, allir nema ég og Atli sem vorum kampakát LoL ..reyndar var Sunna örugglega ekki þunn enda verður hún aldrei þunn, hehe..

12.01.07 157

Sunna, Pauline, Ása, Ágúst, ég, Helga og Hreiðar Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Anna Lóa...SIGRÚN, EKKI SIGGA!! þoli ekki þetta nafn :) Skemmtilegt blogg þrátt fyrir þennan misskilning, hehe :)

Sigrún Erls (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 16:18

2 identicon

má semsagt ekki segja sigga seríós? hélt að það mætti.. hehe

en anna, fjallið á sunnudegi? ertu ekki að gleyma því að þú verður þunn;)

Binna (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 18:23

3 identicon

ég skil ekki afhverju allir fréttu þetta sigga cheerios því frænka mín kallaði mig þetta einu sinni þegar ég var lítil af því ég var alltaf að borða Cheerios,haha :)

Sigrún Erla (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 20:47

4 identicon

Játs loksins blogg:)

 Ég trúi því samt ekki að þú sért ekki búin að redda þér kleinum...!

Sunna (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband