Röyksopp, hell yeah!

Jæja...þá er það barasta komið að því...ég er að spá í að fleygja einu stykki af bloggi í ykkur!

Það er búið að vera nóg að gera hjá manni þessa síðustu daga og vikurnar. Pfafff! En lífið er allt að smella saman núna og þetta er allt farið að líta betur út hjá manni og batnar með hverjum deginum sem líður. Ég er svo að komast að því hvað ég á alveg bömms af svo góðum vinum sem eru að standa með mér í öllu. Elska það og elska þau - þið vitið hverjir þið eruð Kissing

Það að fólk fari illa með mann, gerir mann bara enn sterkari en maður var. Ég er líka að komst að því hvað ég er sterk, er með sterkan persónuleika og læt ekkert vaða yfir mig eins og einhverja djös druslu! Ég er nú stundum farin að hafa smá áhyggjur að ég sé bara made of stone on the inside, haha LoL ..svo köld get ég verið! En þið sem höfðuð áhyggjur að ég myndi leggjast í volæði og vera bara að aumingjast og vorkenna sjálfri mér, hafið engar áhyggjur! Anna Lóa is back og er better than ever og ætlar að rústa þessu ári 2009 í drasl! 

...Þetta verður besta ár lífs míns hingað til og þetta sumar verður skoh best! Hell yeah...

En yfir í eitthvað miklu skemmtilegra. Það er búið að vera brjálað að gera síðustu vikurnar.

  • Kata mín kom í heimsókn og við skelltum okkur til Ólafsfjarðar fyrir helgina og dóum næstum úr leiðindum. En á laugardeginum var árshátíð Háskólans þar sem ég dró Kötu með mér og við skemmtum okkur konunglega. Páll Óskar mætti og rústaði place-inu Cool  ..þá helgina snjóaði eins og ég veit ekki hvað. Það fór gjörsamlega allt á kaf, sem endaði þannig að paradísin upp í fjalli varð ennþá betri.
  • Ég er orðin ástfangin af fjallinu og langar að vera þar, alla daga - alltaf! Ég og Garðar fórum um daginn og það var svo geðveikt púður og geðveikt veður og geðveikt færi. Algjör draumur! Púðrið náði mér upp í klof, svo þegar ég datt þá bara hvarf ég - hahaha!
  • Ragna mín mætti í heila viku til Akureyrar sem þýddi það að ég tók 4ja daga helgi á þetta. Var reyndar edrú á laugardeginum, en tókst samt að dólgast um allan bæ, hahaha! Ógeðslega gaman hjá okkur, elska að fá hana hingað.
  • Þessa helgina var svo Jón Ingi í bænum, svo þessi helgi endaði í ruglinu líka, haha! Á föstudeginum var vísindaferð hjá Reka og svo millipartý hjá okkur 1. árs nemendunum í viðskiptafræðinni, þar sem við suðum slátur. Ég skellti í jafning og kartöflustöppu eins og ekkert væri og allt bragðaðist svo mergjað vel. Algjör schnilld.
19220309 001
 Jón Ingi mætti bara beint á Amour þegar hann kom til Akureyrar Cool
 
19220309 046
 Ég að bræða smjör til að gera jafning :p
 
 19220309 051
Geeeeeðveikt slátur!
 
19220309 079
Hjörtur og Atli krúttilegastir að knúsast í klessu
 
19220309 087
Jón Ingi með Mojito kvöldsins!
  • Við erum svo búin að vera að standa okkur í Þema-djömmunum. Tókum Gala um daginn, sem var reyndar ekkert smá gaman. Dressuðum okkur voða fínt upp og skelltum okkur svo sveitt út að borða á Subway, hahahaha. Ég hringdi á undan okkur og pantaði borð - ég hélt btw að konan hinu megin í símanum myndi gjörsamlega deyja úr hlátri. Svo þegar Ragna var hérna þá var Tropical-þema, sem sagt Hawaii stemning á okkur í blindbyl og snjókomu, hahaha!
blogg2
Eyrún, Atli, ég, Garðar, Sóley og Ingunn að éta á Subway hahaha
 
blogg1
Ragna og ég á Tropical 
 

Svo ég tali nú um eitthvað annað en endalaust djamm. Þá er ég búin að fá svar frá skólanum í Þýskalandi og ég má koma og hefja þar nám næsta haust. Svo Dojtsland hír Æ komm! Ég verð farin í byrjun september og kem svo ekkert aftur fyrr en eftir 11-12 mánuði, nema kannski í einhverjar heimsóknir og svona. En bara ef þið verðið góð, annars verð ég bara úti Tounge ..ég og Binna erum að skoða hvort við getum ekki bara skellt okkur í sólarlandaferð einhvern tímann.. væri alveg geggjað að taka bara stelpuferð á þetta.. við tvær myndum svo eiga heiminn!

Gærdagurinn líka alveg bestur! Ég og Atli fórum í sund í Þelamörk og rústuðum henni í drasl. Lágum þar og soðnuðum í þrjá tíma, eða þar til okkur var farið að verkja undan rúsínunum. Ekkert betra en að njóta góða veðursins svona í sundi og tana!

Hrúga heimsins þessa dagana er Tommi Lee. Þessi schnilldar köttur er gjörsamlega að eiga heiminn, hahahah.. Hann er bestur.. Ég veit ekki um neinn kött sem er jafn mikil hrúga og þessi meistari. Hann er líka eini kötturinn sem ég veit af sem getur tekið heilan 2ja manna sófa einn og farið létt með það.

19220309 074

 

Skólinn er svo bara alveg að verða búin og það er næstum hver einasti dagur planaður þangað til 8. maí. Elsku Binnan mín er að koma núna 2. apríl og verður hérna í tvær vikur! Djöfull sem það verður anskoti gaman. Svo eru bara prófin þegar hún er farin og svo bara sumarið. Elsku sumarið. Það verður svo geeeeeeeðveikt í sumar. Ég bara vona að ég fái einhverja skemmtilega vinnu...

Er þetta ekki þá bara gott í bili? Ég kem með eitthvað aðeins líflegra næst og ekki svona ,,ég borðaði cocoa puffs í morgunmat"-blogg.. hahahaha... 

Anna Lóa sem er öll að koma til

blogg3

 

ps. : http://www.youtube.com/watch?v=kuUqFxyBD14 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri að skella sér á Roskilde fyrst þú ert að digga Royksopp? :) en djöfull væri ein sólarlandarferð sweet í haust... eða Tæland um jólin :)

og djöfull hlýturu að vera góð á bretti, eins gott fyrir þig að stinga mig ekki bara af þegar við förum í fjallið :)

Binna (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 20:48

2 identicon

úff, búin að vera að bíða eftir bloggi frá þér ;) mér finnst nú líka bara alveg mjög gott að fá svoan ,,ég borðaði cocoa puffs í morgunmat"-blogg :)

En já til hamingju með að vera búin að fá staðfestingu frá skólanum. Samt leiðinlegt að þú komir ekki út fyrr en við verðum komin heim! En við sjáum þig þó í milli tíðinni og svo væri nú ekki amalegt að geta bara komið og kíkt á þig í Þýskalandi ;)

Ruth (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 21:01

3 identicon

Vúhh loksins, hélt þú hefðir gleymt blogginu þínu:)

Ég hlakka til að borða slátur með ykkur krúttin mín;) 

Mér finnst svo ekkert sniðugt að þú verðir svona lengi í burtu. Þá fæ ég bara fráhvarfseinkenni:s En til hamingju með skólann samt ástin... 

 Knús þín Sunna

 P.S. Elmari leist ekkert á það sem stóð á miðanum mínum, fannst það ekkert eins flott og mér hahahahha:)

Sunna (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 23:22

4 identicon

Já, og nú langar mig í Kókópuffs!!! Namm.

Sunna (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband